Tveir Moggar!

Það er merkilegt að enginn skuli hafa gert athugasemd við þessar sameiningar. Hvar eru nú kyndilberar dreifðrar eignaraðildar á dagblaðamarkaði? Er virkilega löglegt út frá samkeppnissjónarmiðum að Árvakur skuli eiga bæði Moggann og Fréttablaðið? Gamla og nýja Moggann?
mbl.is Áhyggjur af fjölmiðlum hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér fyrir að vekja máls á þessu. Ástandið dagblöðunum er að mínu mati mikið áhyggjuefni og ég sé ekki betur en að fyrirsögn þín geti átt við rök að styðjast. Tveir Moggar. Mogginn er ágætur en einn er held ég alveg nóg. Ég er eindreginn fylgismaður dreifðrar eignaraðildar á fjölmiðlum - eins og vinstri menn alls staðar í veröldinni nema á Íslandi - en var ekki gamla góða fjölmiðlafumvarpið fólgið í breytingu á útvarpslögum? Þar var að mig minnir ekki fjallað um prentmiðla og það var galli á þessum lögum.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.10.2008 kl. 09:14

2 identicon

Athyglisverður er munurinn á fréttaflutningi Reuters eða moggans af fjölda mótmælenda á Austurvelli á laugardaginn:

http://uk.reuters.com//news/video?videoId=92427&src=vidAd1

Annaðhvort eru blaðamenn svona útkeyrðir eftir ástandið undanfarnar vikur eða (og það er verra) þeim hefur verið uppálagt að lepja upp rangar tölur frá lögreglunni. Mín tilfinning er að Reuters sé með töluna nokkurveginn rétta og hvað gengur mogganum þá til?

Ásdís (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og hvernig er eignarhaldið á Árvakri núna? Hefur það birst einhvers staðar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Kosturinn er að nú er helmingi meiri pappir til að skeina sér á

En svona í alvoru, þetta er svolitid mikid klikk... þeim er samt vorkunn med utgáfukostnadinn. Hvad eiga þeir ad gera... fara á hausinn?

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband