Heilbrigð skynsemi

Þessi ákvörðun umhverfisráðherra markar vonandi þáttaskil í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda. Auðvitað þarf að meta sameiginlega alla þætti slíkra framkvæmda.

Þótt bæjarstjórinn í Reykjanesbæ haldi því fram að orkan komi ekki úr holum heldur úr rafmagnslínum og ýmsir þankabræður hans telji stóriðjustefnuna vera þann Alca Selzer sem okkur vantar nú við timburmönnum þenslunnar undanfarin ár - svo fráleitt sem það er - held ég hinir séu fleiri sem hafa verulegar áhyggjur af fórnarkostnaði stóriðjustefnunnar.

Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna úr þessu heildarmati því nú verður framkvæmdaraðila gert að sýna fram á hvar og hvernig á að útvega alla orkuna sem þarf fyrir um 345 þúsund tonna álver - ekki bara hálfver! Ýmsir efast um að það muni takast.

Það hefði farið betur á þessari niðurstöðu í Helguvík. Nú stendur sovésk kjörbúðarröð af fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum fyrir aftan orkufrekjuna Century sem hefur forkaupsrétt að öllu sem HS getur aflað, 100 MW frá OR og mun ef að líkum lætur gera kröfu í orku frá LV til að fylla upp í þau göt sem eru bæði fyrirsjáanleg og stór áður en fullri stærð er náð.

Það er með öðrum orðum búið að úthýsa fjölda fýsilegra fyrirtækja á Reykjanesskaganum og Suðurlandi til að seðja orkufrekjuna í Helguvík. Það hefði farið betur á að orkfrekjunni hefði verið vísað úr röðinni svo fleiri og fjölbreyttari fyrirtæki hefðu fest hér rætur.

Vonandi fær heilbrigð skynsemi meiru ráðið í þessum málum í framtíðinni.


mbl.is Framkvæmdir metnar heildstætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri óskandi að þessi "populistaflokkur" Samfylkingin þurrkaðist út í næstu kosningum.  Ég ætla rétt að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að fá nóg af þessum ruglflokki.  Mikil mistök að fara með honum í stjórn.  Sjónarmín þín Dofri í umhverfismálum eru ekki skynsamleg heldur eitthvað allt annað.  Kristján Möller var betlandi hér fyrir norðan fyrir síðustu kosningar með allskonar gylliboðum, honum væri best að halda sig sunnan heiða í framtíðinni.

ÞJ (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Dofri

Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 01:10

3 identicon

Núverandi umhverfisráðherra er klárlega veikasti hlekkur ríkisstjórnarinnar, klaufaleg í framkomu og viðtölum og verður varla langlíf í núverandi starfi sínu.

Stefán (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:31

4 identicon

Það mátt búast við því að Þórunn sýndi umhverfisklærnar gagnvart Bakka enda minna í húfi fyrir hana þar heldur en í kjördæmi hennar þar sem að álverið í Helguvík er staðsett.  Þetta er ræfilsdómur í henni.  

Tek undir með nr. 1 hér að ofan, og vil bæta því við að Samfylkingin er and-landsbyggðarflokkur sem vill einungis byggja upp Suð-Vestuhornið.  Hrokafull afstaða Samfylkingarinnar sem getur auðvitað leyft sér það, enda sækir Samfó fylgi sitt af Suð-Vesturhorninu. 

Það var stórslys að hleypa Samfylkingunni í ríkisstjórn og mistök sem eiga eftir að kosta þau Geir og Þorgerði mikið í framtíðinni.

Ef þessi stífni Þórunnar verður til þess að hætt verði við álverið á Bakka, þá er það krafa að reist verði stórt netþjóna- og gagnaver þar í staðinn í staðinn fyrir að öll slík tölvuver skuli reist á Suð-Vesturhorninu eins og nú stendur til.

Það vita allir að þú ert á mót álverum, enda leynir sér ekki að þú hefur ekkert vit á þessum iðnaði.  Ég hef aldrei séð neitt af viti koma frá þér, Dofri, hvað varðar atvinnuuppbyggingu nema einhverjar hlægilegar tillögur þess efnis að ferðamennska verði berandi atvinnugrein úti á landi.

Bjarni Þ. Hartmansson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 11:15

5 identicon

Það þarf greinilega ekki stóra dúsu, Dofri til að sefa áhyggjur þínar. Ráðherra er einugis að setja á svið leikrit fyrir einfeldninga eins og þig og hún þarf ekki einu sinni að skipa í hlutverk, nóg að setja upp leiktjöld. Þetta er það sem kallast að klóra í bakkann. Það gera menn þegar staða þeirra er veik.

Kristján Möller, sem á meira undir í þessu kjördæmi segist hafa verið fullvissaður um að þetta eigi ekki að tefja framkvæmdir og forsætisráðherra tekur í sama streng. En hver skyldi nú hafa fullvissað þessa ágætu menn um þetta? Það getur í raun enginn gert nema umhverfisráðherra sjálfur (eða formaður flokks hennar).

ragnhildur (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:13

6 identicon

Sammála þér Dofri.

Mikið vildi ég að einhver fréttamaðurinn spyrði forsætisráðherra hvað við ættum að gera þegar búið er að virkja allt sem hægt er að virkja, en við þyrftum að redda "hagvextinum". Hvað ætlum við þá að gera? Þetta er það eina sem ráðamönnum dettur í hug - virkja og virkja meira fyrir álver. Sorglegt mjög sorglegt.

Trausti Tomasson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:24

7 identicon

IP-gestir eru furðu skinnsárir yfir vinnuferli sem gæti FLÝTT fyrir uppbyggingu álvers. Ég held því miður, að fáir átti sig á hugtakinu "heilstætt umhverfismat". Hér þarf ekki að ærast heldur líta með velþóknun á að farið sé að lögum. ...kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:28

8 identicon

Sæll Dofri

Já þetta er erfitt líf hjá ykkur umhverfisverndasinnum í flokknum þínum. Ég trúi að þú sért einn af þeim og jafnvel Þórunn líka. Flokkurinn ykkar hefur gert sig ótrúverðugan í umhverfis og náttúruverndarmálum, og það rækilega. Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á samgönguráðherrann halda því fram að göng umdir Hjalla og Gufudalshálsa (samt 4.6 km) kostuðu 10 til 12 milljarða (!!)           - Óshlíðargöng eru 5.1 km. og kosta 3.5 milja. - Þið virðist engis svífast til að réttlæta náttúruspjöllin.

kveðja se

sigurvin (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:13

9 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæll Dofri  

Ég hef vaxandi áhyggjur af því hvernig Samfylkingin kemur fram við atvinnulíf og lífsbaráttu fólks á landsbyggðinni.  Þetta á bæðí við um nýtingu orkulinda og stefnu í landbúnaðarmálum.  Flokkurinn má gjarnan vera hófsamari í vinnslu í báðum þessum málaflokkum. 

kv.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 1.8.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki málið í raun að aðeins annað álverið verður reist ?   Losunarheimildir sem við eigum eftir duga aðeins einu 250 þús.tonna álveri.

Reykjanesbær hefur troðist áfram með Helgusvík, en Húsavík verið siðsamari.               Nú virðist sem að allt stefni í að Helguvík nái sínu fram - það finnst mér mjög miður.

Þá er málið með hinar nýju greinar - sólarrafhlöðuvinnsla , aflþynnuverksmiðjur - gagnaver er langsóttara vegna flutningsstrengs. Er ekki málið að þetta fari til norðausturlands ??- ég styð það.

Sævar Helgason, 2.8.2008 kl. 00:06

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil Dofri ég get tekið undir hvert orð, sem þar stendur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 21:14

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi ákvörðun sýnir ekkert annað en að öfgafólk sem er í innstu herbúðum Öfgaumhverfisflokksins sem stjórnar R.vík. stjórnar landinu í raun .Þetta mun flýta því að landinu verður skipt upp í fylki og höfuðstaðurinn og öll stjórnsýslan verður færð frá R.vík.Það þarf ekki annað en að fólk úti á landi ákveði það.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2008 kl. 12:46

13 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er ljóst að Þórunn hefur þurft mikinn kjark til að taka þessa ákvörðun og þarf að þola margvíslegt orðbragð allra handa besserwissera.

Kveðjur til þín, Dofri, að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.8.2008 kl. 13:32

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem hafa hangið á ríkisjötunni alla ævi telja að það sé þeim óviðkomandi þótt landauðn og atvinnuleysi sé allt í kringum þá.Slíku fólki er sæmast að fara aftur í skóla í stað þess að vera að burðast við að kenna öðrum, þótt það hafi próf til þess.Þeir eru margir besserwissarnir.

Sigurgeir Jónsson, 4.8.2008 kl. 14:39

15 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nú er kominn til drengur góður að reka þetta íhaldshyski frá jötunni og mynda vinstri stjórn með mína gömlu félaga úr Sósíalistaflokknum (og erftökum) til hægri handar og bændadurgana sem hækjur. Þetta gengur auðvitað ekki lengur.

Síðan vil ég ganga í ESB og það strax, enda er skömminni skárra að láta útlendinga stjórna sér en framsóknarmenn og íhaldsdruslur, eins og verið hefur.

Ég fór einu sinni á framboðsfund hjá framsóknarmönnum, þá var það Steingrímur sjálfur sem hélt ræðu.  Ef ég halla mér aftur get ég enn fundið fjósalyktina út úr honum.

Sigurður Sigurðsson, 4.8.2008 kl. 17:02

16 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Afsakið, alsheimirinn að stríða mér. Ég vildi segja "...kominn tími til". Ég á að vita betur. Ekki svo mjög langt síðan ég tók landsprófið.

Tókst þú nokkuð Dolli, eða ertu kannski of ungur.

En þú ert velkominn á KR leiki hvenær sem er

Sigurður Sigurðsson, 4.8.2008 kl. 17:05

17 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Alsheimir aftur.Vantar landsprófið inn í "tókst þú nokkuð..." og ég ruglaði víst nabbninu þínu aðeins.

Sigurður Sigurðsson, 4.8.2008 kl. 17:05

18 Smámynd: Zmago

Ég man þá tíð, þegar Hafnarfjörður var virkilega "illa til fara".

Þetta var á árunum fyrir 1970.

Árið 1969 var álverið í Straumsvík tekið í notkun. Vinstri menn höfðu haft í frammi hávær mótmæli og töldu þetta algert glapræði, eins og reyndar alla tíð síðan hvenær sem nýsköpun í atvinnulífi átti sér stað.

Ég átti því láni að fagna að fá að starfa í Straumsvík um 13 ára skeið, frá 1975-1988

Ég fullyrði að á þessum árum var Alusuisse (móðurfyrirtæki ÍSAL) langt á undan sinni samtíð hvað varðar aðbúnað og hollustuhætti starfsfólks.

Árin liðu, og Hafnarfjörður varð að virkilega fallegu og vel tilhöfðu bæjarfélagi. ÍSAL átti sinn stóra þátt í þessum umskiptum. 

Eva Hauksdóttir og hennar nótar munu seint skilja gildi þess að hafa atvinnu, enda bera mótmæli þeirra öll merki fáfræði og heimsku auðnuleysingjanna.

Zmago, 6.8.2008 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband