Einstök tækifæri Íslands

Það er rétt hjá forsætisráðherra að það er engin ástæða til svartsýni þótt tímabundnir erfiðleikar gangi nú yfir. Þá var ræða Kristjáns Þórs Júlíussonar um krepputalið góð áminning. Er það kreppa þegar fólk hefur ekki efni á flatskjá í eldhúsið eins og hún sagði stúlkan sem Kristján Þór vitnaði í?

Auðvitað ekki. Það eru gríðarleg tækifæri framundan fyrir Ísland og kannski kom það best fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar í hverju þau felast.

Eins og sjá má í þessari frétt á visir.is talaði iðnaðarráðherra um hina einstöku möguleika Íslands á að verða sjálfbært orkusamfélag. Að vera tilbúin með fjölorkustöðvar um allt land þegar næsta kynslóð nýorkubíla kemur á almennan markað sem er skammt að bíða.

Það er ánægjulegt að heyra ráðherra tala á þessum nótum en ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar ættum að stefna markvisst að því að skapa hér sjálfbært orkusamfélag. Það er engin draumsýn heldur raunverulegur möguleiki sem getur sparað gríðarlegan gjaldeyri í olíuinnflutningi og skapað Íslandi þekkingarforskot á þessu sviði í heiminum.

Þetta þýðir jafnframt að það þarf að halda aftur af nánast ósjálfráðri skrift orkufyrirtækjanna undir viljayfirlýsingar um orkusölu til orkufrekra fyrirtækja um allar þorpa grundir. Það væri hart ef orkuskortur stoppaði jafn góð áform og að gera Ísland að sjálfbæru orkusamfélagi.


mbl.is Erfiðleikar víkja brátt fyrir betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það er nú bara kreppa auðmannanna að eiga ekki fyrir flatskjá í eldhúsið. Mér þykir afar óábyrgt að fjalla um aðstæður almennings af svo miklum hroka. Ef það er ekki hroki þá er Kristján með eindæmum fáfróður maður um aðstæður margra í landinu. Ég leyfi mér að slá því föstu að hann hafi fengið ræðuna lánaða hjá Pétri Blöndal.

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.5.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Auðvitað er enginn að gera lítið úr aðstæðum þeirra sem hafa minnst handa á milli. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að hér talar hver upp í annan um einhverja kreppu sem engin er. Það er kreppa þegar almenningur líður skort, þegar þorri fólks hefur ekki efni á að veita sér og sínum tækifæri til menntunar. Þær aðstæður eru sem betur fer ekki í sjónmáli á Íslandi. Því er óábyrgt að tala um kreppu þegar í raun er verið að tala um að það er dýrara að veita sér alls kyns lúxus sem við vissulega höfum lang flest verið að gera undanfarin ár. Það er enginn hroki í því fólginn að benda á þetta - þvert á móti.

Dofri Hermannsson, 27.5.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Flatskjár er eitthvað sem ég hef ekki einu sinni látið mig dreyma um að hafa efni á með mitt skítakaup,  nógu erfitt er nú að eiga fyrir mat út mánuðinn. Reiðhjól og strætó ferðamátinn og stundum á tveimur jafnfljótum.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.5.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það er víst verið að gera lítið úr aðstæðum þeirra sem hafa minnst milli handa. Það er verið að ía það því að efnahagsástandið valdi því fyrst og fremst að menn geti ekki leyft sér sama lúxus og áður. Það er hins vegar góður slatti landsmanna sem hefur ekkert séð af þeim lúxus. og er ekki verð á matvöru og bensíni rokið upp úr öllu valdi? Ætli það hafi einungis áhrif á þá sem vilja og hafa getað eytt í lúxus? Það má vel vera að það hafi áhrif á þá EN það hefur líka áhrif á hina, sem hafa ekki náð endum saman og gera það enn síður nú. Þess vegna voru ummælin afar óábyrg og ónærfærin.

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.5.2008 kl. 00:05

5 identicon

Sæll,

  Það er satt hjá Aðalheiði að það er lélegt að gera lítið úr því að það eru hópar í þjóðfélaginu sem hafa það alls ekki nógu gott, og það ekki vegna skorts á lúxusi. Það að blanda saman gegndarlausu lífsgæðakapphlaupi margra í þjóðfélaginu og síðan bágri stöðu jafnvel fólks sem er með þokkaleg laun, en kostnaðarliðirnir eru bara svo skrambi háir og skattar líka að jafnvel 300 þús á mánuði(bara húsnæði, skattur(til fátæka fólksins, réttara sagt skattur frá fátæka fólkinu) og bíll, draga þessa upphæð í 30-60þús eftir aðstæðum!!). Þessi laun duga ekki og með þessi laun er ekki hægt að sækja ölmusuna, sem sem margir gera í formi ýmissa styrkja, í skjóli lágra launa. 

   Ég vona bara að hann Dofri lendi ekki slöngugryfjunni sem hefur lagt svo margan hugsjónamanninn að velli. Þessi pistill hans bendir þó að hann sé á hraðleið þangað.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:28

6 identicon

 Sæll

Kreppa og ekki kreppa . Hefur þú farið út í búð nýlega og keypt í matinn það allra nauðsynlegasta ?FF

asteignagjöldin eru að sliga marga. Ingibjörg Sólrún setti þennan rómaða kúkaskatt á sem var kr. 4000 í upphafi og átti

bara að vera tímabundið og hafið  þið kíkt á seðlana ykkar þessi skattur hefur margfaldast. 

Ég  kynnti mér málin í Danmörku um daginn þar eru 4% vextir af íbúðalánum og engar verðbætur.

Matarverð miklu lærra og launin hærri.  Það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi .

Ég fékk sendan skemmtilgan tölvupóst að allir danir ætli bara að versla bensín við lágvöru bensínstöðvarnar eins og

OB eða Atlansolíu og sniðganga Olís, N1, og Skeljung. Frábær hugmynd hvað myndu Olíurisarnir gera þá.

Aðrar þjóðir láta ekki bjóða sér svona óstjórn eins og ríkir hér.

Guðrún Brynjúlfsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 02:40

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já ég vona nú eins og Jóhannes að ég sé ekki á hraðleið í neinn vondan stað. Held að það sé ekki hægt að segja það neitt skýrara en ég geri í ath. nr. 2. Ég skal samt gera aðra tilraun.

Allt tal um kreppu núna er gengsifelling á hugtakinu kreppa. Þar með er enginn að segja að það sé ekki til fólk sem hefur það virkilega skítt, því miður er það til og því miður allt of margir í þeirri stöðu. En það er ekki út af kreppu. Miklu frekar út af fátæktragildrum og gloppum í velferðarkerfinu sem er allt annað mál.

Á síðustu árum hafa Íslendingar sem þjóð verið á býsna ótæpilegu neyslukennderíi. Það hefur verið auðvelt og ódýrt að taka lán og margir hafa nýtt sér það til að kaupa sér nýja bíla (Land Cruiser hefur verið mest seldi bíllinn undanfarin ár), sumarhús, tjaldvagna, fellihýsi og fara í ferðalög. Viðskiptahallinn hefur slegið nýtt heimsmet á hverju ári og skuldir heimilana hafa aukist jafnt og þétt og eru nú tæplega 300% af árstekjum en voru um 160% fyrir tæpum áratug.

Nú er orðið dýrara að kaupa í matinn og aðrar nauðsynjar og það eru margir sem eiga virkilega erfitt með að ná endum saman þótt þeir leyfi sér engan munað. Það er sérstakt verkefni að lyfta þeim hópi og hægt að gera með því að hækka sérstaklega lægstu launin, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna svo dæmi séu tekin.

Þótt of margir séu í þessum sporum eru hinir samt miklu fleiri sem hafa haft það býsna gott og eiga drýgsta hlutann í neyslu undanfarinna ára. Að ekki sé talað um þá sem hafa haft það virkilega gott en samt lifað um efni fram.

Þegar það svo gerist núna að það verður dýrara að taka lán, dýrara að fylla tankinn á nýja bílnum og dýrara að fara til útlanda þá er það fúlt - en það er ekki kreppa.

Og eins og segir í þessum pistli - og átti reyndar að vera aðalefni hans - eru gríðarleg tækifæri framundan á Íslandi í uppbyggingu og þróun nýrra hugmynda. T.d. í því að verða fyrsta þjóðin í heimi sem er sjálfri sér nóg um alla orku - og notar aðeins græna orku. Svo burt með krepputalið!

Dofri Hermannsson, 28.5.2008 kl. 09:54

8 identicon

Dofri,

  Það er einfaldlega kreppa hjá ákveðnum hópum í samfélaginu. Það verður líklega vonandi aldrei kreppa aftur þar sem fólk sveltur. Hvað er kreppa?  Jú, þegar það kreppir að fólki. Núna í dag er að kreppa að fólki og mjö mikið gagnvart stórum hópum t.d. ungu fólki. Af hverju má ekki tala um hlutina? Það er engin bölmóður í gangi heldur raunsæi. Verðum við ekki að gera ákv. kröfur til Samfylkingarinnar um að hún vindi ofan af ömurlegri stefnu síðustu 1-2 ríkisstjórna? Ingibjörg Sólrún sagði að fólk gerði kröfur og hefði væntingar til Samfylkingarinnar. Mér finnst nú tal eins og "mestu velferðarbætur í sögunni" og afgreiðsla þín á krepputali sem bölmóð bera vott um að Samfylkingin virðist ekki gera miklar kröfur til sjálfs síns.   

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband