Náttúrulega!

Það er ekkert skrýtið að konur hafi fjölmennt í Grófarhúsið í dag. Reyndar held ég að konur séu iðulega í miklum meirihluta á listviðburðum hvort sem um er að ræða myndlist, leiklist, dans eða tónlist. Konur virðast hafa næmari tilfinningu fyrir og kunna betur að meta það fagra í lífinu.

Þannig er maður ekkert hissa á því að konur skuli vera í meirihluta í hópi umhverfis- og náttúruverndarsinna. Þetta sést glöggt í öllum skoðanakönnunum um afstöðu til hinna ýmsu deilumála á þessu sviði.

Konur kunna að meta list, konur kunna að meta Viggó og konur kunna að meta náttúruna.
Viggó hefur líka sans fyrir hinu fagra í lífinu - þótt hann sé ekki kona - og þess vegna ákvað hann að allur ágóði af sýningunni rynni til Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Takk fyrir það Viggó!


mbl.is Mikill áhugi á myndum Viggo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Kvitt kvitt og takk fyrir skemmtilegt blogg

Sigurbjörg Guðleif, 31.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband