Stórmerkur áfangi

Það hefur margt verið rætt og ritað um djúpborun á síðustu árum en raunverulegt fjármagn hefur vantað til að þróa tæknina. Þetta er stór áfangi í þá átt og merkilegur fyrir margar sakir.

Fram til þessa hefur djúpborun ekki verið sýnd sú athygli sem henni ber af því orkufyrirtæki hafa haft tiltölulega óheftan aðgang að öllum þeim orkusvæðum sem þau hafa talið nýtanleg, hvort heldur um er að ræða fyrir vatnsafl eða gufuafl.

Nú er það breytt en eitt af fyrstu verkum núverandi iðnaðarráðherra var að synja öllum umsóknum um rannsóknarleyfi á meðan unnið er að rammaáætlun um vernd og aðra nýtingu náttúrusvæða. Dæmi um svæði þar sem sótt hafði verið um slík leyfi eru Brennisteinsfjöll, Torfajökulssvæðið og Kerlingafjöll. Þetta gerði ráðherra í anda þess meginmarkmiðs Fagra Íslands að á meðan unnið er að rammaáætlun eigi ekki að gefa út leyfi á fleiri óröskuðum svæðum.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun er annað tákn um að sú gósentíð orkufyrirækjanna þegar þau gátu óhindrað valsað um heiðar og dali með bora sína og stíflugerð er liðinn. Aukin meðvitund almennings og auknar áherslur stjórnvalda á verndun náttúru og umhverfisgæða þrengir að starfsemi þessara fyrirtækja og nú bregðast þau hárrétt við. Þau leita niður á við.

Það eru góð tíðindi og þótt það taki 5, 10 eða 15 ár að ná tökum á þessari tækni er sá tími fljótur að líða auk þess sem okkur liggur ekkert á.

Þannig tel ég að líkt og með Ölkelduháls/Bitru verði Krýsuvíkursvæðið talið of verðmætt sem útivistarsvæði og aðdráttarafl fyrir ferðamenn til að þar verði talið verjandi að ráðast í virkjanir í stórum stíl. Fyrri ríkisstjórn hafði veitt leyfi til rannsóknarborana í Austurengjum, Sandfelli, Seltúni og Trölladyngju.

Aðeins hefur verið borað í Trölladyngju en sú hola olli miklum vonbrigðum. Aðfarir og frágangur Hitaveitu Suðurnesja hefur í Trölladyngju hefur líka valdið miklum vonbrigðum, jafnvel þótt væntingar hafi ekki verið miklar. 

Að mínu mati er engin ástæða til að vaða með þessum hætti yfir fleiri verðmæt náttúrusvæði eins og Krýsuvíkursvæðið. Við eigum að bíða og sjá hvað kemur út úr þessari leit djúpt niður í jörðina. Það er ábyrgt gagnvart umhverfinu og þeim sem á eftir okkur koma.

Það verður spennandi að sjá hverju fram vindur.


mbl.is 3,5 milljarðar í djúpborun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband