Hræðsluáróður úr Hádegismóum

Ekki skal lítið gert úr því að margir munu finna fyrir samdrætti nú þegar einu mesta þensluskeiði í sögu landsins lýkur. Hins vegar vegur ofbýður mér hinn harði hræðsluáróður Morgunblaðsins um yfirvofandi atvinnuleysi.

Stutt er síðan Morgunblaðið sló upp forsíðufrétt um að þúsundir yrðu án vinnu í lok ársins. Ég benti á þessari síðu á að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar var spáð samdrætti á vinnumarkaði um 3-4 þúsund störf en gert var ráð fyrir að erlendum farandverkamönnum í landinu myndi fækka að sama skapi. Niðurstaðan væri því sáralítil aukning á atvinnuleysi.

Nú slær Mogginn því upp að hundruð muni missa vinnu sína hjá Spron. Forstjóri Spron segir rangt farið með bæði það atriði sem snýr að uppsögnum eins og með tölulegar upplýsingar í fjölmörgum atriðum fréttarinnar.

Vaxandi stóriðjuslagsíða Morgunblaðsins vekur grun um að Grýlugerðin í Hádegismóum sé hvorki hugsuð til að selja fleiri blöð eða vegna skorts á vandvirkni.


mbl.is Segir rangt farið með um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að þú værir betur tengdur við atvinnulífið, byggingaiðnaðinn og þjónustuna t.d. þá værir þú ekki svona hissa á svartsýni Moggans. Þó Mogginn sé létt bilaður á köflum þá er hann síst of svartsýnn fyrir haustið.

Kv. Rumur

Rumur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er lengi búið að ljúga það fram skipulega að atvinnuleysi hér sé 1% en síðan var mogginn um daginn með frétt um að það væri í rauninni 3.1% núna og það er sjálfsagt vantalið enda byggist opinber hagtalnahönnun á opinberum skilgreiningum hugtaka og hagtölur eru hápólitískar og menn hafa svo sem verið lagðir niður fyrir að koma ekki með pólitískt réttar tölur. Mér finnst ekki ólíklegt að atvinnuleysið verði komið upp í 5% fyrir áramót. Pólverjarnir munu hafa það stórfínt á bótum og lítið fararsnið sjást á þeim.

Viðskipti | mið. 16.7.2008

Atvinnuleysi 3,1% á öðrum fjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 5700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,1% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 3,2% hjá körlum og 2,9% hjá konum, samkvæmt upplýsingum, sem Hagstofan birti í dag. Samkvæmt viðmiðun Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,2% á sama tímabili á síðasta ári og 2,3% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Innlent | fös. 11.7.2008

Atvinnuleysi mælist 1,1% í júní

Skráð atvinnuleysi í júní 2008 var 1,1% eða að meðaltali 1.842 manns, sem eru 103 fleiri en í maí sl. eða um 6% aukning. Atvinnuleysi var 1% á sama tíma í fyrra.Atvinnuleysi jókst á höfuðborgarsvæðinu um 18% í júní en minnkaði á landsbyggðinni um 7% .Atvinnuleysi kvenna jókst meira en meðal karla á höfuðborgarsvæðinu en minnkaði meðal kvenna á landsbyggðinni, svo og meðal karla þar.

Meira

Viðskipti | mið. 11.6.2008

Atvinnuleysi mældist 1% í maí

Skráð atvinnuleysi í maí var 1% og voru þá að jafnaði 1739 manns á atvinnuleysisskrá, sem eru 22 fleiri en í apríl sl. Atvinnuleysishlutfallið var óbreytt frá því í apríl en í maí í fyrra var atvinnuleysið 1,1%. Vinnumálastofnun býst við auknu atvinnuleysi í júní og að það verði á bilinu 1-1,3%. Samkvæmt tölum á vef stofnunarinnar voru 2223 skráðir atvinnulausir í dag.

Meira

Viðskipti | þri. 13.5.2008

Atvinnuleysi mældist 1% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl 2008 var 1% eða að meðaltali 1.717 manns, sem eru 43 fleiri en í mars sl. eða rúmlega 2% aukning. Atvinnuleysi er um 8% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,1%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að útlit sé fyrir að atvinnuleysi muni lítið breytast í maí og verða á bilinu 1-1,2%.

Meira

Innlent | fös. 11.4.2008

Atvinnuleysi 1% í mars

Atvinnuleysi á Íslandi í mars 2008 var 1% líkt og í febrúar og voru að meðaltali 1.674 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítilsháttar fjölgun frá febrúarmánuði, eða um 43 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári síðan, eða í mars 2007, var atvinnuleysið 1,3%.

Meira

Innlent | mið. 12.3.2008

Atvinnuleysi mældist 1% í febrúar

Atvinnuleysi í febrúar mældist 1% og voru að meðaltali 1.631 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. þetta er lítilsháttar fjölgun frá janúarmánuði, eða um 86 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári, eða í febrúar 2007, var atvinnuleysið 1,3%.

Meira

http://mbl.is/mm/frettir/leit/?search=atvinnuleysi

Baldur Fjölnisson, 23.7.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég er sammála þér að mörgu leyti. Það virðist alveg gleymast að farandverkamenn sem hér hafa verið í þúsundatali, eingöngu til að afla sér tekna með vinnu, fara aftur til síns heima. Þetta eru verkamenn sem ekki eru hér til að búa og hafa ekki komið með sínar fjölskyldur til landsins til langvalar. Auðvitað koma dýfur þegar fyrirtæki segja upp hópi fólks. Það kemur til með að hjaðna að mestu leyti. Hins vegar gæti komið aukið atvinnuleysi hjá sérmenntuðu fólki, fólki úr viðskiptalífinu og sérfræðingum.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.7.2008 kl. 13:33

4 identicon

Ég býst við að flugfreyjur og flugmenn sem fengið hafa uppsagnarbréf sé ekki skemmt þessa daga. Það eru nánast allt íslendingar. Því miður held ég að við séum ekki búin að sjá til botns enn.

Ásdís (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband