Hyggjuvit í fjárfestingum

Það hefur lengi verið ljóst að heimurinn er að leita leiða til að draga úr losun CO2. Flestar þróuð lönd eru þegar búin að setja reglur og lög sem gera það hagkvæmara að ferðast á vistvænan hátt, m.a. með því að efla almenningssamgöngur, hætta að hygla einkabílnum með umferðarslaufum og ókeypis bílastæðum og með sköttum á bíla og eldsneyti.

Öllum Íslendingum sem hafa keypt sér bíla á síðustu 2-3 árum hefur mátt vera ljóst að hlýnun andrúmslofts er ekkert prívat mál útlendinga. Að lokum, þótt seint sé, hlýtur Ísland að feta í slóð annarra ábyrgra þjóða og setja sams konar leikreglur á Íslandi.

Þessu hafa sem betur fer margir gert sér grein fyrir og hafa af hyggjuviti sínu fjárfest í mátulega stórum og sparneytnum bílum. Margir virðast hins vegar hafa farið á mis við þessar mikilvægu markaðsupplýsingar (aðgerðir gegn CO2 losun og hlýnun andrúmslofts á jörðinni) og hafa því illu heilli fjárfest fyrir 10-20 milljónir í 3-4 tonna jeppum til að snatta á innanbæjar.

Það er skiljanlegt að þeir sem hafa fjárfest á þennan hátt séu miður sín. Það er hins vegar ekkert við því að gera. Það er beygja á veginum framundan til vistvænni leiða í samgöngum og þeir sem ekki taka þessa beygju lenda útaf veginum. Þetta er engin blindbeygja heldur löngu fyrirséð.


mbl.is Bensínhákar óseljanlegir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Dofri

Ertu nú ekki dálítið öfgakenndur þarna. Mjög stór hluti af jeppaeigninni eru jeppar á bilinu 3-5 milljónir, sem brenna díesel, sem er vistvænna en bensín, og eyða auk þess ekki jafn mikið  og bensínbíll. Væri nú ekki miklu skynsamlegra að lækka álögur á díesel og hvetja til notkunar á því. Auk þess sem þú gleymir kannski svolítið að velta fyrir þér staðsetningu landsins, og þessu hvíta sem kemur oft niður úr himninum á veturnar og kallast snjór. Þeir sem búa á snjóþyngstu svæðunum á landinu hreyfa sig ekki mikið á smábílum sem notaðir í borgum, þar sem vegir eru ruddir daglega. Datt í hug að kasta þessu aðeins inn í umræðuna.

Hannes Friðriksson , 3.6.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er öllum ljóst að íslendingar geta lagt sitt að mörkum við að draga úr gróðurhúsalofttegundum, t.d. með því að virkja frekar og byggja hér upp stóriðju sem mengar minna en sambærilegur iðnaður í öðrum löndum.   Þetta var viðurkennt í verki af þjóðum heims þegar íslenska ákvæðið var sett inn í Kyoto bókunina.    Hversvegna að vera með þessa vandlætingu en vera svo ekki tilbúin að taka á þar sem við virkilega getum orðið að liði?

G. Valdimar Valdemarsson, 3.6.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað er þessi jeppadella okkar komin út í algjörar öfgar og ekki í neinu samræmi við þarfir. Venjulega er einn maður í þessum jálkum í innanbæjarsnatti. 3 tonn af stáli með orkueyðslu milli 16- 25 l/100 km.  Veðurfar gefur ekkert tilefni til svona háttsemi.

Ég var í Montreal í Kanada í sl. viku og virti fyrir mér bílaflotann þeirra. Athygli vakti að  jeppar og þessir ofurpallbílar voru varla sjáanlegir auk þess sem bílaumferð er miklum mun minni en hér á landi . Fremur litlir fólksbílar eru í miklum meirihluta. Lítil bifhjól eru mjög algeng.

Montrealbúar búa við mjög harða vetur , frost á bilinu -30-35 °C og mikinn snjó. Á sl. vetri var algeng snjóþykkt um 4 metrar.

Einkennandi var sú mikla hjólreiðamenning sem þarna ríkir og eru hjólreiðar mjög almennar meðal allra stétta.  Um 300 km af mjög góðum hjólreiðagötum hafa verið lagðar um borgina. Hjólreiðar njóta mikillar virðingar sem ferðamáti.  Almenningssamgöngur eru frábærar og þar ber hæst Metro- neðanjarðarlestarkerfið sem síðan er tengt öflugu strætókerfi útfrá lestarstöðvunum.

Afar lítil bílaumferð er þarna um miðbæjinn og mengun þvi vart merkjanleg .  Fólk gengur mikið þarna og er það vel sjánlegt á líkamlegu ásigkomulagi þess- fita vart merkjanleg - svona á heildina litið.

Það er orðið fyllilegar tímabært að snúa ofanaf þessari ofur einkabílanotkun og yfirstærðum ökutækja sem hér er.  Stórauka verður hjólreiðagötur og almennar göngugötur . Almenningssamgöngur verður að gera stórum hagkvæmari en notkun einkabíls. Setja í gang stórhuga stefnu í byggingu lestarkerfa.  Geta má þess að þessar miklu og góðu almenningssamgöngur Montrealborgar voru stefnumarkaðar og framkvæmdar í tíð eins borgarstjóra þar . Hér eru svoleiðis embætti í hreinu rugli hjá okkur.

Þetta eru svona orð í umræðuna. 

Sævar Helgason, 3.6.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband