Góð grein hjá Björk

Mér fannst greinin hennar Bjarkar reglulega góð. Það var í henni hvetjandi hljómur, einkum í kaflanum þar sem hún var að biðja okkur að selja okkur ekki ódýrt og hafa trú á að við getum gert góða hluti sjálf.

Því miður tröllríða nú Árnar af ýmsu tagi og meðreiðarsveinar eins og Jón Gunnarsson um allar grundir með heimsendaspár og svartagallsraus. Við eigum ekki að leggja eyrun við því heldur hafa ögn meiri trú á okkur sjálfum en svo að það verði að virkja hverja einustu sprænu og hver til að selja á tombóluverði.

Björk hefur sýnt og sannað hvað er hægt að gera með því að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera. Hlustum á hana.


mbl.is Barnalegt að hækka koltvísýringslosun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Frábær grein og snilldarlega skrifuð! Sammála þér!!

Himmalingur, 16.6.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Grein Bjarkar er eins og hún.Í mínum huga hefði hvaða stjörnuleikkona eða leikari í L.A. getað skrifað þessa grein.Hún hefur ekkert með íslensan raunveruleika að gera.Björk sjálf hefur ekki komið að eða unnið að neinum atvinnurekstri á landsbyggðinni.Hún er eins og barn sem gaman er að sjá leika sér.Því miður heldur leikaragangurinn áfram innan Samfylkingarinnar með örlog fólksins í landinu.En þetta er að breytast.Sveitastjórnir utan höfuðborgarsvæðisins eru að vakna til lífsins og þó fyrr hefði verið og munu ekki láta stórstjörnur sem hafa fengið frægð út á það að vera eins og barn og semja barnslega einlæga tónlist kúga sig með aðstoð manna sem trúa á náttúru Íslands eins og Guð, og finnst eðli legt að fólk svelti þess vegna.

Sigurgeir Jónsson, 16.6.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég legg til að Dofri Hermannsson, Björk Gðmundsdóttir og Kristinn Pétursson slái saman í púkk við að koma upp atvinnurkstri á Bakkafirði.Þau gefa sig út fyrir að vita hvað á að gera.Þau spjari sig sjálf og fái engan ríkisstyrk.Kristinn er raunhæfari en hin tvö þegar kemur að náttúrunni og hefur reynslu af atvinnurekstri á landsbyggðinni sem ætti eitthvað að geta hjálpað.

Sigurgeir Jónsson, 16.6.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband