2 milljónir á mánuði!

Á hvaða forsendum fær nýi bankastjóri Nýja Kaupþings 2 milljónir á mánuði?
mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gert svo við sökkvum öll hraðar

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:27

2 identicon

Og Vegna Þess að Samfykingin er við Völd

Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:28

3 identicon

Það er augljóslega vegna þess að hann ber ábyrgð á öllu heila klabbinu.     Forsetinn ber enga ábyrgð nema á fagninu, þess vegna fær hann bara 1500 þús.

R

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:45

4 identicon

Já, mér fannst flott hjá honum að gefa þetta upp, gagnsæi eyðir tortryggni.

Það má síðan deila um launin sjálf. Laun hans eru innan við 1/30 af mánaðarlaunum fyrirrennara hans sem voru litlar 64 millur á mánuði.

masi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Mér finnst líklegt að hinir bankastjórarnir nýju, konurnar, fái sömu laun.

En karlinn eini er maður að meiru að segja frá launum sínum. Þær hafa verið í feluleik og neitað að gefa upp laun sín. Þó voru sett nú (kynja)jafnréttislög fyrir nokkru með þeim yfirlýsta tilgangi að það væri til að jafna rétt kvenna og karla, með því að segja það ólög að opinberir starfsmenn mættu ekki segja frá launum sínum! Það myndi halda launum kvenna niðri (sic!)

Konurnar sem nú eru nýjir bankastjórar virðast ekki styðja hugmyndafræðina í nýju lögunum - aðeins karlinn. Athyglisvert.

Viðar Eggertsson, 21.10.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

En hvernig stendur á því Dofri að nú er tími pólitískra vinagreiða runninn upp í miðri krísunni, hjá Samfylkingunni?

Nú eruð þið að ráða mann til starfa sem forstjóra Kaupþings, mann sem á að leiða fyrirtækið til hagsældar væntanlega, sem að náði að koma Icebank nánast á höfuðið í miðri UPPSVEIFLUNNI.

Hvers vegna ætti að treysta honum til verksins nú?

Baldvin Jónsson, 21.10.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Veistu það Dofri, að mér flökraði við að sjá í fréttum sjónvarpsins í kvöld upptalningu á þeim svimandi háu launum sem þessir yfirmenn bankanna hafa verið að fá á síðustu árum. 61 milljón í mánaðarlaun!!!!! Þetta eru stjarnfræðilegar tölur í huga okkar almennu launamanna. Ég spyr þessa sama og þú hvað réttlætir 2 milljónir í mánaðarlaun? Það var talað um hina gríðalegu ábyrgð sem þessir menn báru og fengu því slíkar tölur sem þessar í laun. Í mínum huga fengu þau ævilaun marga sem fyrirframgreiðslu og þeir skulu standa undir ábyrgðinni í dag! Nú hins vegar telja þeir sig ekki bera ábyrgð á því sem gerst hefur. Hvernig má það vera? Manni verður nú bara illt af svona ummælum og framkomu. Hvers á fólk að gjalda, börnin okkar og barnabörn. Skuldsett næstu áratugina upp fyrir haus!

Sigurlaug B. Gröndal, 21.10.2008 kl. 21:57

8 identicon

Og hann er strax farinn að ganga á bak orða sinna, púritani sem enginn þoldi í Icebank og rekinn þaðan.  Hvernig í fjandanum er þetta hægt!

Djöfull er ég reið!

http://www.visir.is/article/20081021/FRETTIR01/520383642/-1

Ósátt (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:06

9 identicon

Hann lætur uppi hvað hann er með í laun og það er gott mál. Annað með kellingarnar......Hvað segja femínistarnir núna??

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:44

10 Smámynd: haraldurhar

      Það er ótrúlegt að samfylkingin láti sífellt teima sig áfram í vitleysunni, eins og ráða Finn sem bankastjóra Kaupþings án undangengina aulýsingar á starfinu. Laun hann hljóta verað skoðast í ljósi þess að hann gat ekki rekið banka í góðgæri, og hrökklaðist þaðan eftir nokkra veru, annars er starfsreynsla hann nær öll hjá því Opinbera.

  Dofri ætlar samfylk. að missa allan trúverðuleika, og leika sífellt statistahlutverk í Ríkistjórninni, hefur tekið algjörlega við hlutverki Framsókarfl. að kokgleypa allt er kemur frá íhaldinu, bara halda í stólanna.

haraldurhar, 21.10.2008 kl. 23:24

11 identicon

Af því að þær eru með djöf...attitjút  að vilja ekki gefa upp launin sín og því segi ég kellingar!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:18

12 identicon

Já, og jæja. Það veit maður það!

Þetta eru árslaun mín, sem hann hefur á einum mánuði!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:21

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað á maðurinn að hafa í laun á mánuði? Einhver....? Þetta hlýtur að vera aðalmálið þessa dagana, eða hvað? Er brostin á ritþurrð hjá Samfylkingarfólki, eða er þetta aðal áhyggjuefnið í dag og eina tilefnið til bloggskrifa? Frussss....... 

Halldór Egill Guðnason, 22.10.2008 kl. 08:29

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta eru ekkert laun ríkisforstjóra, þetta eru 20% meira en nýráðinn forstjóri Landsspítala er með í laun.

Matthías Ásgeirsson, 22.10.2008 kl. 08:55

15 Smámynd: Billi bilaði

Halldór Egill, menn eiga ekki að hafa tvöföld laun yfirmanna sinn - eða hærri laun en Forseti Íslands í svona opinberu starfi!

Billi bilaði, 22.10.2008 kl. 13:41

16 Smámynd: Ingvar

Svona er Fagra Ísland í dag.

ihg 

Ingvar, 23.10.2008 kl. 16:19

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Dofri svarar í mínu minni aldrei nokkrum sköpuðum hlut hérna á síðunni. Ég held að athugasemdirnar séu hér aðeins okkur hinum til skemmtunar.

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband