Bestu fréttirnar lengi

Var á kafi í vinnu í tölvunni í dag, með annað augað á fréttamiðlunum, axlirnar komnar upp að eyrum af stressi og beið eftir formlegri tilkynningu um hrun efnahagskerfisins í dag þegar dóttir mín kom blaðskellandi heim úr skólanum.

Hún henti frá sér töskunum og sagði mér í óspurðum fréttum að hún hefði verið í sundi í dag, þau hefðu prófað nýjar æfingar með nýrri tegund af flotkorkum og að það hefði verið rosalega skemmtilegt. Það væri líka búið að setja upp ný leiktæki á skólalóðinni sem væru alveg frábær. Þetta hefði verið alveg frábær dagur. Mig setti hljóðan. Þetta voru bestu fréttir sem mér höfðu verið sagðar lengi.

Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir. Öðru nær. Margir eru að tapa gríðarlegum verðmætum, margir sjá erlendar skuldir vaxa langt upp fyrir það sem viðráðanlegt er og mörgum fyrirtækjum er hætta búin.

En einmitt í þessum áhyggjum öllum er nauðsynlegt að missa ekki sjónar á því sem mestu máli skiptir. Og hlusta líka á góðar fréttir.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband