Hvar er réttlæting afnotagjaldanna?

Þrátt fyrir góðan vilja verður æ erfiðara að koma auga á réttlætingu afnotagjalda RÚV.

Hvernig stendur á því að RÚV ohf þarf að auglýsa áfengi í poppþáttum og "hollt og brakandi Honeynut Cheerios" í barnatímanum til að halda úti starfsemi sinni? Meira að segja áramótaskaupið hefur ekki fengið að vera í friði fyrir auglýsingum.

Og hvar er svo metnaðarfyllsta íslenska leikna sjónvarpsefnið? Ekki á RÚV ohf.


mbl.is Kvartað undan bjórauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála, þessar auglýsingar inni í dagskrárefni eru með öllu óþolandi. Og það versta er að þessu er troðið inn á mann með nauðungaráskrift (sumir segja nauðgunaráskrift) til að útvarpsstjóri og hans nánustu geti verið á nógu dýrum flottræfilsbílum. Einnig er ótrúlegt að bíóeigendur skuli geta selt manni inn í bíó á okurverði og síðan selt auglýsendum inn á borgandi gesti með auglýsingaflóðinu í fyrstu 10-15 mín af auglýstum sýningatíma mynda. Þetta þarf að banna þannig að þeir sem vilja sitja undir auglýsingum í bíó geti bara mætt fyrr og horft á ógeðið en þeir sem borga sig inn til að sjá mynd sem auglýst á ákveðnum tíma eiga kröfu á því að myndin sjálf byrji á réttum tíma. Þetta hlýtur að stangast á við ákvæði um villandi auglýsingar.

corvus corax, 30.6.2008 kl. 10:00

2 identicon

Nú hafa fallið dómar um áfengisauglýsingar sem segja að slíkar auglýsingar séu brot á lögum. Áskriftin fer því einnig í sektargreiðslur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Gunna, Dagný og Erna

Alveg er ég innilega sammála ykkur. T.d eitt ég hafði aldrei farið með börnin mín á Mc. Donalds,  þegar börnin mín voru nógu gömul til að vekja auglýsingum í sjónvarpi athyggli og fara í bíó þá var endalaust talað um að hamborgarana og dótið sem fylgirMc. Donalds máltíð. Það er svo mikill glamúr með þessum auglýsingum og allt flýgur um loftið og er svo hrikalega spennandi, fyrir 4 mánuðum síðan fór ég með þau að borða á Mc.Donalds og þegar þau fengu dótið í hendurnar þá er þetta ekki svo flott dót gerir ekkert af því sem það gerði í auglýsingunni.

Gunna, Dagný og Erna, 30.6.2008 kl. 10:42

4 identicon

Ég átta mig ekki alveg á öllu þessu RÚV hatri.

Fólk er á móti afnotagjöldum og vilja þau frjáls. Auðvitað, það vill enginn borga. Það er bara beisik hlutur. Sjónvörp mættu líka alveg lækka í verði, tollar á kavíar og það væri líka geggjað að það væri frítt í bíó.

En mér finnst alveg meika sens ef maður horfir á fjármála hliðina. Væntanlega þarf RÚV að greiða mun meira fyrir þættina sem þeir sýna þar sem þeir eru með mun fleiri fasta áskrifendur og stór miðill borgar væntanlega meira en lítill miðill. Er það eitthvað sem er óeðlilegt? Það er nottla fólk frá Vopnafirði sem er með RÚV til sín, og einn klárlega mest overlooked hlutur sem ég horfði á í fyrsta skipti og reyndi að skilja hvað væri í gangi. . .Táknmálsfréttir.

EM var líka klárlega vel metið.

Ef hinsvegar það á að reka RÚV á markaðslegum forsendum, þá verðum við að horfa að þá verða þau háðari auglýsingatekjum, á meðan núna eru þau meira að styðja við framleiðslu á auglýsingum, (eru með stórt markaðsvæði sem fólk vill auglýsa hjá, er ekki fínt að skattleggja það?).  Það má ekki gleyma því að auglýsingar eru líka atvinnugrein, sem ég tel nokkuð víst að leikarar og aðrir sjái sem ágæta búbót. (Og miðað við hvað margir eru á móti afnotagjöldum, í það minnsta háværir, þá ættu tekjur RÚV að dragast saman)

Ekki það að ég bestur eða mestur í þessum efnum, en ég tel að það sé frekar stórt batterí að RÚV sé stórt batterí til að halda utan um.

Hinsvegar getur verið að það séu pólitískar skoðanir á bakvið það hverni RÚV sé "Rönnað" og spilling er aldrei af hinu góða, og alltaf erfitt þegar fólk kemst í áhrifastöðu að það nýti sér þær til eigin framdráttar.  En ég sé ekki hvernig hlutleysi eða spilling sé ekki tvíeggjasverð sem gengur í báðar áttir.

Ég skal alveg taka að mér dagskrárgerð og stjórna RÚV. Verð með mjög mikið af BBC myndum og independent heimildarmyndum (sem reyndar RÚV eru búnir að vera með). Og skal kötta aðeins á sápuóperurnar og endursýningarnar.  Skal t.d. ekki sýna rannsóknarlögregluþætti 18 sinnum í viku, matreiðsluþætti 30 sinnum. Hætta með Barnatíma á laugardagsmorgnum. . :(veit ekki hvernig það er. . .er einhver að skoða auglýsingarnar sem birtast þar?(gamla afa þættinum)). 

Hlutir ganga líka bara betur þegar fólk fylkist saman. . .þá er það eina sem er eftir að fylgja leiðtoganum!  

Óli (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:01

5 identicon

Við skulum ekki heldur gleyma að nefskatturinn rennur ekki bara til Sjónvarpsins.  RÚV samanstendur af Sjónvarpinu, Rás 1 og Rás 2.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:22

6 identicon

Mér er í raun alveg nákvæmlega sama hvort og þá hvað RÚV er að auglýsa. Það sem ég er ósáttur við er ég sé að borga afnotagjöld af útvarpsstöðvum sem ég aldrei hlusta á, og sjónvarpsstöð sem ég horfi á í 3.vikur á fjögura ára fresti. Þeim 3.vikum lauk núna að sinni í gær sunnudag með úrslitaleiknum á EM. Núna fæ ég að borga næstu fjögur árin fyrir þjónustu sem ég kæri mig ekkert um.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:34

7 identicon

Ég er að velta einu fyrir mér.  Á þessum 46 árum sem ég hef lifað, hef ég aldrei nokkurn tíma þurft að nota þjónustu Landspítalans (fæddist í öðru landi), samt hef ég greitt skatta til hans í ca. 30 ár.  Hvar er endurgreiðslan mín?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rúv+ er það næsta sem þarf að ganga í að virkja sem aukastöð þannig að Rúv hafi yfir að ráða 2 sjónvarpsstöðvum þar sem stórmót eins og em, gullmótin, íslandsmótið í handbolta o.s.frv verði gerð góð skil án þess að það komi niður á dagskrá rúv.
Nei afnám afnotagjalda er ekki forgangsverkefni og rúv verður að fá að keppa á auglýsingamarkaði eins og önnur fyrirtæki.

Óðinn Þórisson, 1.7.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband