Alvarleg staða en fyrirsjáanleg

Vinstri menn hafa löngum verið skammaðir fyrir forræðishyggju. Allt ætti að vera leyfilegt, allt ætti að vera frjálst, þá leitar allt jafnvægis, allir hafa vit fyrir sér sjálfir og allt verður allt í lagi. Svona hefur hin einfalda frjálshyggja lengi hljómað við talsverðar vinsældir.

Nú er annað uppi á teningnum. Nú þegar verðbólgan nartar óþyrmilega í eignir og kaupmátt vill fólk sem áður var á móti forræðishyggju að Ingibjörg Sólrún og Geir reddi málinu. Enginn skilur hvernig þetta gat farið svona, allra síst sá sem meginábyrgðina ber og situr nú uppi á Svörtuloftum. Guðni Ágústsson skilur ekki heldur neitt í því hvernig þetta gat gerst.

Hér er um heimatilbúin vandamál að ræða og sökudólgarnir eru margir. Bankar fengu of frjálsar hendur og fóru of geyst, peningamálastefnan virkaði ekki sem slökkvitæki á bálið auk þess sem síðasta ríkisstjórn hellti olíu á eldinn með ríkisstyrktri risaframkvæmd og skattalækkunum á þenslutímum. Almenningur hugsaði eins og almenningur á Íslandi hefur vanist á að gera - "best að eyða þessum peningum strax, maður veit aldrei hvenær næsta tækifæri gefst!"

Staðan er erfið fyrir alla en ósanngjarnast er að þeir lenda verst í þessu sem minnst eiga. Fólk sem ekki hefur notið ávaxtanna af þenslunni, s.s. fólk á svæðum þar sem samdráttur hefur verið og fólk sem hefur sett sig í verulegar skuldir vegna húsnæðiskaupa á höfuðborgarsvæðinu.

Það verður erfitt hjá mörgum sem t.d. hafa tekið 20 milljón króna verðtryggt lán til að kaupa sér íbúð. Ekki síst ef um 90-100% lán er að ræða. Það er viðbúið að svoleiðis skuld muni vegna verðbólgunnar á næsta ári hækka um nokkrar milljónir á sama tíma og húsnæðisverð lækkar.

Nú finnum við alvarlega fyrir því að ekki skuli vera til öflugur almennur leigumarkaður. Það er ekki seinna vænna að gera eitthvað í því.


mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það er alveg hræðilegt að þurfa að viðurkenna að ég er sammála Samfylkingarmanni, en þannig er það nú samt - samanber það sem ég skrifaði um sama mál í þessari grein.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Púki... sumir hlutir eru bara staðreynd og kemur íslenskri flokkapólitík ekkert við. Allt sæmilega skynsamt fólk skilur þetta og þú ert greinilega í þeim hópi - enda hefði ég ekki vænst annars af þér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er greinilegt að það voru mistök fara ekki í bindiskylduhækkun á sínum tíma af misskilinni tillitssemi við Sparisjóðina. Um þetta ályktaði SUF á sínum tíma meðan ég var þar í stjórn, en á það var ekki hlustað. Þar er ekki við Samfylkinguna að sakast, heldur Framsókn og íhaldið.

Gestur Guðjónsson, 28.4.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nú er frelsið mikilvægara en áður - til þess að ýta ekki undir svona hegðun í framtíðinni - að vísu má búast við kreppu með 20 ára millibili, jafnvel 50, svo það verur slík nýliðun í hópnum að allir gleyma essu... en hey!

Nei, við skulum ekkert hjálpa of mikið til.  Það getur einungis gert illt verra. 

Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

J'a nú er þörf skjótra aðgerða  - og þar eru húsnæðissamvinnufélögin í lykilhlutverki til að takast á við að skapa jafnvægismarkað sem starfar á raunhæfum kostnaðarverðum til lengri tíma.

Húsnæðisnefnd Jóhönnu okkar þarf að fara að taka til hendi - - almenningur kallar á það.  Innkoma Englandsbanka með 50 millhjarða punda til að greiða fyrir fasteignaviðskiptum og ýta húsnæðislánamarkaði í Bretlandi af stað að nýju sýnir að þar vilja menn ekki að húsnæðis- og byggingamarkaðir frjósi varanlega.  Hvers vegna vilja menn það ekki hjá ríkisstjórn Gordon Brown  (sem enn er glúrinn í efnahagsmálum)?  Jú; ástæðan er sú að fyrsting byggingarmarkaðar og fasteignaviðskipta hefur keðjuverkandi áhrif  - sem verða afar dýrkeypt - og raska eigna- og kjarafajnvægi í því ágæta Bretaveldi;  - þar er eignajafvægið sérlega viðkvæmt um þessar mundir - með græðsgisvæðingunni sem þar hefur gengið yfir líkt og hér - - og þar skynja stjórnvöld mikivægi aðgerða.

Nú þarf að fá okkar fólk til að vinna sína heimavinnu Dofri - - og við megum ekki hika við að sparka . . . . . .  þar sem það finnst ef á þarf að halda.   Megum við draga það mikið lengur?

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 28.4.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Púkinn

En Seðlabankinn vill að fasteignamarkaður hér hrynji (en bara svona passlega mikið) .... því það myndi keyra niður verðbólguna á pappírnum.

Ég hef sagt það áður og segi það enn.  Grundvallarmarkmið Seðlabankans ætti að vera að viðhalda almennum stöðugleika í efnahagslífinu, ekki að viðhalda stöðugu gengi (gamla markmiðið) eða lágri verðbólgu(núverandi markmið).

Grundvallarmarkmiðið er einfaldlega vitlaust og þá er ekki skrýtið að hlutir fari úrskeiðis.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Efnahagskerfið fær ekkert að vera í friði.  Þetta getur lagað sig sjálft - fær það að gera það?  Nei, það held ég ekki.  Einhver á eftir að pota í það... hvað er ég að segja?  Einhver ER að pota í það!

Seðlabankinn, Ríkið, allir - það eru allir að fikta í þessu, og á versta hátt. 

Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér sýnist forsætisráðherrann núverandi standa í þeirri trú að það megi ekki gera neitt til að hjálpa markaðnum, hann eigi auðvitað að redda þessu sjálfur og þar með taka undir blaðrið í smjörgreiddu stuttbuxnaguttunum sem heilaþvottarvélin í Valhöll hefur ungað út.

Mér sýnist hin dauða hönd markaðarins ekki ætla að stuðla að neinu nema fleiri gjaldþrotum.

Það er alltaf þannig að þeir sem veikastir eru fyrir verða verst úti vegna sukks yfirstéttarinnar (og millistéttarinnar.) 

Theódór Norðkvist, 29.4.2008 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband