Eru þetta mennirnir sem maður á að treysta í umferðinni?

Þeir flutningabílstjórar sem ég þekki eru allir miklir geðprýðismenn en þessir sem hér komust í fréttir eiga ekki skilið þá lyndiseinkunn. Í fyrsta lagi þá held ég að málstaður mótmælabílstjóranna sé vondur og í öðru lagi held ég að aðferð þeirra til að koma sjónarmiðum sínum til skila sé líka vond.

Maður er oft skíthræddur þegar maður mætir risatrukkum með fullfermi á fullri ferð á þjóðvegum landsins. Ástæðan er auðvitað sú að vegna stærðarmunar á fólksbíl og trukki þarf ekki að spyrja um afdrif fólks sem lendir í árekstri við trukk.

Hræðslan breytist svo í gremju þegar trukkurinn nálgast og maður sér að bílstjórinn er að tala í símann - auðvitað ekki handfrjálst! Ég er ekki viss um að grjótkast, bílflaut við Bessastaði og síendurtekin umferðarstopp eigi eftir að auka hlýju og traust í garð flutningabílstjóra.


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Og þeir vilja losna við vökulögin og fá að tala örþreyttir og vansvefta í símann. Svei.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér finnst það koma alveg ljóst fyrir að frumvarp Björns Bjarnasonar um varalið lögreglunar er nauðsynlegt,það kom alveg í ljós í morgun.ÁFRAM LÖGREGLAN

Guðjón H Finnbogason, 23.4.2008 kl. 13:26

3 identicon

Hjartanlega sammála ÁFRAM LÖGREGLAN !!!

Tító (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kjaftæði með varalögregluna. Það kemur einmitt í ljós núna að ekki er þörf á meiri aðgerða-lögreglu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það væri kannski ekki úr vegi að fara að koma upp almennilegum hvíldarstöðum meðfram þjóðvegum landsins, til að hægt verði að fara eftir vökulögunum. Eins og staðan er núna er það illmögulegt vegna skorts á útskotum fyrir stóra bíla og vilja menn að þessir trukkamenn fari að loka heiðum á t.d. norðurlandi með því að stöðva bílana og hvíla sig um óákveðinn tíma. Ekki er um það að ræða að þetta sé framkvæmanlegt á Holtavörðuheiði, eða Öxnadalsheiði, hvað þá heldur á fáfarnari heiðum austanlands eða vestur á fjörðum.

Ég styð bílstjórana, en þeir mættu fara að breyta um aðferðafræði, til dæmis verða þingmenn, ráðherrar og aðrir þeirra líkar eingöngu varir við mótmælin ef þau bitna á þeim sjálfum. Þannig að nær væri að loka öllum leiðum að Alþingi og ráðuneytum, um óákveðinn tíma, vegna vökulaganna

Tómas Þráinsson, 23.4.2008 kl. 13:43

6 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Og þetta eru löggurnar sem við eigum að treysta, hantaka rangann mann. Og það FIMM á móti EINUM.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 23.4.2008 kl. 15:37

7 identicon

Andspænis þessu stilli ég hugmyndinni um frjálslynt lýðræði eins og ég skilgreindi það í Borgarnesi þann 9. febrúar. Í hinu frjálslynda lýðræði er hinum frjálsa einstaklingi skipað hærra en stofnunum samfélagsins. Þar tekur einstaklingurinn að sér að verja ákveðin grundvallarréttindi mannsins, þ.e. rétt hvers og eins til þess að skapa sjálfan sig, vera til á eigin forsendum, hafa sérstöðu og njóta viðurkenningar sem slíkur. Í hinu frjálslynda lýðræði viðurkennum við rétt fólks til skoðana. Þar byggjum við á samskiptum og samræðum milli stjórnvalda og samfélags óbeyttra borgara. Í hinu frjálslynda lýðræði verðum við að þola gagnrýni af því að það er óaðskiljanlegur hluti þess.

Ingibjör Sólrún Gísladóttir í Borgarnesræðu hinni síðari.

Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband