Merkilegt

Er það ekki merkilegt að borgarstjóri sjái sig knúinn til að gefa út yfirlýsingu um að meirihlutanum hafi verið alvara með að hætta við Bitruvirkjun? Kannski ekki. Ekki frekar en að stjórnarformaður OR slái úr og í varðandi Bitru eins og margt annað. Eins og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins almennt.

Í DV er viðtal við Svein Andra Sveinsson lögmann þar sem hann segir m.a. að honum renni til rifja "raðsjálfsmorð" borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Lái honum hver sem vill.

Hann gefur lítið út á hugmyndir um að skella sér aftur í pólitík. Það skyldi þó aldrei verða að hann yrði krýndur sem leiðtogi Flokksins í borginni? Það yrði merkilegt.


mbl.is Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband