Undarlegt viðhorf

Þetta er undarlegt viðhorf á niðurstöðu stjórnar OR.

Það hefur legið fyrir lengi að virkjunaráform við Bitru væru vafasöm af umhverfisástæðum, náttúruverndarástæðum og einnig hefur hin ágenga orkustefna orkað tvímælis. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er í samhljóm við þetta.

Það væri ógn við hagsmuni OR, sem ætlar sér að vera í fararbroddi fyrirtækja í heiminum í sjálfbærri nýtingu jarðvarma, að fara gegn áliti sem þessu. Það er ekki nóg að hugsa frá degi til dags, það þarf að horfast í augu við að viljayfirlýsingar út um allar jarðir voru flan og leggja línurnar til lengri tíma.

Þannig eru hagsmunir OR, eigenda fyrirtækisins og almennings - sem jafnframt á tilkall til náttúru landsins - best tryggðir.


mbl.is Fögnuður stjórnarmanna á móti hagsmunum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað hittir Gunni bakari af Akranesi naglann á höfuðið; Orkuveita Reykjavíkur er gengin í fávitabjörg "Draumalandsins" og það er jú svo hipp og kúl!  Eins og ég hef áður sagt, þurfum við hin að umbera þetta ástand í nokkur ár; allt þar til lækkun á lifistandardi er jafnvel farin að hafa áhrif á styrkja- og ölmusukerfi afætanna.  Þá mun enginn kannast við annað en að hafa stutt virkjunaráform alla tíð.  Alveg eins og í Hafnarfirði þar sem varla nokkur maður segist lengur hafa kosið NEI við íbúakosninguna um stækkun álversins.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:45

2 identicon

Hver ákvað að fara í rannsóknir á þessu svæði sem kostað hefur borgarfyrirtækið einn milljarð króna.

Var það ekki R lista flokkarnir eða hvað

andri (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þetta er góð spurning hjá Andra. 1994 eða 5 var samþykkt í stjórn OR að leggja veg inn á svæðið til að auðvelda rannsóknir. Það er upphaf framkvæmda OR á svæðinu. Nú er verið að fara yfir beinar ákvarðanir stjórnarinnar um framhaldið og hvernig það leiddi til þessarar niðurstöðu. Margt bendir til að stjórnarformaður og framkvæmdastjórn hafi ein tekið helstu ákvarðanir í málinu og það ekki komið oft inn á borð stjórnar. Sem er vont.

Dofri Hermannsson, 22.5.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband