Athvarf í Edinborg

Það eru fleiri en Gísli Marteinn sem nú leita athvarfs í Edinborg frá ruglinu í Reykjavík.

Sjálfur sit ég núna á Kaffi Edinborg á Ísafirði og kíki á það markverðasta úr fréttunum. Það verður nú samt að segjast að þetta er mest endurtekið efni. Virðist meira að segja vera að skapast hefð fyrir því að uppbótarmaður Sjálfstæðisflokksins sé án varamanns.

Annars er hér fullt hús af skógræktarfólki en á Ísafirði er haldið skógræktarþing nú um helgina. Prýðilegur félagsskapur. Best að njóta hans og fjarlægðarinnar frá höfuðborginni - um sinn að minnsta kosti.


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú hefur komið í ljós að húsin að Laugarvegi 4 og 6 voru keypt að kvöldlagi heima hjá Villa í óþökk Ólafs F Magnússonar en sjálfstæðismenn létu sér vel líka að honum væri kennt um.

Sigurður Þórðarson, 16.8.2008 kl. 16:12

2 identicon

Það er alltaf verið að blekkja fólk.Vilhjálmur var blekktur inni stofu heima hjá sér í Reimálinu

þegar hann týndi minnismiðanum. Ólafur F. var blekktur á tröppunum heima hjá sér og svo aftur núna.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er núna að blekkja Framsókn á sama hátt og hann blekkti Alþýðuflokkinn á Viðreisnarárunum og Alþýðuflokkurinn var nærri dáinn.

 

Ég var einu sinni blekktur alveg svakalega , þegar ég var 7 ára. Það var strákur sem narraði mig til að útvega túkalla sem við gróðursettum út í garði og áttu að vaxa upp peningatré.

Aldrei komu tréin upp. Svo þegar mig fór að lengja eftir þeim og fór að róta upp í garðinum,

fann ég enga túkalla. Það var ekki fyrr en ég var orðin eldri að ég “ fattaði” að strákurinn hafði stolið öllum túköllunum.

 

Yfirleitt er fólk blekkt þegar það er eitt og grandalaust á fundum, eða 7 ára.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Alltaf gott að koma á Edinborg. Mun samt sakna Langa Manga.  Ruglið í Reykjavík er ævintýralegur farsi í nokkrum þáttum. Því er hvergi lokið. Nú berður slegist um Bitruvirkjun sem Ólafur var búinn að strika út sem var mjög gott því það myndi eyðileggja algerlega útivistarsvæði Hvergerðinga, nóg er komið af slíku. Laugarvegurinn verður áfram ágreiningsmál bæði hvað varðar hið nýja hús Listaháskólans sem að mínu mati er alltof stór bygging á litlu svæði og svona mætti lengi telja. Þessi "farsi" er bara orðinn borgarbúum alltof dýr!

Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband