Ólafur F valdi bíla fram yfir börn og borgarminjar

Á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir kom fram að Ólafur F Magnússon borgarstjóri hafði ekki gert sér grein fyrir því að hestagerðið við Fríkirkjuveg 11 var ekki nauðsynlegur hluti af kaupunum.

Borgarstjóri var beðinn að fresta málinu í ljósi þess að hann hefði ekki áður gert sér grein fyrir stöðu málsins. Hann greiddi atkvæði gegn frestun.

Hestagerðið var ekki nauðsynlegur hluti sölunnar. Fyrir 50 milljónir var hins vegar gerðinu, leiksvæði barna í áratugi, bætt við - gagngert til að brjóta skarð í 100 ára gamlan vegg svo það væri hægt að keyra bíla inn í gerðið.

Borgarstjóri sem ítrekað hefur lýst sjálfum sér sem gegnheilum verndara menningar- og samfélagsverðmæta valdi bíla umfram borgarminjar og leiksvæði barna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óli Falski skoraði ekki nein stig í viðtölum sínum í dag..

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Halla Rut

Vildi hann ekki gera aðgengi fatlaðra betra en það er nú? 

Halla Rut , 6.5.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljótt er ef satt er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband