Gott hjólaveður úr Grafarvogi!

Það var öldungis prýðilegt hjólaveður úr Grafarvoginum og niður í bæ þegar ég hjólaði til vinnu í morgun. Í raun meiri þörf á bremsum en fótstigum.

Minnti mig á það þegar danskur stjórnmálamaður lofaði öllum hjólreiðamönnum vindi í bakið ef hann næði kjöri. Hann náði kjöri og varð oddamaður í meirihluta. Þegar hann var inntur eftir loforði sínu sagði hann að í svona samstarfi væri gott ef maður gæti náð í gegn helmingnum af baráttmálum sínum. Hjólreiðamenn myndu því fá meðvind aðra leiðina!

Nú er bara að sjá hvernig veðrið verður á leiðinni heim í lok dags.


mbl.is Óveður undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svo má maður ekki gleyma því að strætó tekur hjól upp í ef veðrið verður vonlaust.  Þá skapast að vísu vandræði ef fleiri en 2 hjólreiðarmenn vilja komast að í einu. En hjól með rafmagnsmótor er snilld! Svona ætla ég að óska mér í 60 ára afmæli.

Úrsúla Jünemann, 30.8.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og hvernig var svo heimferðin? Fékkstu vindinn í fangið, bakið eða á hlið? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það var bæði rok og rigning sem er gráupplagt til að hreinsa úr manni streitu vikunnar áður en maður fer inn í helgina. Var vissulega mestan part með vindinn í fangið en náði þó löngum köflum þar sem ég gat skotið öxlinni upp í vindinn og siglt snarpan beitivind! Mér duttu í hug ljóðlínur Hannesar Hafstein sem gladdist yfir svona veðri:

Að kljúfa rjúkandi kalda gegn
það kætir hjartað í vöskum hal.
Ég vildi það yrði nú ærlegt regn
og íslenskur stormur á Kaldadal.

Dofri Hermannsson, 30.8.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

frábær og vísan vel við hæfi.

Eva Benjamínsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband