SMS vísur um ástandið

Það er gömul og góð íslensk hefð að gera upp atburði stóra og smáa með því að yrkja um þá vísu. Ferskeytlan er knappt form og gerir kröfur um hagleik og útsjónarsemi í orðum og stíl. Það má nánast segja að þegar vel tekst til sé ferskeytla eins og verulega góð ljósmynd.

Ég á nokkra góða ferskeytluvini sem ég fæ stundum vísur frá í tölvupósti eða sms um atburði líðandi stundar. Einn þeirra er ráðherra og hefur staðið í svo ströngu undanfarna daga við að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti að hann hefur engan tíma haft til að blogga. Hann segist aldrei búa til vísu nema í þessum skeytum okkar á milli en það hlýtur nú að vera af meðfæddri hógværð sagt því vísurnar eru afar liprar.

Þessa fékk ég í sms að kvöldi mánudagsins:

Eymdarsljór með augun rauð
einn ég flækist krankur.
Nú á ég ekki nokkurn auð
nú er ég orðinn blankur.

Ráðherranum fékk þessi huggunarorð til baka:

Þó heimsins gengi víst sé valt
og víða margir tyftir,
ekkert fyrir auð er falt
sem einhverju máli skiptir.

Við sjáum hverju fram vindur - og vonum það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Flottar vísur þetta!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.10.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband