Áhugaverð athugasemd

Barst þessi athugasemd við síðustu færslu. Áhugavert samhengi.

það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld
þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og
Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá
freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga
spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til
Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í
Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn
hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála
Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 %
af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn
eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök
att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs
av den isländska statens depositionsskydd.

Dugar skammt að bölva Bretum fyrir allt sem aflaga hefur farið. Þótt þeir hafi farið fruntalega að vinaþjóð er ljóst að margir sem áttu að halda vöku sinni hafa sofið á verðinum. Manni líður eins og maður hafi skrifað upp á 150 yfirdráttarheimild hjá nákomnum ættingja sem síðan hafi farið á hrikalegt eyðslu- og neyslufyllerí og maður fær reikning í hausinn fyrir 15 milljónum. Andskotans!


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið. 

Við brögð Bretanna eru náttúrulega einsdæmi - og vondi fara ráðamenn ekki að gera einhverja skyssu vegna þeirra - þá er betra að bíða og þreyja þorrann.

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Baldvin og flokkur hans kom þessu kerfi á sem hefur gert Íslendinga að bónbjargarmönnum.Hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna.Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er hans smíð.Bretar skeina sig nú á þessum samningi og hóta Íslendingum.Aðrir elta þá.Samfylkingin verður að svara því hvort Bretar og aðrar  þjóðir séu að fara eftir samningnum.Ef svo er, ber að segja þessum samningi upp strax.Ef svo er ekki. ber að sjálfsögðu að höfða mál á hendur þeim þjóðum sem eru að brjóta hann.Þangað til úrskurður fæst, ráðlegg ég sem flestum að nota samninginn sem skeinipappír ef hann er þá nothæfur til þess.Því miður bendir flest til þess að ef við fáum sérsamninga við inngöngu í ESB þá muni Bretar beita okkur hervaldi hvenær sem þeim býður svo við að horfa.Það lið sem situr í kringum Fúlapytt,Tjörnina í R.vík.mannauður þjóðarinnar eins og það kemst sjálft að orði,hefur með leikara og fíflagangi sett Íslensku þjóðina á hausinn og gert hana að athlægi um allan heim.Því ber að færa höfuðstað Íslands strax frá Rvík. og setja höfuðstaðinn niður sem lengst frá þessum hirðfíflum sem dansa kringum Tjörnina. 

Sigurgeir Jónsson, 18.10.2008 kl. 17:11

3 identicon

Takk fyrir þetta Dofri.  Þú, ólíkt sumum, hefur glöggt auga fyrir því áhugaverða.

Athugasemd EinarA hef ég rekist á áður og sendi m.a. á Egil Helgason (nafnlaust að vísu) fyrir tveim dögum og varpaði fram á bloggi Friðrik Þórs í gærkvöldi.
Það virðist mjög erfitt að fá upplýsingar um af hverju Finnar frystu hið "traustvekjandi" Kaupþing tveim dögum áður en Brown greip til sinna ráða. 

Næstum eins og megi ekki ræða þetta?

Tekið skal fram að Friðrik Þór sagðist kannski ætla að athuga málið.  Egill hefur hvorki svarað né minnst á þetta í sínum pistlum.

Fyrir þá sem ekki skilja norðurlandamál má benda á þessa klausu úr International Herald Tribune:

"The government agency said that since Monday [6. október] it has halted all flow of funds from Icelandic-owned banks in Finland, and that no withdrawals could be made at the Finnish branch of Kaupthing, Iceland's largest bank."
(Slóð)

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:16

4 identicon

Frysting og lokun bankanna í Finnlandi var ekkert gerð í kyrrþey. Hvernig hefði það líka átt að vera hægt?  En það fór vissulega ekki mikið fyrir henni í fréttum í öllum látunum þessa dagana.

Það eru veittar nokkar upplýsingar um frystingu bankanna þriggja í Finnlandi og forsendur hennar á heimasíðu finnska fjármálaeftirlitsins. Þær eru þar á sænsku og ensku auk finnskunnar.

Stofnunin heitir Finansinspektionen á sænsku. Finnst með Google. Ætti líka að skila sér með þessum slóðum.

http://www.rata.bof.fi/Swe/Sparare_och_investerare/Kundskydd/fragor_och_svar_bankvarlden.htm

http://www.rata.bof.fi/Swe/Publicerat/Pressmeddelanden/10_2008.htm

Einungis Kaupþing var íslenskur banki og starfsemi bankans í Finnlandi var smá í sniðum, skilst mér. Hinir tveir munu hafa verið finnsk fyrirtæki.  Ef marka má upplýsingarnar á heimasíðu finnska fjármálaeftirlitsins höfðu þessir bankar ekki flutt innstæður þaðan þegar starfsemi þeirra stöðvaðist. Þar kemur heldur ekkert fram um að starfsemi þeirra hafi verið ólögleg eða óeðlileg. Finnska fjármálaeftirlitið hefur þó bersýnilega talið einhverjar líkur á því að fé af Kaupþingsreikningum í Finnlandi yrði flutt úr landinu. Kannski til Bretlands?

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Elías Theódórsson

Svo vill meirihluti þjóðarinnar með Samfylkinguna í broddi fylkingar ganga í efnahagssamband við þessar þjóðir.

Elías Theódórsson, 18.10.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er allt Jóni Sigurðsyni að kenna.. andskotans sjálfstæðisbrölt hans endaði í gjaldþroti 2008... 

Hvernig dettur mönnum í hug að kenna jóni Baldvin um skaðann ? Hversu heimskir og sjálfhverfir geta menn verið ??   Sigurgeir ertu algert helv fífl ??

Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er auðvitað alveg tvímælalaust Ingólfi Arnarsyni að kenna "sem endur fyrir löngu, Ísaland fann og nam og bjó sér þar ból" o.s.frv.

(En athyglisvert þetta með Kaupþing í Finnlandi)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2008 kl. 00:34

8 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Ég er nú bara kjaftstopp yfir bullinu í þér Dofri.  Er ekki augljóst að við hoppum úr  0% yfir í svona 60-70% af landsframleiðslu sem skuld ríkisins?  Ef heildarskuldir bankanna voru 10.000 milljarðar og okkar svona 2.000 milljarðar, og eiginfjárhlutfall fellur undir dæmigerð 20% í útlandinu (Seðlabankinn var í þetta 9% kröfu allan tímann) þá lendir þetta í svona 500 milljörðum plús 100-200 milljarðar sem við höfum borgað til útrásarvíkinganna.

Sem sagt, svona 700 milljarðar af þetta 1200 sem við búum til með svita, blóði og tárum á ári hverju.  Takk fyrir segi ég gagnvart Samfylkingunni sem blaðrar sig enn hása...

Bjarni G. P. Hjarðar, 19.10.2008 kl. 02:12

9 identicon

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á ráðherrum sem fara með þessi mál. Ingibjörg Sólrún Utanríkisráðherra og Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra. Þetta er á þeirra könnu og forræði.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 05:33

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég vísa spurningu þinni til föðurhúsanna óskar þorkelsson.ekki þarf nema að líta á útlit þitt til að sjá hvað þú ert.Staðreyndin er sú að samningurinn um Evrópska Efnahagssvæðið sem Jón Baldvin ber mesta ábyrgð á og átti að vernda okkur gegn fjárkröfum nema að takmörkuðu leyti er ekki virtur af ESB.Engu að síður æðir Jón Baldvin um víðan völl og ætlar að troða okkur inn í ESB, sem er að hrynja fjárhagslega, rétt eins og við, en það er spurningin hvor verður fyrr að standa upp.Ég trúi því að það verði Ísland, svo framarlega ef við látum ekki afdankað heimsveldi sem einu sinni var Bretland og eftirbát þess sem altaf hefur fylgt þeim í kjölfarið eins og hýena, Holland ginna okkur til samninga sem þeir ætla sér ekki að virða.

Sigurgeir Jónsson, 19.10.2008 kl. 10:17

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég kenni þá bjarna Ben um.. hann stjórnaði á 6 áratugnum..  Þótt JB hafi komið íslandi í EES gerir það hann ekki ábyrgan fyrir gjörðir framsóknar og sjálftektar síðan þá sauðurinn þinn. 

Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 10:59

12 Smámynd: Þórhallur

Ég krefst þess að þeir sem stálu þessum fáu krónum sem ég átti í banka, og eru að stela þeim krónum sem ég á í húsnæðinu  verði dregnir til saka strax, ekki síðar. Þetta á líka við um þá stjórnmálamenn sem upphafið áttu. þessa sömu og hafa gefið allt sem ríkið hefur átt. þeir gáfu frá okkur kvótann, þ.e. allt sem við áttum, og allt sem við hefðum getað eignast á næstu áratugum. Og ekki nóg með það. Þeir gáfu öll þau fyrirtæki sem gáfu ríkinu tekjur. Svo ætlast þeir til að fá að sukka áfram, og láta okkur borga brúsan. Nei takk. Nú er komið nóg og það þarf að gera þeim grein fyrir því með öllum mögulegum ráðum. Björn Bjarnason er greinilega framsýnn maður, allavega í sumum málum. Hann gerði sér grein fyrir að með stefnu sjálfstæðisflokksins kæmi að því að fólk fengi nág. Þessvegna byggði hann upp lögreglu með því að ráða eingöngu menn sem beittu ofbeldi áður en spurt væri.  Þess vegna hefur hann líka lagt mikla áherslu á að vopna lögregluna. Það er ekki um það deilt að lögreglan þarf að beita hörku í tilfellum þar sem um er að ræða mafíur og þess háttar. en þá þurfa menn að vera það skynsamir að geta greint á milli hvenær á að beita ofbeldi og hvenær ekki. Það eru þessir menn óhæfir um

Þórhallur, 19.10.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: Elías Theódórsson

Hvað hefur bankamálaráðherrann verið að gera síðan hann tók við? Ber hann einhverja ábyrgð? 

Elías Theódórsson, 19.10.2008 kl. 13:22

14 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Sitt sýnist hverjum í þessari umræðu. Of flókið mál til að ég geti sett fram sannfærandi skoðun á þessu.  Bíð eftir að við almennir skattborgarar fáum skýringu á þessu þegar verður búið að fara vel ofan í saumana á þessum ósköpum öllum saman.

Sólveig Klara Káradóttir, 19.10.2008 kl. 15:00

15 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Góð spurning, Elías, þetta með ábyrgð bankamálaráðherrans. Hvað hefur hann verið að gera? En hann er jafn mikill "fagmaður" í fjármálum eins og seðlabankastjórinn okkar.

Úrsúla Jünemann, 19.10.2008 kl. 18:53

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið

Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !

Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.

Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband