Sjálfstæðiflokkurinn kynnir með stolti...

Ingólfur Harri bloggar um þetta og endar á að minna hver ber ábyrgðina á þessum borgarstjóra. Það er hægt að leika sér með þetta.

Hugsið ykkur hvernig það væri ef í hvert skipti sem Ólafur F birtist á skjánum myndi þulurinn lesa:

"Þessi borgarstjóri er í boði Sjálfstæðisflokksins" eða "Sjálfstæðisflokkurinn kynnir með stolti...."

Og svo þegar myndskeiði með Ólafi F væri lokið myndi þulurinn heyrast lesa:

"Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem færði þér Ólaf F Magnússon, borgarstjóra."

Segið þið svo að það geti ekki verið gaman í pólitíkinni! 


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 4.5.2008 kl. 12:26

2 identicon

Ég er ekki frá því að Samfylkingunni hafi bara þótt nokkuð gott að mynda meirihluta með Ólafi F. síðast liðið haust.

Man ekki til að fólk í kvartettinum hafi þá verið lagt í svona lágkúrulegt einelti.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíkið til mín...  kannski viltu leggja málefninu lið með því að skrifa um það, linka á mig, senda slóðina á póstlistann...  Athugið málið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Úps...  slóðin er hér.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Ingólfur

Já maður sér hálfpartinn fyrir sér þessi klassísku innskot sem koma fyrir þætti sem eru í boði ákveðins fyrirtækis.

Ragnhildur, hvaða lágkúrulega einelti ertu að tala um? Er það nú einelti að minna á hverjir gerðu Ólaf F að borgarstjóra? Ég skil það svo sem að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilji helst fá að gleyma þessu en það er erfitt þegar borgarstjórinn talar sífellt þvert á skoðanir allra annarra borgarfulltrúa.

P.S. Þessa dagana er ég ekkert allt of ánægður með Samfylkinguna en hún þó aldrei gert Ólaf F að borgarstjóra og gagnrýnislaust gert öll hans helstu stefnumál að stefnumálum síns flokks til þess eins og komast aftur í meirihluta.

Ingólfur, 4.5.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þessi pistill er gott dæmi um aðferðafræði Samfylkingarinnar við þáttöku í stjórnmálum Dofri.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2008 kl. 02:39

7 identicon

Ég er ekki að sjá annað en þessi borgarstjóri sé nú bara skárri heldur en hinir tveir til samans....

Jóhann (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 02:45

8 Smámynd: Sigga Hjólína

.... "skárri heldur en hinir tveir til samans"....

Ég hef ekki hlegið svona innilega lengi.....

Annars bara skemmtilegur pistill hjá þér Dofri en gaman væri að heyra frá Guðrúnu Maríu hver er "aðferðarfræði Samfylkingarinnar við þáttöku í stjórnmálum". Er hún öðruvísi heldur en hjá hinum stóru stjórnmálaflokkunum?

Sigga Hjólína, 5.5.2008 kl. 08:52

9 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband