Jæja?

Vissulega ber ráðamönnum þjóðarinnar að vera varkárir í orðum og mega ekki mála skrattann á vegginn. Þegar öllum er ljóst að ástandið er grafalvarlegt er þó spurning hve langt er hægt að ganga í því. Hvort sem aðgerðarpakkinn sem gengur út á að efla gjaldeyrisforðann og koma í veg fyrir þrot bankanna vegna alkuls á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gengur upp eða ekki er mikil þörf á aðgerðum í þágu almennings.

Því miður er það þannig á Íslandi að bankar þurfa ekki að bera ábyrgð sem lánveitandi fasteignalána og láta sér nægja að hirða fasteignina þegar húsnæðislán eru komin í vanskil heldur er gengið að skuldaranum persónulega. Stundum getur það komið af stað dómínóeffekt og hrakið marga í gjaldþrot vegna vanskila eins.

Nú óttast þúsundir að geta ekki greitt af lánum sínum næstu mánuði, óttast að missa eignir sínar og komast í þrot. Á sama hátt og ríkisstjórnin hefur með virðingarverðum hætti lofað sparifjáreigendum að innistæður þeirra í bönkum séu tryggar verður að gefa skýr skilaboð til þeirra sem eru í grafalvarlegum vanda t.d. vegna íbúðalána um einhvers konar aðstoð.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í öllum erlendum viðskiptamiðlun er haft eftir forsætisráðherra Íslands að eftir maraþonfundi helgarinnar telji menn ekki þörf á neinum sérstökum aðgerðum til að verja fjármálakerfið á Íslandi!

Að láta eitthvað út úr sér á þessari stundu sem hægt er að túlka með þessum hætti er fullkomlega ábyrgðarlaust og lýsir ef til engu frekar en alveg ótrúlegum óvitaskap forsætisráðherra eða vanþekkingu á því hve staðan er viðkvæm.

Geir H. Haarde er á hraðri leið í sögubækurnar sem einhver fattlausasti forsætisráðherra þjóðarinnar fyrr og síðar.

Arnar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:15

2 identicon

Heilt yfir held ég að fáir hafi stórar áhyggjur af háum innistæðum sínum í bönkum, fer ekki mikið fyrir þeim hjá hinum "venjulega" íslendingi. Það eru hinsvegar skuldirnar, verðbólgan og okurvextirnir sem eru að sliga allt venjulegt fólk. Er engra sérstakra aðgerða að vænta í þeim efnum frá gæfulausa Geir og hans liði, þ.m.t. samfylkingunni hans Dofra?

Björn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband