Raus og varasöm þjóðernishyggja

Óttalegt raus er þetta í gamla manninum. Bretar áttu ekki miðin og aðför Brown að Kaupþingi verður seint hægt að réttlæta með því að við unnum stríðið um yfirráð yfir sjávarauðlindum landsins.

Það verður hins vegar að vara alveg sérstaklega þessu: Umræða um bankakreppuna, sem nú hefur breyst í gjaldmiðilskreppu og gæti breyst í alvarlega lífskjarakreppu innan skamms, má alls ekki fara að snúast upp í þjóðernishyggju. Hún er engum til gagns í þessari stöðu.

Málið snýst í grunninn um að hér fóru menn offari í fjárfestingum, eftirlitsaðilar sváfu á verðinum á meðan skuldbindingar þjóðarinnar á erlendri bankastarfsemi óx henni langt yfir höfuð. Þegar allt sigldi í strand voru teknar vondar ákvarðanir sem orsakaði keðjuverkun og logarnir læstu sig í hvern bankann á fætur öðrum.

Þegar allt leit út fyrir að Kaupþing myndi sleppa óskaði seðlabankastjóri eftir pólitísku viðtali í fjölmiðlum þar sem hann sagði að Íslendingar ættu ekki að standa við skuldbindingar sínar í útlöndum. Með orðum sínum hellti sá sem lýsir sér sem slökkviliðsstjóra olíu bankabálið með þeim afleiðingum að Kaupþing fuðraði upp.


mbl.is „Makleg málagjöld"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvítur á leik

Hvað ætlar Samfylkingin að gera í málinu? Ætlar hún að rausa þetta svona einn og einn þingmaður og trúnaðarmaður út í horni, eða taka ákvörðun með reisn og festu og segja Bretum nákvæmlega hvernig íslensku þjóðinni finnst um það sem Bretar hafa þegar gert, og eru að rústa með því sem þeir gerðu. Dofri! Þeir gerðu okkur að hryðjuverkafólki!!! Ferðamannabransinn á eftir að líða fyrir þetta, og við tölum ekki um allt hitt, og HITT sem þegar er búið að gera!!!!

Það er ekki hægt að kenna Dabba um þetta eingöngu! Þið eigið að hafa dug að standa í fæturnar og reyna svara fyrir þetta. Ef ekki með Íhaldinu, þá án þeirra!

Hvítur á leik, 15.10.2008 kl. 17:48

2 identicon

Hér er frétt frá mbl.is síðan 25.júni 2007 

"Innlent | mbl.is | 25.6.2007 | 14:19

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.'' 

Fyrir hverja eru okkar stjórnmálamenn að vinna fyrir ég bara spyr!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ "

Innlent | mbl | 15.10 | 13:28

B.N. (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 20:29

3 identicon

@ Hvítur : Samfylking gerir ekkert þetta er ekki flokkur sem framkvæmir. bara blaðrar.

@ Baldvin: Sjálfa sig og sýna öngva aðra, þetta er í raun bara leikrit.

Þessar meðvitundarlausu kynslóðir blaðurstjórnmálamanna hafa eyðilagt fósturjörðina, sem tók 2 kynslóðir að þræala uppúr örbirgð. Þeir sem stóðu vaktina á klippunum í þoskastríðuna snúa sér vafalaust í gröfinni yfir því hve miklar rolur íslenskir stjórnmalmenn eru. 

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Hvítur á leik

Dofri hefur ekki einu sinni kjark til að svara, enda innihaldslaus loforð sem Sf hefur boðað og blessunin hún Jóhanna! Ekkert að marka þeirra orð! SF er að tortríma sér...

Hvítur á leik, 25.10.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband