Aðalfundur Græna netsins

Á morgun, laugardag, heldur Græna netið, félag áhugafólks í Samfylkingunni og óflokksbundinna um náttúru- og umhverfisvernd, fyrsta aðalfund sinn.

Fundurinn verður á efri hæð Sólon Íslandus og hefst kl. 11.00. Eftir venjuleg aðalfundarstörf, kl. 11.30, hefst málfundur um umhverfismál, Fagra Ísland og Samfylkinguna.

Græna netið hefur fengið góða gesti en auk formanns Græna netsins, Marðar Árnasonar, halda þau Árna Finnsson, formaðu Náttúruverndarsamtaka Íslands og Halla Gunnarsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Alþingi.

Í lok fundar tekur formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, saman niðurstöður og svarar spurningum fundarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband