Svipað henti unglegan borgarfulltrúa í Seattle

Það er full alvara á bak við framkvæmd áfengislöggjafarinnar í Bandaríkjunum. Þegar Umhverfisráð fór til Seattle í fyrravor þurfti einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ítrekað að sýna skilríki sín áður en honum var hleypt inn á staði, að ekki sé minnst á það þegar hann pantaði sér drykk.

Þarna fór saman ábyrgðarkennd veitingafólksins vestra gagnvart "minors" og unglegt útlit borgarfulltrúans. Við sem eldri erum (og lítum út fyrir það!) glottum út í bæði;-)


mbl.is Of ung til að kaupa grillsósu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af þessu verður sú ályktun dregin að Gisli Marteinn hafi ítrekað farið inn á vínveitingastaði í ferðinni og að Dofri Hermannsson hafi jafnan verið með í för. Annars væri um dylgjur að ræða, ekki satt?

Það er ánægjulegt að vita að kjörnir fulltrúar borgarinnar skuli ná að sletta úr klaufunum á erlendum öldurhúsum á kostnað skattgreiðenda.

Karl (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Furðulegur málflutningur hjá Karli.  Mega stjórnmálamenn ekki fá sér að borða eða slaka aðeins á þegar þeir eru í vinnuferðum erlendis?  Ég blæs á svona bull.

Snorri Örn Arnaldsson, 19.6.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ef ekki væri fyrir menn eins og Karl, þá væri aldei skítkast, dylgjur, aðdróttanir og leiðindi.  Og þá væri ekkert gaman hjá femínistum og þeirra karlkyns líkum.

Kv. Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 19.6.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Mér finnst nú undarleg athugasemd hjá Tómasi Erni að kalla það níð þegar maður segir frá samstarfsfólki sínu sem er svo unglegt að það er spurt um skilríki þótt það sé komið vel yfir þrítugt. Ég veit ekki með Tómas Örn en sjálfur væri ég til í að búa yfir slíkum æskuljóma.

Dofri Hermannsson, 20.6.2008 kl. 00:27

5 identicon

Ég þótti alltaf fullorðinslegur og fólk hefur ansi lengi giskað á að ég væri fimm árum eldri en ég er. Það var fínt á unglingsárunum en þetta er hætt að vera sniðugt, komin vel inná fertugsaldurinn og fólk giskar á að ég sé á fimmtugsaldri!  Nei, þá held ég að það sé betra að vera eins og Gísli Marteinn

Baddi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:25

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er unglegur og þar sem ég drekk ekki, þá er þetta lítið vandamál :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.6.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband