Já, sæll!

Það er þrennt að í einu. A) Alþjóðleg lausafjárkreppa, B) gjaldeyriskreppa vegna vantrúar heimsins á krónunni og C) frost á íslenskum fjármálamarkaði vegna hæstu vaxta í heimi á krónum.

A og B er nógu slæmt þó ekki sé okrað svo á innlendu fjármagni að það standi varla nokkur lögleg starfsemi undir vöxtunum. Þess vegna hefur verið kallað eftir verulegri vaxtalækkun. Fyrirtækin í landinu sárvantar fjármagn til rekstrar. Hverju breytir að lækka vexti úr 15,5% í 12%?

Er virkilega enn verið að reyna að keyra hagkerfið eftir kenningum sem skiluðu okkur út í móa?  Nú þurfa hagfræðingar seðlabankans að líta upp úr skruddunum og út um gluggann. Nota heilbrigða skynsemi og lækka vexti NIÐUR Í örfá prósent í stað þess að lækka þá UM örfá prósent.

Og út með kallinn! (Þarf að ræða það eitthvað frekar?)


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ceaucescu Oddsson í Bleðlabankanum lifir enn í sömu veruleikafirringunni og hingað til. Hann hefur margsinnis sýnt og sannað að hann hefur álíka mikið vit á efnahagsmálum þjóða og dauður köttur.

corvus corax, 15.10.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Púkinn

Of lítið? Of seint?

Púkinn, 15.10.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ætli hann eigi fiðlu?

Ársæll Níelsson, 15.10.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega óskiljanlegt.. taka vextina beint niður í 7 % .. svo huxxxa málið.

Óskar Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm já ég gleymdi að segja að .. Baugur lifir enn.. vextir fara ekki í eðlilegt horf fyrr en baugur verður gerður upp....  Heil Davíð

Óskar Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 12:04

6 identicon

Það er ekki nema von að krónan hafi byrjað að veikjast svona mikið í byrjun árs, þegar hálf ríkisstjórnin talaði niður krónuna. 

Var það ekki formaður Samfylkinginarinnar sem sagði snemma árs að krónan væri ónýt?  Þetta spyrst út í heim og auðvítað eru viðbrögðin eftir því.  Gjaldeyrismiðlarar úti í heimi heyra þessi skilaboð og fara náttúrulega eftir því. 

Þetta er svona svipað og einhver byrjar á því að segja að einhver bíltegund, t.d. Nissan sé handónýt.  Brátt fer fólk að trúa þessu og enginn kaupir lengur Nissan bíla þannig að verð á þeim hríðfellur sem og hlutabréf í Nissan-fyrirtækinu.

Samfylkingarfólk sér í lagi hefur verið duglegt að rakka niður krónuna.  Kónan hefur verið lögð í einelti af þessu liði.  Allt miðar þetta að því að hrekja okkur í ESB og taka upp EVRU.  Alls konar leigupennar á þeirra vegum sem og sjálfskipaðir sérfræðingar og álitsgjafar sem kalla sig lektora, dósenta og jafnvel prósfessora, en eru í raun fótgönguliðar fyrir Samfylkinguna hafa verið duglegir við að útvarpa því um heim allan að krónan sé ónýt og því fór sem fór fyrir henni.  Takk fyrir að fella krónuna, Samfylkingarpakk!!!  Nú þarf almenningur að borga fyrir þetta lymskulega bragð ykkar dýrum dómum.

Sigurgeir Þór Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Trabant. Ætlaðirðu ekki að segja það í staðinn fyrir Nissan, Sigurgeir?

Dofri Hermannsson, 15.10.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband