Nýja peningamálastefnan?

Auðvitað fagna ég þessari lækkun vaxta hjá Íbúðalánasjóði. Þetta er bara dálítið kúnstugt.

Á Svörtuloftum situr sá sem ber meginábirgð á efnahagsástandinu eftir 16 ára setu í ríkisstjórn. Hann var forsætisráðherra þegar núverandi peningamálastefnu var komið á og reynir nú árangurslaust að berja þjóðina til hlýðni með stýrivöxtum sem ítalska mafían telur yfir skynsamlegum mörkum.

Á sama tíma lækkar Íbúðalánasjóður vexti á lánum sínum. Væntanlega með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Er ekki kominn tími til að aflétta friðun á Davíð og peningamálastefnunni?


mbl.is Íbúðalánasjóður lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er alveg rétt að ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni. Þessi ákvörðun er merkilegt skref hjá henni.  Ég tek undir með Dofra að hækkun stýrivaxta er úrræði sem virkaði áður fyrr, en virðist ekki duga nú.  Það þarf að finna önnur ráð.

Það er athyglisvert að fylgjast með málefnalegri stjórnarandstöðu þessa dagana.  Þaðan heyrist ekkert nema það að hún, eins og þjóðin öll,  reiðir sig á að Samfylkingin leysi málin. 

Jón Halldór Guðmundsson, 23.6.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ósköp ertu orðljótur Viðar! Finnst þér ekkert ljótt að tala svona til "landa" þinna?

Dofri Hermannsson, 24.6.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband