Umgengni um Þeistareyki og Gjástykki

Öllum er væntanlega í fersku minni hvernig Landsvirkjun, Þeistareykir, grunnhyggnir alþingismenn og heimamenn í Þingeyjasýslu börmuðu sér yfir úrskurði umhverfisráðherra um að meta ætti heildstætt áhrif af tengdum framkvæmdum vegna álvers á Bakka.

Verkalýðsleiðtogi einn talaði um rýtingsstungu í bakið, þingmaður um fleyg í stjórnarsamstarfið, Landsvirkjun um seinkun framkvæmda og Þeistareykir hafa ekki útlokað málsókn gegn umhverfisráðherra fyrir að úrskurða umhverfinu í hag.

Allir virðast hrópendurnir eiga sammerkt að líta á umhverfismat sem leiðigjarnt formsatriði sem þarf að uppfylla til að halda háværum minnihlutahópum (amk 60% þjóðarinnar) góðum. Það er því kannski ekki von á góðri umgengni af hálfu þessara aðila um þær náttúruperlur sem þeim hefur verið veitt heimild til að kanna nýtingu á.

Þetta er til skammar. Hvort þeir sem ábyrgðina bera kunna að skammast sín er annað mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað á að meta allan heildarpakkann þegar áætlað er að stofna til stórframkvæmda á borð við álver. Álver er engin einangruð framkvæmd, þar sem álverið verður staðsett. Langt frá því. Það þarf orkuöflun og það þarf línumannvirki- svo það helsta sé tilgreint.

Þetta bútaumhverfismat sem viðgengist hefur fram að þessu , hefur að því sem virðist, verið hagnýtt til að þrýsta málum fram og þá þannig að komi eitthvað í ljós sem hefði hindrað framkvæmdina- þá sé orðið of seint að taka tillit til þess.  Við höfum Kárahnjúka sem sígilt dæmi. Mál sem hefur stórskaðað alla fyrirhugaða orkuvinnslu og skapað mikla tortryggni með þjóðinni gagnvart þessum orkuöflunarfyrirtækjum.  15 þús. manna ganga Ómars og frú Vigdísar- lifir með þjóðinni um langan tíma.

Heildstætt umhverfismat er og á að vera svo sjálfsagt að það á að vera alveg óumdeilt við stóriðjuframkvæmdi .

Síðan er það eitt sem vekur tortryggni varðandi orkuöflunina þarna fyrir norðan. Er komið í ljós eða eru sterkar grunsemdir um að jarðvarmann sem þarna er að finna- dugi ekki þessu álveri.  Öflug raflínuframkvæmd frá Blönduvirkjun til Eyjafjarðar- langt umfram fyrirsjáalega þörf - er hún til marks um það að Bakkaálverið verði á fá orkuna frá jökulánum Skagafirði ?? 

Sævar Helgason, 9.8.2008 kl. 10:01

2 identicon

Ef áframhaldandi stóriðjuuppbygging er gott mál, hvað er þá að því að meta málið frá öllum hliðum? Þarf að þagga eitthvað óheppilegt niður?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var einmitt að skrifa pistil um þetta mál og setja inn sjónvarps- og útvarpsefni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:09

4 identicon

Mér finnst, Dofri ótrúlegt hvað þú hefur litla trú á því fólki sem býr fyrir norðan og hefur umgengist þessi svæði og náttúruna þar er þú nefnir alla sína æfi.   Það þýðir nú ekki fyrir þig að vera með þennan hroka það leysir engin mál.     Hefur þú komið á Þeistareyki ?

Heimafólki er yfirleitt bezt treystandi fyrir náttúrinni..það þarf ekkert stórt skrifborð í Reykjavík til að meta það.

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 15:26

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er ekki spurning, það þarf að meta allan pakka í svona stórframkvæmdum. Háspennulínurnar t.d. eru mikið lýti í umhverfinu og það þarf að huga vel hvar þeir eru lagðir. Og ósköp þykir mér grunnsamlegt hversu mikil leynd ríkir yfir hvernig orkuöflun skal fara fram til að tryggja risaálver á Bakka næga orku. Það er alls ekki gengið frá þessu og þess vegna á að fara fram heilstætt umhverfismat .

Úrsúla Jünemann, 9.8.2008 kl. 22:59

6 identicon

Mér finnst nú reyndar að heimamenn ættu að fá að ráðskast með sitt heimasvæði, hvað skal byggt þar og hvernig því sé ráðstafað. Heimamenn eru þeir sem þarna búa og lifa allan ársins hring. Annars væri náttúrulega “gáfulegast” að flytja alla landsmenn á suðvesturhornið því þá þyrfti ekki að standa í flutningum á vörum og halda uppi þjónustu fyrir fáeinar hræður. Sé í fljótu bragði aðeins eitt vandamál á þessu fyrirkomulagi og það er hverja eigi að skikka til að vinna í vegasjoppunum þegar svangir ferðalangar af suðvesturhorninu fara í sína árlegu skemmtiferð um hinar fögru og ómenguðu sveitir landsins.

Haraldur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Sævar Helgason

Haraldur

Svona framkvæmdir eru ekkert einkamál sveitunga þarna-  Við ,þjóðin ,eru ábyrg fyrir öllum þeim fjármunaábyrgðum sem settar verða í verkefnið., hvað orkumálin varðar og flutning á staðinn. Þannig að okkur varðar alveg heilmikið um allt málið. Það yrði lítið úr svona framkvæmdum ef sveitasjóður Húsavíkur ætti að vera ábyrgur.

Sævar Helgason, 9.8.2008 kl. 23:57

8 identicon

Maður líttu ér þér nær!

Var þér og þínu fólki ekki treyst fyrir höfuðborg allra landsmanna að mestu leiti síðasliðinn hálfan annan áratug?

Þú ert eftilvill stoltur af því hvernig kjarni hennar og þá sérstaklega  Laugavegurinn lítur út eftir þá gæslu ykkar?

Hver kann ekki að skammast sín?

Sveiattan.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 00:31

9 identicon

Landið okkar er að mínu mati hið fegursta í heimi ,með sína sérstæðu náttúru og jökla ,þetta sama land getur breyst á einni nóttu og sú mynd er blasir við um morgunin allverulega öðruvísi en gærmorguns,eitt eldgos getur breytt einni sveit ,einu þorpi,einum landshluta svo gjörsamlega að það tekur mörg ár að byggja upp aftur.

Í og á þessu landi hefur byggð þróast þannig að blómstrandi mannlíf var um allt land,núna eru umhverfisverndarsinnar að beita sér þannig að mannlíf hopi og hverfi svo þessi sérstæða flóra landsins geti notið sín fram að næsta gosi.

Landsbyggðarmönnum er ekki treyst til að sjá fótum sínum foráð,nei það þarf vit að sunnann til að segja hvað má og ekki,sama vit og vill láta fjarlægja flugvöllin til að Rvk fái notið sín og þá sérstaklega 101 með sína sérstöku flóru af náttúruverndarsinnum og kaffihúsaspekúlöntum,sem vita allt mikið betru um landið út á landi en þeir sem þar búa,með borgarstjóra sem telur .það vera bestu lausn landsbyggðarvandans að byggja heilsugæslustöðvar á hverjum stað,svo hægt sé að lækna þessa uppbyggingarvitleysu landsbyggðarkróanna.

Klakinn (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 08:24

10 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þar sem þú tengir í bloggfærsluna mína um ferðina að Þeistareykjum og Gjástykki þá er ég dálítið undrandi á viðbrögðum við þeim myndum sem ég tók. Kannski fóru ekki allir eftir tenglinum og litu á þær?

Ég vil líka ítreka að ég er hlynnt því að orkan á Þeistareykjum og í Gjástykki sé nýtt til atvinnuuppbyggingar á Húsavík.

Það breytir því þó ekki að ég vil að menn gangi af virðingu um náttúruna og ég er sannfærð um að vinir mínir á Húsavík eru mér algerlega sammála. Því hljóta það að vera okkur, sem og öllum Íslendingum, vonbrigði þegar ekki er gengið eins vel um svæði sem nýta á til orkunotkunar og mögulegt er.

Kíkið á myndirnar mínar á blogginu mínu og segið mér hvort þetta er akkúrat það sem þið viljið, hvort heldur sem þið eruð harðsvíraðir náttúruverndarsinnar eða virkjanasinnar.

Lára Stefánsdóttir, 10.8.2008 kl. 13:50

11 identicon

Það eru allir sammála um fagleg vinnubrögð og að stórar framkvæmdir skulu í umhverfismat. Í hverju felst heildstætt umhverfismat og hvaða þætti á að meta? Þar sem heildstætt umhverfismat hefur ekki verið framkvæmt áður hvernig í ósköpunum getur fólk sagt að það sé betra eða gefi heildstæðari mynd af framkvæmdinni í heild sinni? Það að setja allar þessar framkvæmdir í heildstætt umhverfismat, orkuöflun, línulögn, virkjun og kannski meira sem enginn veit þá hvað er heftir framgang einstakra þátta. Þessi úrskurður umhverfisráðherra tefur orkuöflun á Þeistareykjum. Það að teja þann þátt gerir það að verkum að orkuöflunin gengur mun hægt og ýmis atvinnutækifæri gætu glatast hvort sem um ræðir álver eða "eitthvað annað".

Um umgengi á Þeistareykjum og í Gjástykki vil ég segja að hún er þeim sem þar ganga um til skammar. Vissulega eiga framkvæmdaaðilar að ganga vel um, sýna umhverfinu virðingu og tillitsemi. Sjálfur ferðast ég nokkuð um þetta svæði og hef gert lengi og umgengi mikið versnað með auknum straumi fólks á svæðinu svo og framkvæmdum. Ferðamönnum á svæðinu hefur fjölgað mikið undanfarin ár.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband