26.6.2008 | 19:57
Viljayfirlýsing um hvað?
Það hefur ekki komið skýrt fram nema í fréttum Rúv hvað ríkisstjórnin er að leggja til málanna í þessari viljayfirlýsingu - að stuðla að bættum samgöngum milli Húsavíkur og Akureyrar. Nokkuð sem ríkur vilji er til að gera hvort sem er - enda hefur Samfylkingin sett fram þau sjónarmið að eina alvöru byggðastefnan er að bæta fjarskipti, samgöngur og aðgang að menntun.
Framlenging á þessu samkomulagi virðist því hafa harla litla þýðingu aðra en að þessir aðilar fái að halda áfram að kanna möguleikana á að reisa álver á Bakka með orku úr þeim jarðhitasvæðum sem búið var að gefa leyfi til rannsókna á.
Það sem gleymist oftast í þessari umræðu eru losunarheimildirnar. Fram til 2012 er aðeins rými fyrir eitt lítið álver (hálfver) í viðbót og allt bendir til að það rísi í Helguvík (eins óþarft og það nú er). Ríkisstjórn Íslands stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem getur aðeins þýtt að eftir 2012 verði heimildir stóriðju til losunar minni en núna. Að auki mun þurfa að greiða markaðsverð fyrir þær.
Það sem mér er fyrirmunað að skilja er þetta: Ef þær losunarheimildir sem við höfum núna duga tæpast fyrir fjögur álver hvernig eiga þá minni losunarheimildir að duga fyrir fimm álver? Ég get ekki séð að það sé yfir höfuð pláss fyrir álver á Bakka - og finndist það langtum sniðugra fyrir Þingeyinga að reyna að laða til sín annan iðnað s.s. kísilhreinsunarstöðina sem nú er að hrökklast frá Þorlákshöfn af því orkufrekjan í Helguvíkurálverinu er svo yfirgengileg.
Það væri gaman að fá upplýsta umræðu um þetta - ekki síst frá álfyrirtækjunum. Hvernig sjá þau fyrir sér rekstur sinn þegar þau þurfa að borga hátt verð fyrir losunarheimildir sem þar að auki eru ekki nægilega miklar fyrir þau öll?
Viljayfirlýsing framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Sæll, Dofri,. Hvað með ferðarmannaiðnaði sem losar 4.2 milljónir tonna verðlagning verður á bilinu 20 til 60 € segjum 30€
30* 4.2 * 128 = 161.280 milljarðar króna, EB legur til að CO2 verði skattlagðir árin 2012 eða 2014.
Kv Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 26.6.2008 kl. 20:29
Útflutningur á fersku vatni er stórkostlegt tækifæri og ótrúlega lítill gaumur gefinn af stjórnvöldum. Það er þó deginum ljósara að eftirspurn er gífurleg og hátt verð sem fer að líkindum ört hækkandi.
"Næsta heimsstyrjöld mun snúast um aðgang að hreinu vatni!"
Vandinn er þó löng flutningsleið til kaupenda með tilheyrandi losun koltvísýrings.
Árni Gunnarsson, 26.6.2008 kl. 20:49
Jón Ólafsson kenndur við Skífuna er að byggja stóra átöppunarverksmiðju í nágrenni Þorlákshafnar . Það vatn fer á Bandaríkjamarkað í umboði mjög stórs söluaðila.
Og í Hafnarfirði eru í gangi viðræður við Saudi Arabíu um uppsetningu á átöppunarverksmiðju sem myndi nýta vatnið sem gnótt er af í nágrenni Kaldár- þetta er spennandi verkefni.
Möguleikar okkar varðandi freskt vatn til útflutnings eru mjög miklir.
Eftir því sem hreinleikaímynd okkar er sterkari- því meiri verðmæti.
Sævar Helgason, 26.6.2008 kl. 21:01
Þessi undirritun hefur auðvitað heilmikla þýðingu. Fyrir kosningar lagði Samfylkingin fram stefnu í umhverfis, virkjana og stóriðjumálum sem kölluð var Fagra Ísland. Með þessari yfirlýsingu um stuðning við álver á Bakka tekur Iðnaðarráðherra af allan vafa um að ekki verður staðið við þessa stefnu. Ekki síst í ljósi þess að umhverfisráðherra né nokkur þingmanna flokksins gerði athugasemd við þessa afstöðu Össurar, ef marka má frétt um málið á ruv.is.
Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:35
"Útflutningur á fersku vatni er stórkostlegt tækifæri og ótrúlega lítill gaumur gefinn af stjórnvöldum. Það er þó deginum ljósara að eftirspurn er gífurleg og hátt verð sem fer að líkindum ört hækkandi.
"Næsta heimsstyrjöld mun snúast um aðgang að hreinu vatni!""
"Jón Ólafsson kenndur við Skífuna er að byggja stóra átöppunarverksmiðju í nágrenni Þorlákshafnar . Það vatn fer á Bandaríkjamarkað í umboði mjög stórs söluaðila.
Og í Hafnarfirði eru í gangi viðræður við Saudi Arabíu um uppsetningu á átöppunarverksmiðju sem myndi nýta vatnið sem gnótt er af í nágrenni Kaldár- þetta er spennandi verkefni.
Möguleikar okkar varðandi freskt vatn til útflutnings eru mjög miklir.
Eftir því sem hreinleikaímynd okkar er sterkari- því meiri verðmæti."
Nú þykir undirritum mál til komið að beita breiðu spjótunum og hætta allri tæpitungu.
Hjá þorra almennings meðal þeirra þjóða sem helst hafa ráð hafa á að kaupa vatn í plastflöskum (V-Evrópu, Japan, BNA), ríkir enginn skortur á aðgengilegu, heilnæmu og nærtækari drykkjarvatni úr EIGIN KRÖNUM. Þeim þjóðum væri nær að drekka eigin kranavatn og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Með ofangreindum yfirlýsingum verður mér, hnattrænt þenkjandi og sönnum umhverfissinna, flökurt yfir heimskunni, skammsýninni, hræsninni, ímyndartengdum spunanum, yfirborðsmennskunni og gagnrýnisleysinu sem heltekur alla íslenska umhverfisverndarumræðu. Hættið þessari dellu og hættið að nota asklok ykkar fyrir upphiminn.
Að tappa íslensku bergvatni vatni á plastflöskur, flytja þær flöskur um langan veg til þjóða sem ráð og tök hafa á að kaupa heilnæmt vatn gegnum eigin vatnsveitukerfi! Þessi framleiðsla og flutningur átappaðs vatns í plastflöskum mengar í leiðinni lofthjúp jarðar með enn frekari losun gróðurhúsalofttegunda, einkum með þungaflutningum, knúnar jarðefnaeldsneyti um langan veg!
Eyðimerkurbúarnir Sádi-Arabar, sem sjálfsagt eiga í vandræðum með slíka öflun fersks drykkjarvatns úr eigin grunnvatni, myndu gera framtíð jarðarbúa og lífríkis jarðar meiri greiða með því að "sækja vatnið EKKI yfir lækinn" t.a.m. m.þ.a. kaupa vatn sitt frá Austur-Afríku, Indlandsskaga eða Tyrklandi í stórum vatnsflutningsskipum, fremur en að færa sama gæðavatn um langan veg, úr Hafnarfirði eða Ölfusi til Ríad eða Mekku.
Þetta er hreint HEIMSHNEYKSLI. Svei þeim vörslumönnum helgra staða múslima. Og svei ykkur líka sem látið blekkjast af fagurgala þeirra umhverfisglæpamanna og ímyndarsmiða sem markaðssetja átappað vatn í flöskum, í nafni "hreinnar ímyndar". Gerið ykkur ekki grein fyrir að á alþjóðavettvangi hefur Ísland ENGA ímynd? "Íslenska álið" hefur ekki heilnæmari eða hreinni ímynd á alþjóðavettvangi en Gvendarbrunna- eða Ölfusvatnið. Þið skuluð því hætta að lifa í eigin sýndarveruleika.
Vésteinn (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 01:11
Sælir, Félagar Breskar og Ástralskar rannsóknir sýna fram á að átöppunarverksmiðja eins og í Þorlákshöfn i þeim rannsóknum og mælingum á umhverfis þættinum er 1lítir vatns með sama gildi og ekin sé 1km sem gerir um 300- 400 þúsund tonn af CO2. hér er átt við allan ferillin.
Sem jafngildir 200- 250 þúsund tonna álveri.
Sveinn Elías þú verður að leita þér læknishjálpar.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 27.6.2008 kl. 01:21
Og á morgun streymir fólkið á mikla tónlistarhátíð og baráttumögnun- Sigurrós og Björk verða með flutning sinna verka - sem eru skráð ofarlega á mælikvarða heimsins.
Góða skemmtun og hugvekju.
Sævar Helgason, 27.6.2008 kl. 09:43
Bein útsending verður á vef National Geographic frá tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar á morgun-- það er öll heimsbyggðin undir
Sævar Helgason, 27.6.2008 kl. 16:16
Dofri - ertu að segja að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin séu að ,,plata" Húsvíkinga, með því að framlengja títtnefnda viljayfirlýsingu? Stjórnvöld gefi þeim leyfi til þess að halda áfram að kanna möguleika á því að reisa álver - sem hvort eð er muni aldrei rísa?
Er þá ekki verið að fara illa með fjármuni sveitarfélagsins í þessar kannanir sem þeir gera af heilum hug?
Mun Iðnaðarráðherra gefa út viljayfirlýsingar um vegagerð og samgöngubætur annars staðar á landinu? - Vegabætur sem hvort eð er verður farið í fyrr en seinna?
Mín persónulega skoðun er sú að taka beri mark á þeirri rammaáætlun sem búið er að gera um virkjanir vatnsfalla hér á landi - og beðið verði með virkjanaáform jarðvarma, þar til búið er að gera náttúruverndaráætlun.
Mér finnst skrif þín ógætileg
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:06
Telur þú virkilega Alma, að sveitarfélagið sé að setja einhverja fjármuni í kannanir þessar????
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.