Vilhjálmur um seðlabankastjóra:

Í frétt á visir.is segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftirfarandi um núverandi seðlabankastjóra:

Andstaða Davíðs við að bankarnir gerðu upp í evrum lá fyrir allan tímann. Davíð hefur aldrei legið á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Ég hef heyrt hann tala vel um menn og svo ekki jafn vel um aðra menn.

Hann er skemmtilega varkár í orðum hann Vilhjálmur.


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvers vegna hafa allir vappað í kring um Davíð Oddsson eins og kettir í kringum heitann graut. Hvers vegna hefur hann náð slíku ægivaldi í íslensku samfélagi og við hvað er fólk hrætt að vikja honum til hliðar. Hann virkar á mig eins og reiður ofdekraður krakki sem hótar að öskra og fær allt sem hann vill. Það verður bara að þola öskrin þó þau standi einhverja stund á meðan verið er að gera hann óvirkann í stjórnun landsins. Það eru hvort sem er langflestir hættir að taka mark á honum og vita að hann er veruleikafyrtur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Tvöfalt siðferði af verstu svort.

Bergur Thorberg, 9.11.2008 kl. 13:16

3 identicon

Sæll Dofri, það breytist ekki hjá ykkur Samfylkingarfólki að þið notið hvert tækifæri til að rakka niður Davíð Oddsson. Hvernig væri nú að skoða hvað Björgvin G. Sigurðsson gerði eða öllu heldur gerði ekki í aðdraganda bankakreppunnar? Davíð reyndi margoft að vara við þeirri þróun sem var að eiga sér stað t.d. varðandi ofurlaun í bönkunum, fjölmiðlasamþjöppun, útþenslu bankanna o.s.frv. en þið gerðuð það allt tortryggilegt vegna þess að hann væri bara að ofsækja saklausa menn! Erum við ekki að súpa seyðið af þessu núna? Davíð er ekki gallalaus maður og eflaust hefur hann gert ýmis mistök einsog aðrir og sagt ýmislegt í hita leiksins en þegar á heildina er litið þá var hann í forystu fyrir einhverju mesta framfaraskeiði sem íslenskt þjóðfélag hefur upplifað. Hinsvegar láðist okkur að stýra þróuninni núna síðustu árin og þar eiga þínir flokksmenn ekkert síður sök en aðrir og jafnvel meiri en aðrir ef út í það er farið.

Eyþór H. Ólafsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:07

4 Smámynd: corvus corax

Ceaucescu Oddsson er eins og hver önnur plága sem þarf að eyða...

corvus corax, 9.11.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

ÉG vildi gjarnan sjá Vilhjálm Bjarnason koma að því að bjarga því sem bjarga verður hér ....  

Katrín Linda Óskarsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Engan mann hef ég séð jafn langt úti á túni í öllu þessu eins og Villa og þá er talsvert mikið sagt.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband