Óvissa með kísilverksmiðju og gömul varnaðarorð

Þessi frétt á Rúv vekur upp gamlar spurningar og efasemdir um ágæti þess að binda 100 MW af orku OR í samningi við nýtt álver í Helguvík og gefa sama aðila forgang að 75 MW í viðbót.

Nú sannast varnaðarorð Samfylkingarinnar um að þetta væri óskynsamleg ráðstöfun. Það hefur aldrei þótt góð búmennska að setja öll eggin í sömu körfuna og varla hafa þeir sem þessu réðu talið að umhverfismat væri bara formsatriði.

Sú samningagleði sem ríkt hefur hjá OR hefur ekki verið í nægilega miklu sambandi við raunveruleikann. OR má víst þakka fyrir að þurfa ekki að uppfylla samning um 200 MW vegna stækkunar álversins í Straumsvík.

Þessi yfirlýsinga- og samningagleði einskorðast þó ekki við OR. Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir samninga um orku fyrir álver í Helguvík sem erfitt er að sjá hvernig fyrirtækið ætlar að uppfylla. Verst er þó að samningar HS ganga svo nærri bjartsýni stjórnarmanna að ekkert rými er til að verða við óskum margra fyrirtækja um orkusamninga upp á 10-50 MW, sbr. ársskýrslu HS 2007.

Helsta von HS og þeirra fyrirtækja á Suðurnesjum sem hefur verið neitað um raforku er að hætt verði við álver í Helguvík. Best væri ef það gerðist sem fyrst svo hægt væri að halda áfram viðræðum við hina ýmsu aðila sem hingað vilja koma með umhverfisvæna starfsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ál er ekki á leið á útsölu svo það má leiða að því góð rök að það sé skynsamlegt að virkja og fjölga álverum hér á landi. 

Það er ekki hægt að fara í virkjunar framkvæmdir án þess tryggja kaupendur fyrst.  HS,OR og Landsvirkjun vita þetta auðvitað.

Að virkja og bíða svo eftir að brauðristum fjölgi eða góðir gæjar sem vilja setja upp netþjóna, eða eitthvað annað fyrir miklu gáfaðra fólk en þarf í álver getur snúist upp í andhverfu sína. 

Fæ stundum á tilfinninguna að ágætlega vel meinandi fólk hafi tapað áttum við það að lesa Draumalandið.

Tryggvi L. Skjaldarson, 21.5.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Og ertu þá í alvöru að meina að netþjónabú eða kísilhreinsunarverksmiðjur séu óáreiðanlegri kaupendur en álver?
Þetta heldur ekki vatni Tryggvi. Staðreyndin er sú að netþjónabúin og kísilhreinsunarstöðvar vilja gera samninga um kaup á rafmagni. Það er bara búið að lofa því öllu í álver! Og meira til.
Held þú hefðir nú ekkert illt af því að lesa Draumalandið.

Dofri Hermannsson, 21.5.2008 kl. 23:52

3 identicon

Það þarf ekki að lesa Draumalandið til að komast að því að það er ekki lögmál (eins og Samfylking og Sjálfstæði virðast halda) að allri nýrri atvinnustarfssemi verði að búa stað á Suðvesturhorninu. Þú gengur út frá því sem vísu Dofri.

Ísland er ennþá eitt land með einni þjóð og virkjunarmöguleikar eru ekki bara á suðvesturhorninu.

Held að þú Dofri hefðir ekkert illt af því að skoða landakort og kort yfir "heit" svæði með gufuafls virkjunar möguleikum.

Kveðjur bestar 

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 05:32

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ég geri ekki upp á milli kaupenda. Þegar rafmagninu var lofað í álver var ekkert netþjónabú (sem reyndar er ekkert sérlega orkufrekt) eða kísilhreinsunarstöð innan seilingar. Getur verið að þú sért haldinn fordómum í garð áliðnaðarins?  Ég hef lesið Draumalandið og varð ekkert illt af því, er ekki viss um að allir geti sagt það sama.

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.5.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband