Meirihlutinn guggnaði á áskoruninni!

"Betri helmingurinn" lið sameinaðs minnihluta í borgarstjórn skoraði á meirihlutann í keppni í átakinu "Hjólað í vinnuna". Þetta var gert í trausti þess að meirihlutinn hefði þvottekta áhuga á því að efla hjólreiðar í borginni og gera þær að raunverulegum valkosti í innanbæjarsamgöngum.

Lengi vorum við dregin á svari og manni fór að líða eins og fjölmiðlamönnum sem oft enda fréttir sínar á orðunum "ekki náðist í borgarfulltrúa meirihlutans út af þessu máli". Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn fyrir viku fengum við loks svar - meirihlutinn ætlaði að taka áskoruninni og veita okkur harða keppni.

Morguninn eftir var átakið opnað með pompi og prakt í Laugardalnum. Þar var hins vegar enginn sýnilegur frá meirihlutanum nema valtur borgarstjóri á lánshjóli og hinn kunni hjólakappi, sveitungi minn úr Grafarvoginum og varaborgarfulltrúi Ragnar Sær Ragnarsson.

Þegar ég skráði inn afrek Betri helmingsins að kvöldi miðvikudags, fimmtudags og föstudags leitaði ég að liði meirihlutans en fann hvergi. Ég hélt að ég hefði kannski ruglast eitthvað svo til öryggis lýsti ég eftir meirihlutanum og bað þá sem hefðu séð til þeirra á hjóli að láta mig vita. Engin slík tilkynning hefur enn borist.

Í gær átti ég fund í Umhverfis- og samgönguráði og notaði tækifærið til að komast til botns í þessu dularfulla meirihlutahvarfi. Þá kom í ljós að þeir sem áttu að sjá um að skrá liðið til leiks, halda utan um hópinn og skrá afrek hans höfðu hvor um sig haldið að hinn myndi gera það!

Þannig að kannski er rangt að segja að meirihlutinn hafi guggnað á áskoruninni. Réttara væri að segja að hann hefði glutrað málinu niður. Án þess að maður viti það dettur manni í hug að það hafi kannski ekki verið eining um hver ætti að vera liðsstjórinn, hvað liðið ætti að heita og þess vegna hafi þetta fallið milli skips og bryggju, svo að segja.

Sem betur fer er þetta bara leikur, það væri slæmt ef meirihlutinn stæði svona að öðrum og brýnni málum - ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Var ekki að búast við slíkum töktum frá meirihlutanum? Ég bjóst ekki við öðru.

Úrsúla Jünemann, 14.5.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Hahahahaha...ég dó næstum því úr hlátri þegar ég las þessa færslu.

Eva Kamilla Einarsdóttir, 14.5.2008 kl. 16:37

3 identicon

Já - sjitt hvað þú ert fyndinn. Léttir lundina á fundi leikskólaráðs í dag. -Og ekki veitti af - trúðu mér!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hefur þetta ekki verið skrifað á minnisblað hjá þeim, sem hefur svo tínst.

Víðir Benediktsson, 14.5.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Thetta er pínlegt ! Hló mig máttlausa yfir ekki benda á mig töktunum.

Anna Karlsdóttir, 15.5.2008 kl. 10:10

6 identicon

Ég hélt að meirihlutinn væru á fjallahjólum. A.m.k. fara þau til fjalla þegar Ólafur F kemur fram í sjónvarpi.

p.s. Svanfríður er með í liði varðandi endurlífgun áskrifar á Mbl. eftir 2. júní. Veistu um fleiri? Hugsunin er að senda Ólafi St. þetta í einum pakka. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:08

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Gísli, ég hafði einmitt hugsað mér að endurvekja áskrift mína 2. júní. Er til í að vera með í hópi sem gerir það sama.

Dofri Hermannsson, 15.5.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband