Mikilvæg tilnefning

Þessi tilnefning Marorku til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2008 er mikilvæg í mörgum skilningi. Eins og allir vita er olíunotkun fiski- og farskipaflotans gríðarleg en til að veiða kíló af fiski með hefðbundnum togveiðum þarf hátt í lítra af olíu.

Olíusparnaður er því gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútvegsfyrirtæki nú þegar olíuverð teygir sig upp í sögulegar hæðir og engar líkur á að það lækki á næstu árum. Þá skiptir olíusparnaður miklu máli í baráttunni gegn losun kolsýrings en sem dæmi má nefna að um þriðjungur heildarlosunar Íslands, að stóriðju meðtalinni, er að völdum sjávarútvegs.

Í þriðja lagi skiptir gott gengi hátæknifyrirtæksins Marorku miklu máli fyrir vöxt og viðgang hátæknigeirans í heild. Það er mikilvægt að hér skapist góð skilyrði fyrir sprotafyrirtæki í hátækni- og þekkingariðnaði. Í slíkum fyrirtækjum fer fram þróun á alls kyns vörum og þjónustu en eins og marg oft hefur verið bent á er þróunarparturinn verðmætasti hluti ferilsins í þróun og framleiðslu vöru og þjónustu.

Hátækni- og þekkingariðnaður krefst vel menntaðs vinnuafls og þjóðir með hátt menntastig standa betur að vígi í samkeppni þjóða en þær sem hafa lágt menntastig. Heimsvæðingin veldur því að hagstæðara er að framleiða margar vörur austur í Asíu en hér. Vesturlönd standa hins vegar sterk í samkeppninni um þróunina - en aðeins þau lönd sem búa vel að hátækni- og þekkingariðnaði sínum. Það þurfum við að gera.


mbl.is Marorka tilnefnd til umhverfisverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Heimsvæðingin í því formi sem hún hefur þróast undanfarinn rúman áratug getur breyst  mjög hratt ,svo að hver hverfi til sína heima og hver búi að sínu. 

Stórhækkað orkuverð  til næstu ára eða áratuga kemur væntanlega til með að breyta öllum framleiðsluháttum og viðskiptum landa í milli. 

Það er t.d hæpið að ferskur fiskur t.d verði fluttur frá Vesturlöndum til Kína til fullvinnslu og síðan á markað í Evrópu ,svo dæmi sé tekið.

Í farþegafluginu er þegar farið að henda út öllum tækjum og tólum sem ekki er bráðanausyn á að séu um borð- vatn sem notað er á salerni - hver skammtur hefur verið stórminnkaður -allt til að spara hina dýru orku- það síðasta er að hækka fargjöldin ,því þá hætta farþegar að mæta til flugs...

Fiskveiðar okkar koma væntalega til með að gjörbreytast- togveiðar verða óarðbærar en línu og netaveiðar stóraukast og gömlu sjávarbyggiðrnar öðlast nýtt líf...

Það er t.d farið að bera á skorti á ákveðnum matvælum víða í Evrópu vegna þess hversu dýrt er orðið að flytja vöruna um lengri veg..svona má lengi telja... 

Sævar Helgason, 12.6.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já þú segir nokkuð Sævar. Ég hef reyndar lengi talið að af umhverfisástæðum verði bráðum eitthvað gert í að hamla ferðalagi hluta af öllu mögulegu tagi fram og aftur um hnöttinn. Kannski verður því sjálfhætt vegna orkukostnaðar. Ég held samt að það breyti ekki því að Asía verður enn með vinninginn í verksmiðjuframleiðslu á ýmiss konar glingri.

Dofri Hermannsson, 12.6.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: haraldurhar

   Dofri það verður að ætlast til þess af þér að þú farir með staðreyndir ekki síst í ljósi þess að þú er talsmaður Samf. í umhverfismálum.  Olíunotkun á veitt kg. í botntroll, er ca. 250 til 350 gr.   Öll nýsköpun og svo maður tali nú ekki um framleiðslu  hefur verið markvisst útrýmt hér á landi með okurvöxtum, og kolrangri gengisskráningu, og ekki trúi ég þú efist upp að ekki hafi setið menn með hátt menntunarstig er hafa farið með stjórn peningamála undanfarinn ár, og eru nánast að koma hér öllu á hausinn.

haraldurhar, 13.6.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Haraldur. Skv. upplýsingum frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þarf að meðaltali um 0,65 l af olíu á hvert kíló af fiski í togveiðum. Þetta er eflaust eitthvað mismunandi eftir því hvað er verið að veiða.

Dofri Hermannsson, 13.6.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband