Skipbrot peningamálastefnunnar

Gríðarleg lækkun krónunnar eykur á verðbólgu því allar erlendar vörur og þjónusta hækkar í verði. Samkvæmt verðbólgumarkmiðum peningamálastefnunnar á að nota stýrivexti til að lækka verðbólgu. Ef Seðlabankastjóri ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann að vera að undirbúa frekari hækkun stýrivaxta!

Staðan er sú að það ríkir frost á erlendum fjármálamörkuðum vegna lausafjárskorts og vantrausts á fjárfestingar undanfarin ár. Á Íslandi glímum við til viðbótar við vantraust umheimsins á krónunni. Til að bæta gráu ofan á svart er hin veika króna ekki einu sinni nothæf innan lands af því hún er á of háum vöxtum til að það borgi sig að taka hana að láni.

Því miður eru engar töfraaðgerðir til sem leiðrétta gengi krónunnar. Það væri hægt að setja lög og festa með því gengið í ákveðinni vísitölu en það myndi ekki auka trúverðugleika gjaldmiðilsins út á við, þvert á móti.
Það hefur verið bent á einhliða upptöku Evru eða Svissnesks franka sem möguleika en menn greinir á um hvort það sé raunhæf aðgerð. Svartfjallaland mun hafa tekið Evru upp einhliða - opinberlega í trássi við ESB en þó með aðstoð seðlabanka bandalagsins. Hugsanlega væri slík leið þrautalending.

Það er alla vega ljóst að peningamálastefnan hefur beðið algert skipbrot með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning.


mbl.is Gengisvísitalan yfir 200 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gamla sáttmála í gang aftur.. gerumst norsk aftur og hættum þessu bulli hér til lands með þessa sjálfstæðistilraun okkar.. sem hefur mistekist hrapallega. 

inn með norska krónu og krúnu og þá þarf ekkert að vera velta fyrir sér EU, Euro eða fiskimiðum..  

Óskar Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 12:08

2 identicon

Merkilegt nokk Óskar, þá er ég bara alveg sammála þér !

Ellert (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Og hvað ætlið þið að gera í þessu Dofri minn.

Þið sitjið sem fastast í stjórn, með gufu í forsvari, tókuð við af framsókn sem hækjan undir íhaldið. Getur þú sagt mér hvers vegna ég var að eyða atkvæðinu mínu á Samfylkinguna síðast, af hverju ég kaus ekki bara framsókn aftur í hækjuhlutverkið. Loforðin ykkar um jafnaðarstefnuna eru  að fara í sama íhaldsvaskinn og loforð framsóknar.

 Getur þú farið á stúfana STRAX og hóað saman öllum þingmönnum sem vilja í EU og sótt um aðild á stundinni. Mokað svo út úr fávitahælinu við Arnarhól?

Það verður að reyna að bjarga því sem ekki er farið til andskotans nú þegar.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 1.10.2008 kl. 12:54

4 identicon

Vér skulum biðja fyrir þeim íslenskum námsmönnum sem staddir eru erlendis.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Fyrir hjálfu öðru ári beittir þú þér af fullum þunga gegn stækkun álversins í Straumsvík.

Taldir nauðsynlegt að kæla hagkerfið og álversframkvæmdir þenslu hvetjandi.

Er hagkerfið orðið nógu kalt núna?

Tryggvi L. Skjaldarson, 1.10.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Johnny Bravo

Varðandi fyrstu málsgrein, þá eru þolmörk á stýrivöxtum, þetta eru bara nógu háir vextir, það er að segja niðursveiflan er að koma, vaxandi atvinnuleysi, lækkun verðbólgu fram til loka árs 2009.

Seðlabankinn hækkaði vexti frá 2005-2007 og það gekk mjög vel, styrkti krónuna og hélt verðbólgu lágri, en ríkistjórnin þá sá ekki að sér og setti eina stærstu framkvæmd Íslandssögunar hlutfallslega í gang uppá yfir 130ma. eða 10% af landsframleiðslu, þetta er eitthvað sem maður gerir helst bara á krepputímum 5-10% atvinnuleysi lág eftirspurn og verðbólga.

Vantraust á krónunni, bönkunum og hvort seðlabankinn geti yfirtekið bankana, Ísland er bara svo skuldsett og þanið að það er bara gott að þeir stoppa okkur aðeins af. Vantraust er til í öllum kerfum.

Vextir seinnihluta 2007 voru 15% í krónum eða 5% verðtryggt, 5% í erlendri mynt.  standandi lán tekið fyrir 12mán er þá 1150þ. 1200þ. og 1818þ. hvaða lán var best?

Seðlabankinn var að reyna að fá fyrirtæki til að lána minni og fjárfesta minna til að minnka eftirspurn = verðhækkanir = (verðbólgu), einnig var hann að reyna að fá fólk til að eyða minna og spara meira. Þeir sem ekki tóku þátt í því bjuggu til verðbólgu á okkur öll og eiga ekkert betra skilið.

Það er verið að reyna að stjórna eftirspurninni með vöxtum, framboð á erlendum mörkuðum hefur bara mjög mikið að segja um það, hjá því er aldrei komist.

Það eru til aðferðir til að styrkja krónuna. Þá þarf einhver að kaupa krónur. td. er hægt að neyða bankana til að eiga hærri hluta af eiginfé í íslenskum krónum, eða seðlabankinn getur gefið út meira af ríkisskuldabréfum, svo þurfa þeir helst að ávaxta það fé hérlendis, td. í gegnum ÍLS eða nýtt FBA, einnig er hægt að heildselja það fé áfram til bankanna.

Hvaða hörmulegu afleiðingar eru það? Að færast frá 2001-2007 í það að vera í top 3 yfir ríkustu lönd í heimi, er það 300m2 húsin og 2bílar á mann sem menn núna eru að tapa. Til langs tíma er þetta besta kerfið. Það þarf bara aðlögun, kerfið hófst 2002 og er ekki búið að klára heila hagsveiflu ennþá, það tekur 3 sveiflur að ná jafnvægi.

Kannski ættum við að fínpússa kerfið fara að nota skuldabréf til að fjármagna húsnæðislán ekki bein lán. Hætta með verðtryggingu. Hætta að skattleggja lánaviðskipti.

Veistu hvað gerist ef Seðlabanki Íslands reynir að tryggja eitthvað gengi og getur svo ekki staðið við það? Mikið hefur verið flutt út af fé núna og í staðinn þarf seðlabankinn að afhenda erlendan gjaldeyrir á föstu gengi og þegar hann er búinn getum við skeint okkur á 5000köllum af því þeir eru ekki pappírsins virði. 15% verðbólga og 50% gengisfall er kannski slæmt en hitt er algjört samanbrot. Lestu td. um Taíland ´97, inní það kerfi er alltaf reiknaður ótti við að lána bönkum í fastgengislandi. Ég ætti ekkert að vera að segja þér það en það er mjög sterkur seðlabanki sem tæki vel á móti Íslandi. SDR gefin út af IMF. Vextir þar eru 2.55% enda fastgengisstefna aðallega fyrir lönd sem eru með 20-30% atvinnuleysi.

Setja ríkistjórn reglur um hallarekstur þar sem fjárfestingar fyrirtækja þeirra eru reiknaðar sem halli. Peningamálastefnan virkar alveg, en það þarf hagstjórnarstefnu ríkisjóðs með.  Kannski þyrfti seðlabankinn að ráðleggja ríkinu með hlutfallslegan afgang miðað við vexti. Það er við erum búnir að hækka vexti úr 4%-6% ætlið þið ekki að hafa 5% afgang af fjárlögum í ár? Kannski ætti ríkið að stefna að 10% afgangi á hverju ári og taka svo ákvörðun í júlí hvort það ætti að greiða skuldir fyrir það, efla gjaldeyrisvarasjóð eða greiða þetta út með álagningaseðlunum.  Afgangurinn 2004-2007 var bara ekki nægur (þú hlýtur að brosa yfir að sjá frjálshyggjumanninn skrifa það, en á móti segi ég að ríkistjórn 2 flokka er alltaf samningsatriði ). Og núna virðist sem svo að 2009 ætli menn að gera það versta af öllu í verðbólgu, hafa halla á ríkissjóði.

Hagstjórn þarf að endurspegla peningamálastefnu, þetta vita allir lámarks hagfræði Keynes kunnugir.

Johnny Bravo, 1.10.2008 kl. 13:32

7 identicon

Bloggverjar,

    Mikið rosalega er maður feginn að þið eruð ekki við stjórnvölinn núna, þar sem þörf er á yfirvegun, og góðum ákvörðunum.

  Tryggvi,

     Þú ert að djóka er það ekki. Þú vilt fá stóriðju til að leysa vandann. Stóriðjustefna síðustu ára er einmitt stór ástæða þess að svona er komið!!!! Hreint út sagt magnað!!!

Johnny,

    Þú ert væntanlega bara að djóka í allri þinni grein. Það hreinlega stangast allt á hvort annað. Hagfræði er aðeins flóknara en í þínum einfalda heimi  Ég hjó sérstaklega eftir þessu hjá þér "Og núna virðist sem svo að 2009 ætli menn að gera það versta af öllu í verðbólgu, hafa halla á ríkissjóði". Þetta er ekki spurning hvað menn vilja, hagkerfið lýtur ekki vilja manna, skilurrrrrrru!!!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband