Loftum út á Svörtuloftum

Skora á fólk að koma á Austurvöll kl. 15 til að styðja þá kröfu að Davíð Oddsson víki úr stóli seðlabankastjóra. Þó vissulega þurfi að fara ofan í saumana á svo miklu fleiri atriðum en gjörðum og vangá Davíðs ber enginn ríkari ábyrgð á ástandinu en einmitt hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er gott fyrsta skref að losna við DO.....En það þarf svo miklu meiri tiltekt

Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 12:51

2 identicon

Mæli einnig með því að stjórnin fari líka frá því ISG og GHH eru engan vegin ná að laga þessa hluti burt með allt þetta lið og reynum að finna nýtt fólk sem hægt er að treysta.

María Sveins (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Svörtuloftumút

Sigurður Ásbjörnsson, 18.10.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég vona að sem fæstir mæti því að það getur orðið ansi vandasamt fyrir þá sem að stóðu fyrir mótmælunum að afsaka sjálfan sig ef allt fer úr böndunum. Enfremur ætla ég ykkur meiri greind heldur en að halda það í raun að hér sé allt DO að kenna. Ég er ekki DO maður en ég er Íslendingur og hef skömm á þessu. Það á að ransaka mál og síðan dæma það sem þið eruð að tala um tíðkaðst á miðöldum og var kallað nornabrennur. Það verður gaman að lesa ofaná allt annað í erlendum æsiblöðum að Íslenskur múgur hafi farið hamförum. Það bætir örugglega stöðu okkar til lántöku erlendis haldið ekki?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2008 kl. 13:47

5 identicon

Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ragnar er Ísland ónýtt ? Hvað gerði Davíð hann jók frelsi reyndi síðan að koma böndum á það en var úthrópaður fyrir. Ég veit ekki til annars en að Ísland sé í góðu lagi. Við getum ekki verið svo einföld að halda að hér snúist allt um Davíð hverskonar gungur eru þá aðrir stjórnmálamenn sem að taka sér nú far með dómhörðum almúganum til að slá sig til riddara.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2008 kl. 14:03

7 identicon

Davíð Oddsson var formaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnaði einkavinavæðingunni.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.
Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.

Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandi í þeirri áhættu sem sem fylgdi bankastarfseminni.  



Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:20

8 identicon

það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld
þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og
Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá
freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga
spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til
Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í
Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn
hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála
Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 %
af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn
eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök
att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs
av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:26

9 identicon

Það vill engin þjóð hafa samskipti við íslendinga nema við skiptum um fjármálastjórn.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Einnig frétt RUV 18.10.2008 14:14

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item232249/
Tilvitnun:
"hafa borist skýr skilaboð frá seðlabönkum sem leitað hefur verið til um lán, að lán verði ekki veitt nema að formlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði komið á."
Tilvitnun:
"Það á þó eftir að koma í ljós hvaða skilyrði Gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni og hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við þeim."
 
Fyrsta skilyrðið verður að koma á ábyrgri fjármálastjórn = reka Davíð Oddsson!

Það má einnig geta þess að viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi er talið hafa kostað hvert mannsbarn á Íslandi milli 10 og 20 milljónir ISK
300.000 x 20 millj = 6000 milljarðar ISK!

Vill einhver að Davíð Oddsson sitji áfram og hafi umsjón með fjármálum Íslands?

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband