Öll á sama báti

Ung heimasæta las á miðann sem fylgdi Andrésblaðinu í síðustu viku. Þar stóð að hækka þyrfti áskriftina um 31 krónu frá og með næsta tölublaði. Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi íbúa Andabæjar fór hækkunin fyrir brjóstið á henni.

"Þetta gengur ekki, við verðum að segja áskriftinni upp." sagði hún við pabba sinn.
"Við ráðum nú alveg við 31 krónu" sagði hann, í senn pínulítið áhyggjufullur og hrærður yfir þessu meðvitaða framlagi heimasætunnar til að axla ábyrgðina á bankafárinu.

Það lítur út fyrir að þær verði ófáar krónurnar sem hún og hennar kynslóð þarf að borga fyrir óráðsíu síðustu ára. Þeirri kynslóð veitir ekki af jákvæðum og góðum siðferðisboðskap sem nesti í erfiða ferð. Þar geta íbúar Andabæjar lagt margt gott til enda á íslensk þjóðarsál þar marga fulltrúa.


mbl.is Faðmlag til bloggvina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband