Gömul könnun!

Gallup0508Á www.visir.is er viðtal við Dag B Eggertsson sem

...segir könnunina fyrst og fremst endurspegla það flug sem hann segir 100 daga meirihlutann svokallaða hafa verið á. Hann bendir einnig á að könnunin hafi verið gerð fyrir liðlega mánuði síðan.

„Ekki gleyma því að þetta var kannað áður en REI málið sprakk aftur, áður en Vatnsmýrarmálin fóru á flug og áður en vandræðin í kringum Fríkirkjuveg 11 litu komu upp á yfirborðið. Og ekki má gleyma vandræðunum í sambandi við ráðningu Jakobs F. Magnússonar."

Hann segist þess fullviss að ef svipuð könnun yrði gerð í dag myndi það skila sér í enn lakari útkomu fyrir Sjálfsæðismenn og betri útkomu fyrir hina flokkana sem skipuðu Tjarnarkvartettinn, „en þau hafa staðið sig gríðarlega vel að undanförnu."

Eftir stendur að það er alveg sama hvað borgarbúum finnst. Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur F hanga saman á völdunum eins og hundur á roði. Enda það eina sem fólkið er sammála um.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að það megi fara að jarða þennan núverandi meirihluta. Blóm og kransar afþakkaðir, en velunnarar beðnir um að láta andvirðið (blómanna) renna í borgarsjóð.

Í honum er sagt vera tómahljóð vegna hás launakostnaðar borgarstjóra (allra) og óbilandi áhuga núverandi borgarstjóra á gömlum kofum.

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Dofri

Ef ég man rétt þá sagði Sólrún að eina skoðanakönnunin sem skipti máli væri kosningar og þær eru eftir tvö ár.

Skoðanakannanir eru vissulega vísbending en menn eiga ekki að taka þær of alvarlega hvað þá hrósa sigri eða fara á taugum.
Mundi Dofri þessi meirihluti hefur málefnasamning ólíkt 100 daga sundurlausa meirihlutanum. 

Það er aldrei að vita hvernig mál hefðu þróast í Reykjavík ef Dagur Bergþóruson Eggertsson hefði ekki starx í kosningabaráttunni hafnað samstarfi við Sjálfstæðisfólk. 
Sf virðist a.mk líða gríðarlega vel í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  

Með b.kveðju úr Kópavoginum 

Óðinn Þórisson, 14.5.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband