Nauðhyggja skammsýnna manna

Ég skil forsendurnar að baki skoðunum Jóns Gunnarssonar alþingismanns en hins vegar er furðulegt að skynsamt fólk skuli láta sér detta í hug að það sé hægt að henda frá sér lögum um mat á umhverfisáhrifum. Finnst fólki orðspor landsins ekki nógu laskað nú þegar? Er kannski næsta heilræði að verða betri en Nigeríumenn í að svindla á fólki?
mbl.is Ekki framhjá lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég skil ekki hvernig álver á Bakka eigi að laga núverandi lausafjár og gjaldeyriskreppu.

Svo má draga þann lærdóm af atburðum síðustu vikna að ekki borgar sig að hafa öll eggin í sömu körfu. Geta menn lofað því að það verði eftirspurn eftir áli næstu fjörtíu árin? Hvað ef koltrefjar taki við eftir 10 ár og álverð hrinur?

Hvað gerir þjóðin þá?

Sigurður Haukur Gíslason, 16.10.2008 kl. 15:45

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef við festum meira orku en hingað til í álbræðslur þá eigum við aftur að vakna við vondan draum. Eftirspurn eftir ál mun pottþétt minnka á næstunni. Við megum ekki leggja allt í eina atvinnugrein. Allt of oft höfum við dottið á rassinn með þetta.

Úrsúla Jünemann, 16.10.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Veður þá ekki bara að setja neyðarlög, ef þetta umhverfismat á að taka allan þennan tíma? menn eru í æfingu.  Það er ekki víst að það verði mikið um fjármuni fyrir umfangsmikil umhverfismöt á næstunni, hvað þá fyrir önnur léttvægari atvinnuskapandi verkefni.

Magnús Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Er það ekki enn meiri nauðhyggja að halda óbreyttri stefnu þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður?

Finnur Hrafn Jónsson, 16.10.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: corvus corax

Ef við eigum að henda út lögum um mat á umhverfisáhrifum af því þjóðina vantar pening, getum við þá ekki alveg eins fellt niður lög um umferðarsektir, lög um refsingar fyrir auðgunarbrot, lög um nytjastuld og alls konar önnur lög sem þvælast fyrir peningamálum einstaklinga og þjóðarinnar sem heildar? Ef einhverntíma er áríðandi að lögskipan réttarríkisins haldi þá er það einmitt á upplausnartímum þegar annars væri hætt við að missa stjórn á gangverki samfélagsins. Ef lög henta ekki einhverjum sérhagsmunahópum verða þeir eins og aðrir að fara með þau vandræði sín í gegnum löggjafarvaldið.

corvus corax, 17.10.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband