Látinn axla pólitíska ábyrgð Vilhjálms og sexmenninganna

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson klúðraði REI málinu upphaflega með því að hafa ekki samráð við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Þegar sexmenningarnir stilltu honum upp við vegg og kröfðust skýringa á hinu og þessu kom reyndar líka í ljós að Vilhjálmur hafði ekki lesið þau minnisblöð sem voru lykilatriði í málinu og ekki tekið eftir því sem rætt var og ákveðið á fundum.

Sexmenningarnir vildu að Vilhjálmur viki til hliðar, þau klöguðu í Geir en ekkert kom út úr því , auk þess voru þau ósammála um hver ætti að taka við leiðtogasætinu svo þau brast kjarkinn til að ganga alla leið. Niðurstaðan var að þau sögðust öll vera vinir, Vilhjálmur væri ótvíræður leiðtogi þeirra en hann hefði hins vegar gleymt að það er andstætt lífsskoðun sjálfstæðismanna að opinbert fyrirtæki standi í áhættusömum framkvæmdum. Þess vegna þyrfti bara að selja REI í einum grænum og þá yrði allt í lagi aftur.

Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að ræða þetta atriði við samstarfsflokkinn, sem ekki reyndist áfjáður í að selja REI eins og þýfi, meirihlutinn slitnaði á þessu atriði og Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin í borginni.

Í tíð 100 daga meirihlutans var REI skýrslan unnin með aðkomu allra flokka og grunnur lagður að farsælli lausn REI málsins. Vilhjálm langaði hins vegar að framlengja pólitískt líf sitt og saman réru hann og Kjartan í Ólafi F. Buðu honum að endingu borgarstjórastólinn, óútfylltan tékka fyrir Laugarvegi 2-4 og Vatnsmýrina fyrir að svíkja Tjarnarkvartettinn svonefnda sem hafði stuðning mikils meirihluta borgarbúa.

Nýr meirihluti sem fékk aðeins stuðning um fjórðungs borgarbúa í veganesti bað um tíma til að sanna sig en er enn með jafn lítinn stuðning tæpum 4 mánuðum síðar. Hefur með öðrum orðum afsannað sig. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er enn eins og höfuðlaus her og getur ekki einu sinni tekið þátt í hjólakeppni af því það er ekki á hreinu hver á að halda utan um verkefnið.

Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hreinsa til, taka hraustlega á þessu öllu saman og horfast í augu við vandann. Niðurstaðan er að láta embættismann - forstjórann sem starfaði í umboði Sjálfstæðisflokksins að stofnun og eflingu REI - axla hina pólitísku ábyrgð fyrir hönd Vilhjálms og sexmenningana.  

Kemur einhvern veginn ekki á óvart.


mbl.is Guðmundur hættir hjá OR og REY
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Sig

Ok, en samt var orðið pínlegt að sjá hana Svandísi sem var með upphrópanirnar á hreinu verða getulausa þegar átti að koma með lausnir.

Við tökum Borgina með vinstri í næstu kosningum, XS.

Pétur Sig, 30.5.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Dofri.

Það er með ólíkindum hvað þið Samfylkingarmenn eru sárir og reiðir yfir hvað Sjálfstæðismönnum og Ólafi F Magnússyni hafa tekist vel upp í sinni skipulagningu sem er af hinu góða. Hins vegar lætur þú eins og lítill drengur sem hefur ekki þroska að takast á við vandan.

Varandi Vilhjálm Þ Vilhjálmsson hann mun verða næsti borgarstjóri. Enn þú ert að bera rangar sakir upp á hann, sem er ekki sæmandi þér né öðrum sem eiga hlut að máli.

Ég veit ekki til þess að borgarfulltrúar hafa stillt Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni upp við veg. Þetta er rangar sakir sem þú berð upp eins og annað sem kemur frá þér.

Að lokum Dofri. Ég bloggaði um stöðu mála deginum áður enn Guðmundur var látin taka pokann sinn. Ég er hjartanlega sammála Kjartani að láta hann fara og fleiri mættu taka pokann sinn. það er ekki hægt að hafa starfsmenn sem eru í öðrum hugleiðingum. Þess vegna var ákvörðun rétt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband