Hárbeitt en kurteisleg athugasemd

Á vef Skipulagsstofnunar er hagsmunasamtökunum Samorku svarað með kurteislegri en hárbeittri ábendingu um hlutverk stofnunarinnar. Þar segir m.a. (feitletrun mín):

Það sem hins vegar virðist hafa farið framhjá mörgum sem hafa tjáð sig um málið er að í 24. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005 segir m.a. að Skipulagsstofnun skuli gera grein fyrir helstu forsendum matsins og niðurstöðum stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum. Þetta þýðir með öðrum orðum að Skipulagsstofnun ber í áliti sínu að leggja mat á umhverfisáhrifin.

Samorka og aðrir sem röðu sér í grátkórinn hafa sett niður við þessa kjánalegu árás á Skipulagsstofnun vegna úrskurðarins um Bitruvirkjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dofri. Svar Skipulagsstofnunar virkar kannski „beitt“ eins og þú vitnar í það, en þarna fer stofnunin óvart með rangt mál, beittara er það nú ekki. Eða síðan hvenær er vægast sagt umdeild túlkun á ákvæði í reglugerð framar viðkomandi lögum í þessum landi? Meirihluti umhverfisnefndar Alþingis lagði á sínum tíma lykkju á leið sína í nefndaráliti til að fyrirbyggja að stofnunin túlkaði hlutverk sitt með þeim hætti sem hún samt gerir. Hið sama má segja um athugasemdir frumvarpsins á sínum tíma. Skýr vilji ráðherrans og skýr vilji Alþingis ættu hugsanlega að vega eitthað í þessu sambandi? Svar Samorku við framangreindu svari Skipulagsstofnunar má lesa hér: http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/wa/dp?detail=1000351&id=1000001&wosid=MMNmBCQphLIytYRDswtiIg

Ég nenni nú ekki að kommenta á þessa hugtakanotkun þína (grátkór, kjánaleg árás) en bendi þér á að hlusta á viðtal Spegilsins á RÚV 20. maí sl., við Aðalheiði Jóhannsdóttur, dósent við lagadeild HÍ og sérfræðing í umhverfisrétti. Þar kemur mjög skýrt fram sá skilningur hennar að þarna sé Skipulagsstofnun komin út fyrir hlutverk sitt. Þess má raunar geta að í viðtalinu kemur margítrekað fram að Aðalheiður er mótfallin virkjun við Bitru, en hún er nú samt fullfær um að leggja faglegt mat á lagalegu hliðina og komast að fyrrnefndri niðurstöðu. Margir mættu taka þann hæfileika sér til fyrirmyndar.

Gústaf Adolf Skúlason (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband