Áskorun á meirihlutann í borgarstjórn!!!

Betri helmingurinn, lið sameinaðs minnihluta í borgarstjórn í keppninni "Hjólað í vinnuna", skorar hér með á borgarstjórnarmeirihlutann að keppa um það hvort lið hjólar fleiri daga og fleiri kílómetra í vinnuna á meðan á átakinu stendur.

Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega 15 borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar eru í hvoru liði og því er fræðilega jafnt á með liðunum komið. Við, sem í allri hógværð köllum okkur Betri helminginn, teljum hins vegar að vegna líkamlegs atgerfis, ástar á útivist og hreyfingu og djúprar sannfæringar fyrir ágæti hjólhestsins sem samgöngutækis munum við bæði mæta fleiri daga á hjóli til vinnu og auk þess hjóla talsvert fleiri kílómetra en hinn helmingur borgarstjórnarinnar.

Svo keppnin geti orðið örlítið meira spennandi viljum við þó gjarna gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka vinningslíkur hins liðsins. Við munum því bjóða þeim ókeypis tilsögn í  hjólreiðum kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. maí.

Farið verður yfir helstu atriði hjólreiðalistarinnar s.s. listina að halda jafnvægi, hvernig hægt er að taka skart af stað, um mikilvægi þess að horfa fram á veginn og síðast en ekki síst að meta það hvenær tímabært er að taka í bremsurnar svo ekki fari illa.

Það er von okkar að hinn helmingurinn taki áskorun Betri helmingsins af jákvæðni og krafti jafnvel þótt ekki sé minnst á þetta sérstaklega í hinum ítarlega málefnasamningi meirihlutans.
Betri helmingurinn bendir á að það er fátt jafn gott til að byggja upp góðan liðsanda eins og skemmtileg keppni (jafnvel þótt hún tapist).

Hjólreiðar til og frá vinnu hafa líka þann einstaka kost að það skiptir engu máli hvað dagurinn hefur verið erfiður í vinnunni - eftir nokkra kílómetra er allt stress fokið út í veður og vind og manni er því sem næst sama hver verður næsti borgarstjóri.

Með von um skemmtilega keppni,
f.h. Betri helmingsins
Dofri Hermannsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek heilshugar undir með þér Dofri.  fátt afstressar mann meira en góður hjólatúr eftir vinnu..

Óskar Þorkelsson, 2.5.2008 kl. 15:36

2 identicon

Þetta er frábært. Nú verður gaman að sjá hvernig gengur.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þetta er gaman, á maður ekki að mæta með börn og barnabörn, til að fylgjast með, og leyfa þeim að sjá, hvað við eigum "stapíla" og flotta borgarstjórn.  Þetta er mjög sniðugt og lærdómsríkt, fyrir kjósendur framtiðarinnar. Og er ekki mottóið:  "Látum verkin tala",  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Morten Lange

Þetta er frábær hugmynd og gott framtak.  Ég er viss um að ef meirihlutinn í Borgarstjórn vilji ráðleggingar frá óháðum aðila, þá væri það líka möguleiki.  -  Sem til dæmis frá Fjallahjólaklúbbnum eða Landssamtökum hjólreiðamanna.

Þessi félög eru reyndar að undirbúa námskeið í Hjólafærni.  18 maí kemur Breskur hjólakennari til landsins ( Frá LifeCycleUK) og mun hún kenna framtíða kennarar í Hjólafærni.  En við erum sumir sem hafa kynnt sér stóran hluti af fræðinni, og værum til í að koma með ráð og ábendingum.   Þetta mundi líka standa ykkur í Betri helmingum til boða.

Annars sýnist mér, samkvæmt vefsíðu átaksins,  að þið eigið eftir að skrá liðið "Betri helmingurinn" ?   Koma svo  ! 

Morten Lange, 3.5.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Morten Lange

Ég tek fram að þrep 3  í Bikeability / Hjólafærnis staðlinum breska er ekki síður ætlað fullorðnum en börnum, frekar þvert á móti.  Ég vil ganga svo langt sem að segja að þrep 3 í Hjólafærni mundi nýtast 95% af fullorðnum.

Morten Lange, 3.5.2008 kl. 11:25

6 Smámynd: Sturla Snorrason

Sturla Snorrason, 3.5.2008 kl. 14:43

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ef þið sjáið mig á lady hjóli, ekki þá flauta á mig, mér gæti brugðið en gangi okkur öllum vel að ganga, hlaupa og hjóla. Ég mundi synda í vinnuna ef ég gæti

Eva Benjamínsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband