Axlir og ábyrgð

Hún er athyglisverð þessi fréttaskýring á visir.is. Þar segir meðal annars:

Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum.

Vanhæfi Seðlabankans liggur að mestu hjá einum manni, Davíð Oddsyni seðlabankastjóra. Öfugt við öll önnur vestræn lönd er aðalbankastjóri Seðlabankans hér hvorki hagfræði- eða viðskiptamenntaður né með sérstaka reynslu í fjármálum. Og því fer sem fer.

Það er þó tæpast við því að búast að sá sem höfuðábyrgð ber á ástandinu axli ábyrgð með því að standa upp og hleypa hæfari einstaklingi að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Afhverju gerir samfylkingin ekkert í þessu máli ?  er það ekki ríkistjórnin sem hefur völdin eða er samfó bara hlýðinn kjölturakka Davíðs Oddsonar ?

Óskar Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 16:53

2 identicon

Einhver fugl hvíslaði því af mér að það væri búið að loka fyrir viðskipti með krónuna. Hvað þýðir það eiginilega????

Kveðja

þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:54

3 identicon

...sá nú ekki betur en að umtalaður blaðamaður gat ekki einu sinni sýnt sóma sinn í því að kvitta undir það sem hann skrifaði, svo léleg er þessi grein. Púslað saman á innan við 2 mínútum til að henda einhverju fram.

Hilmar Ingimundarson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Samfylkingin á að slíta þessu stjórnasamstarfi í gær!!!!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 00:18

5 identicon

Tek algerlega undir orð síðasta ræðumanns. Það er sorglegt að horfa upp á hvað þessi ríkisstjórn er máttlaus - myndin úr bílnum hjá DO segir allt - DO bílstjórinn á leiðinni til andskotans, Geir frammí, Árni Matt í barnastólnum og Samfylkingin gufuð upp! Ég hef verið dyggur stuðningsmaður Sf en það er komið nóg fyrir löngu.

Hólmfríður Gestsd´ttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 01:41

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Dofri, vinsamlega útskýrðu fyrir okkur leikmönnunum af hverju þið í Samfylkingunni ætlið að "bíða þetta af ykkur"? Eruð þið búin að vera svo lengi stjórnarandstaða að hugmyndasnauðin er alger þegar á þarf að halda??

Samfylkingin er nú líklega í flestu næst mínum viðhorfum og skoðunum en hegðunin undanfarna daga er bleyðuháttur.

Ætlið þið bara að halda áfarm að benda á hina eins og stjórnarandstaðan, eða ætlið þið að raunverulega gera eitthvað?

Baldvin Jónsson, 2.10.2008 kl. 13:16

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er búinn að skjóta þessari athugasemd inn hjá mörgum samfylkingarmönnum í dag og í gær.. ekki einn einasti samfylkingarmaður hefur svarað athugasemdinni.. 

mér finnst það aumt af þeim og samfylkingunni í heild að láta draga sig niður í svað Davíðs Oddsonar möglunarlaust.

Dofri hvað er samfylkingin að gera ? 

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband