Togstreitan heldur áfram

olafurfÞegar Vilhjálmur og Kjartan buðu Ólafi F borgarstjórastól fyrir að slíta meirihlutasamstarfi kom strax í ljós að skipulag Vatnsmýrarinnar var algerlega óafgreitt mál í samstarfinu.

Hanna Birna og Gísli Marteinn töldu að þau mættu fá að vinna að framtíðarskipulaginu í samræmi við verðlaunatillöguna ef þau væru til í að umbera að borgarstjóri talaði eins og flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni "um langa framtíð".

Ólafur F þolir hins vegar ekki að uppbyggingu og skipulagsvinnu í Vatnsmýrinni skuli vera haldið áfram. Þess vegna ræðst hann að tillögunni sem hann segir slæma, tillöguhöfundum sem ekki skynja taktinn í samfélaginu og skipulagsyfirvöldum (samstarfsfólki sínu) sem að hans mati eiga auðvitað ekki að skipuleggja framtíðina á grundvelli svona vitlausrar tillögu.

Það er vandræðalegt að fylgjast með Hönnu Birnu og Gísla Marteini klóra yfir þetta neyðarlega sundurlyndi. Þau segja að borgarstjóri hafi rétt á að hafa skoðun á málinu en í orðunum liggur að það sé ekki nokkur ástæða til að taka mark á honum.

 


mbl.is Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skildi ræðu Ólafs F. á laugardaginn. Hún var skýr og afdráttarlaus. Ég skildi ekki hann í kvöldfréttum, ekki heldur Gísla Martein, skýr nemandi úr Hólabrekku, og því síður Hönnu Birnu í Kastljósi. Er einhver holtaþoka í heila mér, Dofri?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Reykjavík er höfuðstaður íslands, meðan svo er hlýtur það að teljast eðlilegt að  sérlög gildi um um skipulag og stjórn R.víkur með aðkomu ríkisins.Það er merkilegt að ekki skuli vera búið  að því fyrir löngu.Þeir aðilar sem sitja nú í stjórn R.víkur virðast allir telja að það skipti engu máli þótt öll stjórnsýsla landsins sé staðsett í R.vík.Nema núverandi borgarstjóri.Þotu liðið sem veltist á milli stjórnarráðsins og ráðhússins og virðist halda að það eigi að ráða öllu í landinu virðirst ekki vita af því að R.vík er að eins afgreiðslustður fyrir landið. Því hljóta landsmenn að fara að huga að því að finna annan höfuðstað fyrir landið.Með nútimatækni skiptir ekki öllu máli hvar sá höfuðstaður verður.Þar fyrir utan virðist það borin von að það öfgalið sem er tengt ráðhúsinu í R.vík geti gert nokkuð af viti.Sem að sjálfsögðu smitar inn í stjórnarráðið.Sveitastjórnir landsins verða að fara að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni við stjórn landsins.  

Sigurgeir Jónsson, 6.5.2008 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband