Getur komið fyrir alla

Einn ágætur vinur minn sem ekki var sérlega kunnugur á Vesturlandi kom í heimsókn vestur í Dali ásamt heimavönum frænda mínum. Frændinn varð eftir en vinurinn fékk nákvæmar leiðbeiningar um hvernig hann kæmist til baka í höfuðstaðinn.

Eftir býsna langan akstur stoppaði hann við kaupfélag, benti fram á veginn og spurði hvort þetta væri ekki örugglega leiðin suður. Heimamenn töldu svo ekki vera, þessi vegur lægi þvert á móti enn lengra vestur á firði.

Maðurinn hafði fylgt leiðbeiningum út í æsar nema að í þeim láðist að segja honum hvort átti að beygja til hægri eða vinstri frá bóndabænum. 


mbl.is Lenti á rangri Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Tengist þessi frásögn kannski úrskurði umhverfisráðherra um álverksmiðju í Helguvík?

María Kristjánsdóttir, 3.4.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þetta getur komi fyrir alla?  En ég skil ekki þennan úrskurð Dofri, getur þú skýrt hann?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það mætti svo sem nota vegalíkingu í tali um þennan úrskurð ráðherra. Sú braut sem þetta mál er á virðist bara liggja í eina átt og ekki þá sem ég eða ráðherra vill.

Þessi kæra Landverndar var leit að afrein, ef svo má segja, en hún reyndist ekki hafa lagastoð. Þetta er mjög slæmt af því þetta þýðir að umhverfislöggjöfin er mjög gloppótt og veik.

Það eru skrýtin umhverfislög sem ekki heimila ráðherra að láta setja allar nauðsynlegar framkvæmdir vegna álvers í sameiginlegt mat. Nú er staðan sú að Árni Sigfússon getur haldið áfram að sníða sér ráðherrakápu úr Helguvíkurá(l)klæðinu þótt enn sé algerlega óvíst hvort nægileg orka fæst fyrir álverið eða línur fást lagðar að því.

Að ekki sé minnst á endanlega stærð þess en Árni segir fjárfestum að til standi að stækka álverið upp í að minnsta kosti 360 þúsund tonn. Enn sem komið er eiga þeir í vandræðum með að finna orku í 160 þúsund tonna álver.

Hvílíkt bull og siðleysi.

Dofri Hermannsson, 3.4.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er góð saga af vini þínum Dofri. Hún segir okkur landsbyggða fólki það sem við höfðum grun, um að fólkið sem býr og lifir á útkjálkanum R.vík það veit ekkert hvað það er að fara, nema þegar það keyrir í kringum tjörnina,Það þekkir ekki ísland.Og góður brandari þetta með , að ef vinur þinn sá verslun á vesturlandi þá hélt hann að það væri kaupfélag.Ef þessi vinur þinn eða þú sjálfur  skyldu álpast hingað á suðurnesin, þá efast ég ekki um að allir suðurnesjamenn verða allir af vilja gerðir að hjápa ykkur aftur á útkjálkan R.vík.Með kærum Össurar kveðjum,hann þekkir suðurnesjamenn og er hér alltaf velkominn. 

Sigurgeir Jónsson, 3.4.2008 kl. 21:21

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Er þá ekki mál með vexti að Samfylkingin beiti sér fyrir því að umhverfislögin verða nægilega sterk til að svona má ekki koma fyrir aftur? Vesalings Ísland þar sem framabröltarar ein og Árni S. ráða ríkjum og komast upp með dæmalausri frekju.

Úrsúla Jünemann, 4.4.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband