21.10.2008 | 12:31
Tvískinnungur yfirvalda
Lög og reglur um heimaslátrun eru líklega einhver þau bjánalegustu af mörgum en þegar kemur að heimaunnum matvælum erum við kaþólskari en sjálfur páfinn. Af hverju í ósköpunum mega bændur ekki slátra heima hjá sér og selja sína afurðir beint til neytenda?
Ég þekki vel til heimaslátrunar og segi eins og mágkona mín af Jökuldalnum að ég vil helst ekki borða lömb sem ég þekki ekki. Með öðrum orðum, ég vil vita hvaðan kjötið kemur og á hvernig landi féð hefur gengið. Það er tvennt ólíkt að borða lamb sem gengur um lyngi vaxið land eða lömb sem eru alin á káli í hálfan mánuð fyrir slátrun til að auka þyngd sína. Ég vil líka frekar að slátrunin sé unnin heima á býlinu af einum aðila sem ég treysti fyllilega til að gæta að öllu hreinlæti frekar en að lambið sé dregið inn í blóðlyktina og svo komi tuttugu mismunandi aðilar að verkinu.
Tvískinnungurinn gagnvart viðskiptum með heimaunnið lambakjöt er algjör. Fólk er elt uppi eins og glæpamenn með fyrsta flokks matvæli og þau gerð upptæk ef um heimaunnið lambakjöt er að ræða. Ef maður hins vegar fer og skýtur hreindýr upp á heiðum, þess vegna í gegnum belginn, gerir að því við frumstæðar aðstæður og dregur svo skrokkinn fleiri kílómetra á eftir sér þá er fullkomlega löglegt að selja hræið sem fyrsta flokks gúrme kjöt í verslanir!
Tvískinningurinn er líka af hálfu löggjafans. Þegar ég í fyrra stóð í röðinni í mötuneyti alþingis til að bragða á prýðisgóðu hangiketi sem þar var í matinn um jólin í fyrra heyrði ég á tal tveggja þingmanna fyrir framan mig í röðinni. Þeir voru auðvitað að spyrja hvor annan hvaðan þeir keyptu heimaslátraða og heimareykta jólahangikjötið sitt!
Væri ekki nær að koma einhverri vottun á heimaslátrun frekar en að elta menn uppi með lambakjöt eins og um dópsmyglara væri að ræða?
![]() |
Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég hefði haldið að stjórnvöld hefðu að nógu öðru að huga þessa dagana en að vera að eltast við fólk sem reynir að sýna smá sjálfsbjargarviðleitni.
Það fáránlegasta í þessu öllu er að matvælunum skildi svo vera eytt. Þetta er gott dæmi á hvaða leið stofnanavæðing á Íslandi stefnir og hvar áherslurnar liggja!
Mikið hefði nú verið annars gott að eftirlitið á öðrum stöðum hefði verið í lagi það sem raunverulega þurfti á því að halda.
Í dag er búið að búa til fullt af gervieftirliti sem virðist hafa þá einu þörf að angra venjulegt vinnandi fólk.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 13:35
Sammála þér Dofri - ég veit að Össur ferðamálaráðherra er líka sammála þessu - en ég veit ekki með Einar landbúnaðarráðherra eða ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis - en nú væri kannski lag að athuga hvort ekki er hægt að einfalda þetta eitthvað í góðri sátt við hagsmunaaðilana dýralækna og afurðastöðvar.
Anna Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:43
Algerlega sammála
Vitleysan er orðin svo mikil að t.d. ég sem er mjólkurframleiðandi ég má drekka mína eigin mjólk ógerilsneydda og fína, en ég má ekki gefa gestum mjólkina út í kaffið, þá er hægt að kæra mig til matvælastofnunar ef það kemst upp. Samt er seldur broddur í Kolaportinu ógerilsneyddur án athugunarsemda. !!!
En ég sem bóndi má slátra og borða mínar afurðir hvort sem það er kjöt eða mjólk en ég má ekki einu sinni gefa þær vegna þess að það getur verið stórhættulegt fyrir almúgann að neyta þeirra. Annaðhvort erum við bændur með miklu sterkari maga sem þolir allan skítinn hjá okkur eða Matvælastofnun er hjartanlega sama hvort við drepumst eða ekki
Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera okkur að miklum krimmum.
Sigurður Baldursson, 21.10.2008 kl. 17:00
Hvenær hefur einhver veikst af því að borða kjöt af heimaslátruðu? Efast um að það sé hægt að benda á eitt einasta dæmi í Íslandssögunni. Hins vegar má selja hænsnakjöt, sem alltaf er hætta á að hafi einhvern óþverra í sér. Þar eru skilaboðin frá heilbrigðisyfirvöldum einfaldlega - ,,Bara elda það nóg og vel". Þeir lögreglustjórar sem láta sína menn sóa vinnutímanum í þetta ættu að hugsa sig um hvort þeir gætu ekki gert eitthvað þarfara við tímann. Eða eins og Davíð sagði: ,,Svona gera menn ekki"
Þórir Kjartansson, 21.10.2008 kl. 17:34
það er verið að vernda sláturleyfishafa í boði framsóknar síðan um miðja 20 öldina...
eins gott að það sé ekki fylgst með mér á næstu vikum... ég er með hnífinn og stálið í bílnum vegna þess að það er kallað í mann í úrbeiningar á heimaslátruðu hvenær sem er þessa dagana...
Ég gæti misst kjötiðnaðarleifið... spáið í delluna
Óskar Þorkelsson, 21.10.2008 kl. 18:17
300 kg., þessi kílóafjöldi er nú hlægilega lítill. Segjum að bóndinn hafi verið að keyra kjöt í bæinn til ættingja og vina sem hjálpað hafa í göngum og réttum, þá er þetta náttúrulega ekki neitt magn.
Auðvitað verða allir að fara eftir reglum. Ef reglurnar eru rangar eða óréttlátar þarf að breyta þeim og við höfum ákveðnar leiðir til þess. Notum þær! Höfum áhrif á löggjafann.
Meira af heimaslátruðu væri bara gott fyrir ferðamennsku í landinu, bændur gætu boðið upp á eigið kjöt og aðrar heimaunnar vörur um leið og farin er skoðunarferð um bóndabýlið eins og tíðkast víða í Evrópu. En þetta þarf auðvitað að fara rétta leið.
Gunnar Þór Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.