Kaffið á Tenerife

Eftir tæplega vikudvöl á Tenerife, þeirri ágætu og fögru eyju, hefur mér enn ekki tekist að fá sæmilegt kaffi, hvað þá gott kaffi og þaðan af síður afbragðsgott kaffi eins og í Kaffi Tári.

Þetta er óttalegt sull, bragðdauft og vélrænt. Skásta kaffið var sterkt Neskaffi hjá breskum hjónum sem reka hér krá skreytta Newcastle fótboltamerkjum í bak og fyrir.

Ég er sannfærður um að það væri hægt að gera það gott með því til dæmis að semja við Kaffi Tár um að opna frá þeim útibú. Ég set þessa hugmynd hér með á flot hverjum sem er til frjálsra afnota. E.t.v. ekki galinn vettvangur fyrir stjórnmálamenn sem vilja skipta um starfsvettvang einhverra hluta vegna.

Þeir hafa sumir góðan smekk fyrir kaffi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hér er útrásartækifæri fyrir einhvern sem gefst upp á dýrtíðinnin hér heima á Fróni. Segi ég sem sit með gott kaffi.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Tek undir að gott kaffi er gríðarlega mikilvægt - varð mest hissa á að fá ekki gott kaffi í New York. En í Berlín og Vín er ekki skortur á góðu kaffi - og meððí. Var einmitt að hella uppá.

Halldóra Halldórsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það væri saga til næsta bæjar að íslendingar fari að flytja út sitt kaffi... Kaffismekkur okkar er sennilega töluvert öðruvísi en fólks sem býr á Kanarí.. þetta yrði sennilega eins og hin útrásin okkar.. flopp.

Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki bara spurningin um gott te ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 13:26

5 identicon

Þið eigið samúð mína. Það er alveg svakalegt að fá ekki almennilegt kaffi. Versta kaffi sem ég hef fengið var á ferju milli Krítar og Santorrini. Viðbjóðslegt sull sem orðið skolp nær ekki einu sinni að lýsa.

Verið annars velkomin í kaffi til mín þegar þið komið heim. Lofa að það verður ekkert sull og kannski fylgja lummur með:)

Ásdís A (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kaffi Expresso solo, er það kaffi sem þú átt að drekka á Spáni, þá geturðu verið nokkurnveginn öruggur um gott kaffi, og að þú njótir þess.  Hvenær kemurðu heim, ég er svo spennt að heyra álit þitt á mínu síðasta bloggi. Kveðja Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.3.2008 kl. 16:00

7 Smámynd: Jóhann Frímann Traustason

já það er ekki gott kaffi almennt á spáni, en ef þú ert að leita að landi sem er með gott kaffi almennt þá skalt þú fara til ítaliu elsku kaffikarl

Jóhann Frímann Traustason, 30.3.2008 kl. 17:08

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta var nú vitað Dofri. Konan mín hafði af forsjá með sér Akureyrískt Braga kaffi til að þola við hérna á Tenerife. Ég hugsa að hún sjái ekkert eftir bolla ofan í þig ef þú kíkir eftir því í íbúð 2004 á Parque Santiago IV.

Haukur Nikulásson, 30.3.2008 kl. 18:15

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Leitið og þér munið finna segir ég nú bara,Spánn hefur ekki verið þekktur fyrir slæmt kaffi, café corto eða café solo,þú gætir prufað það,en á spænsku kaffihúsi.

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.3.2008 kl. 08:08

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir gódar ábendingar og bod í Bragakaffi!

Lilja, ég skodadi bloggid og fannst thad gott!

Dofri Hermannsson, 31.3.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta eru slæm mistök hjá þér Dofri. Nei, ég er ekki að tala um kaffið, heldur annars vegar að hafa flogið til Tenerife í álversflugvél og losað þannig (per capita) geigvænlegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Hins vegar er staðarvalið afleitt:

 Á Tenerife er olíuhreinsistöð í miðbænum!!! Til eyjunnar koma þó um 3.5 milljónir ferðamanna á ári ... þrátt fyrir þetta. Á síðunni www.destinationtenerife.com segir meðal annars .. "Santa Cruz de Tenerife is unusual in having a major oil refinery sited in the city centre".

Samt kallar þú eyðilagða eyjuna: "...þeirri ágætu og fögru eyju".

Gangi þér vel með kaffið. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 14:12

12 Smámynd: The baristas

Æi greyið

Kveðja frá Kristínu í Bankastræti 

The baristas, 31.3.2008 kl. 16:23

13 identicon

Allt alvöru kaffifólk tekur með sér poka af expressó Húsblöndu kaffitárs og pressukönnu (til öryggis) þegar menn fara af landi brott þá er ekki hætta á þessum fráhvörfum.

Annars má benda öllum áhugasömum á slóðina http://www.xpressivo.com/theespressoguide/cafe.asp slá inn borgina og þá blasir við næsta góða kaffihús.

kaffikveðja Ragga í Bankastræti

Ragga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:40

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðrik má alveg vita að vel flestir íslendinga dvelja í suðurhluta Tenerife all fjarri höfuðstaðnum Santa Cruz de Tenerife og olíuhreinsunarstöðinni. Það virðist vera talsverður munur á veðurfari hér á suður- og norðurhluta eyjunnar.

Dofri er velkominn í kaffið, þó ég telji að hann muni nú finna ýmis nothæf drykkjarföng á eyjunni. Þrátt fyrir gengislækkun krónunnar tel ég t.d. €11.79 fyrir lítersflösku af Bacardi bara nokkuð ásættanlegt verð í kjörbúðinni við hlið íbúðahótelsins.

Haukur Nikulásson, 31.3.2008 kl. 20:23

15 identicon

sjá miðil heimamanna:

www.atan.org

Another ever-present danger is the oil refinery. ATAN has repeatedly denounced the various spills and emissions from the plant over the last few years. The CEPSA oil company is keen to have us believe that everything in the garden (or in this case, the refinery) is rosy now that it has obtained the ISO 14000 certification. But if the company cannot even control its refinery emissions and oil spills, what chance does it stand of dealing with a major fire? Spanish "laissez-faire" and the island's seismological history both weight the scales in favour of the grim reaper. Why is there still no public evacuation plan for the city in the event of large refinery fire? Why is the Meridiano shopping centre sited just 30 metres away from this ticking time-bomb?

Over 100,000 people live within a 5 kilometre radius of the refinery, with no way out if disaster strikes. The city is a giant rat trap, given that both the north and south-bound highways pass bang next to the refinery and would be the first roads to be cut. The fact is, thousands of people are living next to extremely dangerous industrial facilities. Who in their right mind would site: a trade fair; various shopping centres and department stores; an auditorium; a seaside park; a major road tunnel; and a 34-storey block of flats just yards away from a 70-year old oil refinery and LPG tanks? The answer is no one - but then the ability of Tenerife's lunatic politicians to turn a blind eye to looming disaster would do credit to the rulers of a Banana Republic.

ASM (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband