20.10.2008 | 13:54
Loksins góðar fréttir
Það eru auðvitað ekki góðar fréttir að það þurfi að leita til IMF en fyrir þjóð sem er í þeirri stöðu sem Ísland er í dag eru það þrátt fyrir allt góðar fréttir að það eigi að fara að gera eitthvað í málunum. Nú hefst tími endurreisnarinnar. Hann mun verða erfiður en í honum munu líka felast mörg tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það er jákvætt hvað margir hafa komið fram með hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífinu. Við höfum mikla þörf fyrir slíkar hugmyndir núna.
Við eigum að líta til Finna sem tókst á stuttum tíma að vinna sig út úr gríðarlega erfiðu ástandi. Þeir lögðu spilin á borðið og sögðu sem svo: "Hvað getum við gert til að bjarga okkur, annað en að ganga á auðlindir okkar?" Þeir lögðu mikla áherslu á rannsóknir og þróun nýrra viðskiptahugmynda og friðuðu megnið af Lapplandi, lítt snortnu svæði á stærð við Ísland. Sköpuðu þar paradís útivistar- og náttúrutúrisma, heimsþekkt dæmi um vel heppnað átak, einkum í "off season" ferðaþjónustu.
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Sæll Dofri
Eitt af forskotum Finna í vetrarferðamennsku, miðað við Ísland er að þar ríkir stöðugra vetrarríki þar sem snjórinn helst í fleiri mánuði og er ekki alltaf að bráðna eða verða að svelli. Ævintýraleiki vetrarumhverfisins er því umtalsverður og mjög eftirsóknarverður fyrir íbúa sunnar úr álfunni eða frá Ameríku eða Asíu. Ég held þó að það séu mörg sóknarfæri í ferðaþjónustu á Íslandi og eitt þeirra er að snúa mínusum í plús (vondu veðri í aðdráttarafl). Reyndar held ég að mikið hafi verið að gerast í þessu á liðnum árum og nú ríður á að halda áfram og frekar efla það góða starf sem unnið hefur verið víða um land á þessum vettvangi. Ég veit t.d að Reykholt í Borgarfirði og hótelið þar lifir mest orðið á gestkomum Asíubúa yfir vetrartímann sem koma til að upplifa náttúruöflin, norðurljósin og elskast;)
Ekki má þó gleyma þegar að afrekum Finna er haldið á lofti að finnar þurftu að fara út í miklar fjárfestingar, t.d í Saariselka og Rovaniemi til að byggju upp vetrarferðamennsku þá sem þeir eru orðnir þekktir fyrir. Norðmenn og Svíar eru bitrir yfir hvernig að Finnar nota samíska menningarlegar hefðir í sölutilgangi og afbaka og skrumskæla heilög vé í verslunarvöru. Þannig að uppbyggingin er umdeild meðal nágranna þeirra.
Og svo segir ég ef efla á nýsköpun í ferðaþjónustu á Íslandi þarf að einfalda regluverkið og leyfisveitingar til muna.
Anna Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 15:10
Af hverju eru þetta góðar fréttir ?? og af hverju er þjóðin í þessari aðstöðu?
Samfylkingin ætlar kanski að halda blaðamannafund um málið? Eins og þennan hérna:
Kaupmannahöfn mars 2008
- alþjóðlegur blaðamannafundur til styrkingar of stórum og illa stefnumótuðum bönkum á Íslandi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra:
„Sumir halda því fram að bankarnir séu orðnir of stórir fyrir landið og núverandi órói muni hafa í för með sér alvarlega efnahagskreppu í íslensku samfélagi. Að minni hyggju er enginn fótur fyrir þessum ótta.“
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2008 kl. 15:25
Það hefði betur verið hlustað á aðvaranir seðlabankastjórans
Úrdráttur úr ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar
--------------------------------------------------
Seðlabanka Íslands, á morgunfundi
Viðskiptaráðs Íslands 6. nóvember 2007
-----------------------------------------------
Útlánaaukning hefur verið gríðarleg á sama tíma og við höfum farið í
gegnum mestu fjárfestingu sem um getur í sögu landsins,
umbreytingar í peningakerfinu, stórkostlega fjármálalega innspýtingu
í húsnæðismarkaðinn og svo mætti áfram telja. Því er heldur ekki að
neita að verulega hefur dregið úr samkeppni, margvísleg samþjöppun
á markaði og tvíokun er víða ríkjandi. Ekki er um það deilt að nægileg
samkeppni á flestum sviðum sé helsta forsenda þess að ákvarðanir
seðlabanka hvers lands miðlist vel inn í efnahagslífið og skili árangri.
--------------------------
Sumir telja að bankinn eigi að beita öðrum úrræðum en því helsta
vopni sem hann hefur í sínum fórum. Er þá einkum vísað til
bindiskyldu bankanna. Bindiskyldan er úr sér gengið úrræði, sem
mundi að auki hafa takmörkuð og illa fyrirsjáanleg áhrif önnur en að
leiða til hærri vaxta. Eftir einkavæðingu bankanna og vaxandi umsvif
þeirra erlendis var óhjákvæmilegt að hafa bindiskyldu hér á landi með
svipuðu sniði og annars staðar gerist, ella hefði samkeppnisstaða
fjármálastofnana á Íslandi verið allt önnur og lakari en þeirra sem þeir
eiga í samkeppni við. Engir seðlabankar í hinum þróaða heimi nota
bindiskyldu lengur í baráttunni við verðbólgu.
--------------------------
“Útrás” virðist þegar grannt er skoðað ekki vera annað en venjuleg
fjárfesting erlendis; auðvitað iðulega einnig nýting á þekkingu og
hæfileikum í bland við fjárfestinguna. Þannig mætti kalla byggingu
álvers á Reyðarfirði útrás ALCOA til Íslands. Það hefur reyndar ekki
verið nefnt. Þar er það fjárfesting í bland við þekkingu í áliðnaði sem
er notuð. Úrásin er auðvitað að mörgu leyti efnileg og sumir þættir
hennar hafa þegar skilað töluverðu í aðra hönd, ekki síst vegna þess að
menn notfærðu sér hagfelld skilyrði og ytri aðstæður. Ódýrt fé lá um
hríð hvarvetna á lausu og ýmsir aðilar hér á landi nýttu það tækifæri af
djörfung og krafti. Hin hliðin á útrásinni er þó sú og framhjá henni
verður ekki horft, að Ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis.
Á sama tíma og íslenska ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og
innlendar og erlendar eignir Seðlabankans hafa aukist verulega, þá
hafa aðrar erlendar skuldbindingar þjóðarbúsins aukist svo mikið, að
þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smáræði í samanburði við það. Allt
getur þetta farið vel, en við erum örugglega við ytri mörk þess sem
fært er að búa við til lengri tíma.
--------------------------
Útrásarorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera
innrás í opinber fyrirtæki almennings, þá er innrásin kölluð útrás. Og
fyrirtæki sem hafa þá frumskyldu, að lögum og samkvæmt efni máls,
fyrst og fremst að veita almenningi þjónustu við hinu lægsta verði, eru
í nafni útrásar skyndilega farin að taka þátt í áhættu erlendis, án þess
að skynsamleg umræða um þau atriði hafi farið fram í landinu áður. Í
öllum þessum efnum þurfa menn að fara að með gát.
--------------------------
Okkur Íslendingum hefur gengið vel að undanförnu og menn hafa
kunnað fótum sínum forráð, en það er heimskulegt að halda að við
getum slakað á kröfum til okkar sjálfra, ef áfram á vel að fara. Ein
þeirra krafna er örugglega sú, að leyfa ekki verðbólgu að festast í sessi
á nýjan leik. Allur undansláttur á þeirri kröfu mun bitna á almenningi í
landinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Við megum ekki auka
erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram það sem nú er, þvert á móti er
okkur rétt og skylt að grynnka á þeim skuldum og ná þar jafnvægi.
Útrásaráformum þarf því að setja skynsamleg mörk. Sá óhófsandi sem
að nokkru hefur heltekið okkur má ekki ráða ferðinni til framtíðar.
Við vitum að víða er uppgangur okkar lofti blandaður. Við því er
ekkert að segja og það er eðlilegt að þættir eins og óefnislegar eignir
séu fyrirferðarmiklar á uppgangstímum þegar vel gengur, en þegar á
móti blæs og harðnar á dal, þarf aðeins lítið gat til að loftið leki úr
slíkum eignum. Þar er því einnig aðgæslu þörf.
--------------------------
Seðlabankanum er að lögum fengið tiltekið afmarkað hlutverk. Af
hálfu bankans er það hlutverk tekið mjög alvarlega. Bankinn biðst
ekki undan gagnrýni á störf sín og ákvarðanir, en honum þætti vænt
um að fá stuðning við viðleitni sína til að halda verðbólgu í skefjum.
Það kemur öllum landsmönnum vel ef góður árangur verður af þeirri
baráttu. Ef allir leggjast á eitt er víst að vextir geta lækkað fyrr og
hraðar en ella, svo vikið sé í lokin að spurningu í yfirskrift fundarins.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2008 kl. 15:27
það er til fullt af góðum kommentum eftir Adolf Hitler...
Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 16:38
Gunnar: Þó svo að Davíð Oddson hafi áttað sig á þeirri hættu sem að steðjaði Íslandi í nóvember 2007 gerir það hann ekki að góðum Seðlabankastjóra. Það er einnig merkilegt að hann varar ekki fólk við fyrr en svo seint árið 2007, en bankarnir voru byrjaðir á útrásinni þegar árið 2006.
Þegar hann áttar sig á hættuni árið 2007 á hann að gera tvennt:
1. Beita öllu ráðum til að auka gjaldeyrissjóð Íslands. Samkomulagið við Norðurlöndin var alltof lítið.
2. Beita sér fyrir því að tekinn verður upp traustari gjaldmiðill en íslensk króna. Það er svo ótrúlega augljóst að það mun aldrei ganga upp að vera með eigin gjaldmiðil í 300.000 manna landi. Sérstaklega í ljósi þess að við eigum ekki óendanlegan gjaldeyrissjóð eins og Noregur með sína olíupeninga.
Þetta tvennt og sú staðreynd að Davíð Oddson rígheldur í íslensku krónuna enn þann daginn í dag gerir hann að vanhæfum Seðlabankastjóra, enda myndu allir alvöru hagfræðingar hafa tekið allt aðra ákvörðun en hann. Þessi vanhæfni hans hefur enn greinilegar komið í ljós á síðustu vikum með Glitnisklúðrinu, seinagang í vaxtalækkunum og ekki síst því sjónvarpsviðtali þar sem hann lýsti því yfir að Ísland myndi ekki borga fyrir skuldir "óreiðumanna".
Mér þótti hann fínn og skemmtilegur pólitíkus, en að hafa hann sem seðlabankastjóra er algjörlega út í hött. Hvaða önnur vestræn þjóð er með gamlan polítíkus í stað hagfræðings sem seðlabankastjóra ?
Varðandi IMF, þá var það augljóslega eini kostur okkar til þess að fá tilbaka traust erlendra seðlabanka og geta átt eðlileg viðskipti við útlönd. IMF er hræðileg stofnun og er hrikalegt að við neyddumst til þess að leita þangað, en Rússinn hefði örugglega verið ennþá verri.
Ernir Erlingson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:11
Hvaða önnur vestræn þjóð er með gamlan polítíkus í stað hagfræðings sem seðlabankastjóra ?
Davíð Oddsson er ekki gamall. Hann er reyndur og traustur maður og hefur alltaf viljað Íslandi hins besta. Hann er mikill Íslendingur og einn af merkustu stjórnmálamönnum Íslands nokkurntíma. Ef það er einhver sem þekkir slæmar afleiðingar óðaverðbólgu þá er það hann. Það er m.a. honum og hæfum starfsmönnum Seðlabanka Íslands að þakka að núverandi verðbólga varð ekki að óðaverðbólgu, og að það er ennþá til gjaldeyrir í landinu.
Viltu heldur sitja í 1,2% verðbólgu og 12% stýrivöxtum í evru ? Það hef ég prófað.
---------------------------------
Evrópski Seðlabankinn
---------------------------------
Nafn: Jean-Claude Trichet
Staða: Seðlabankastjóri
Reynsla: In January 2003 Trichet was put on trial with 8 others charged with irregularities at Credit Lyonnais, one of France's biggest banks. Trichet was in charge of the French treasury at that time. He was cleared in June 2003 which left the way clear for him to move to the ECB
Takk fyrir
kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2008 kl. 19:44
Þér er frjálst að flytja heim Gunnar.. hér er svoddan gósentíð að þínu mati að ég fyllist bara bjartsýni.. komdu nú heim og hjálpaðu til við að hreinsa upp eftir sjálftektarflokkinn.
Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 19:53
nú er rétti tíminn að keyra á framkvæmdir á bakka, helguvík og skoða alvarlega olíuhreinsunarstöð - nú væri gott ef vg-ráðherrann myndi draga ákvörðun sína til baka
Óðinn Þórisson, 20.10.2008 kl. 20:03
IMF mun gera kröfur um hærri vexti (lán kosta peninga) og draga úr ríkisútgjöldum (höfum ekki efni á skólum o.s.fr.). Takk fyrir Ingibjörg, takk Halldór og síðan alveg takk kærlega fyrir Davíð Oddsson.
Björn Heiðdal, 20.10.2008 kl. 20:14
Ég held eins og þú segir að við höfum ósköp litlu að flagga til að gera stórar kröfur. IMF gæti verið okkur bjargvættur til að komast á skrið og ég er þér alveg sammála að fara finnsku leiðina. Taka þetta skref fyrir skref og skapa tækifæri. Það eru skref sem "blíva" eins og sagt er en ekki skammtímalausnir.
Sigurlaug B. Gröndal, 20.10.2008 kl. 21:45
Takk fyrir að þora að hugsa Gunnar
þakklátur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:14
Meira um Trichet:Jean-Claude Trichet (born December 20, 1942) is a banker was born in Lyon, France, trained as an engineer at the École nationale supérieure des Mines de Nancy and later as a civil servant at the Institut d'etudes politiques de Paris
þakklátur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:22
Rétt Dofri, við eigum að vinna okkur út úr þessu í rólegheitum og taka sem minnst af lánum. Við gætum t.d. byggt torfkofa upp á gamla mátann í þeim byggðum sem afskekktastar, hvar mestu veðravítin eru og verst hafa farið út úr samdrættinum í landbúnaði, selt síðan ferðamönnum yfir veturinn, vikudvöl þar sem skyr, súrmatur, saltkjöt og kaplamjólk er eina fæðan og vaðmálsföt eru það sem ver fólk fyrir kuldanum. Þau sem halda út í 7 daga fá ferðina endurgreidda.
E.S. Það er með ólíkindum að það skuli enn vera til blind íhaldsfífl og davíðistar. Þó hér standi ekki steinn yfir steini eftir stjórnarsetu sjálftökuflokksins, þá er enn til fólk sem ver þá, eða kennir öðrum um það sem úrskeiðis fór. Eitt og aðeins eitt getur skýrt þessa hegðun og það er að þessu aumingjans fólki hefur ekki verið kennt að skammast sín.
Magnús Vignir Árnason, 21.10.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.