Að "kveikja í kofanum" trikkið

Það sem stjórnarandstaðan er að gera núna er gamalt þjóðlegt ráð til að ná fólki út úr virkinu - að kveikja í. Þetta er vafasöm aðgerð fyrir þjóðarhag því hún getur bara skilað þremur mögulegum niðurstöðum

  1. að svæla fólk út - ólíklegt
  2. að brenna fólk inni - mögulegt
  3. að það mistekst að kveikja í - lang sennilegast

Það getur hins vegar vel verið að þetta sé mjög snjöll ráðagerð fyrir stjórnarandstöðuna sem er slétt sama hver niðurstaðan verður ofan á. Alla vega eldspýtustokksins virði að reyna?

Margir í Samfylkingunni, þ.m.t. tveir ráðherrar, vilja kosningar á næsta ári. Þá verði búið að koma málum í þann farveg að tími gefist til að fara yfir hvað hefur gerst, draga allt út í dagsljósið, fara yfir hvað og hver brást, endurnýja umboð frambjóðenda og síðast en ekki síst - að taka pólitíska umræðu um það hvernig við byggjum upp að nýju.

Hefði stjórnarandstaðan viljað ná raunverulegum árangri hefði hún ekki látið tillöguna ganga út á að rjúka í kosningar strax um áramótin heldur í vor. Hún hefði með því viðurkennt að áður en við getum tekið okkur mánuð í kosningabaráttu þarf að vera búið að koma heimilunum og fyrirtækjunum í landinu í skjól. Hún hefði líka lagt til að um leið og kosið yrði til þings yrði kosið um það hvort fara á í aðildarviðræður við ESB.

Tímann fram að vori hefði svo stjórnarandstaðan notað til að útkljá sjálf deilumál innan sinna flokka t.d. um ESB og gjaldmiðilinn, stilla á ný upp á lista flokkanna (eða ætlar hún að hafa óbreitt lið?) og síðast en ekki síst - að koma með uppbyggilegar tillögur um hvað væri hægt að gera til að styðja við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu líkt og minnihlutinn í borgarstjórn hefur veri að gera. Það hefði getað reynst erfitt fyrir margan stjórnarþingmanninn að neita slíkri tillögu og það hlýtur stjórnarandstaðan að vita.

Það bendir því margt til þess að íkveikjutilraunin sé ekki gerð í þeim göfuga tilgangi að leyfa fólki að kjósa heldur fyrst og fremst til að svæla fólk út eða brenna það inni pólitískt séð. Dálítið eins og Vg hafi samið tillöguna - velja alltaf stríð og píslarvætti fram yfir samninga og árangur.


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Steingrímur J er ekki í stjórnmálum til að taka ábyrgð, heldur til að valda usla og geta hlustað á sjálfan sig tala út í eitt. VG safnar um sig fólki sem er óánægt með allt mögulegt og kannski mest sig sjálft. Ábyrg stjórnmál snúast eins og allir vita um að finna lausnir, gera tillögur til úrbóta, semja um það sem er óútkljáð og fyrst og fremst að taka ábyrgð.

Þó ég sé ekki Framsóknarmaður og verði trúlega aldrei, þá finnst mér að nú örli á að þar sé verið að vinna á stjórnmálalegum forsendum. Þar er í það minnsta ekki um að ræða meðvirkni með foringjanum sem nú er ekki lengur í forystu.

Í sjálfstæðisflokknum er um þessar mundir barist til síðasta blóðdropa um þann vonlausa málstað að halda gömlum valdaklíkum saman og við kjötkatlana. Þar finnst mér baráttan vera farin að líkjast umsátrið um Borgarvirki í Húnaþingi forðum, þegar vígamenn að sunnan sátu um héraðshöfðingja Húnvetninga sem var inni í klettaborginni með hóp manna.

Sunnanmönnum var farið að leiðast þófið, en vildi þó þrauka þar til hópurinn inni í virkænu yrði matarlaus. Höfðingi Húnvetninga skildi fyrr en skall í tönnum, en fæða var á þrotum utan einn sláturkeppur. Lét hann henda keppnum út til sunnanmanna með þeim orðum að eigi skorti þá viðurværi og gætu þraukað lengi enn.

Sunnanmenn bitu á agnið og fóru, en norðan menn skreiddust heim til að nærast og hvílast.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.11.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Samfylkingin verður að þrauka þar til Sjálfstæðismenn (í virkinu sínu) gefast upp og viðurkenna nútímann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.11.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fer ekki að líða að því að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð í öllu þessu RISA klúðri?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dofri: Það getur ekki gengið þegja, þegja, þegja, endalaust þegar spurt er beinna og krefjandi spurninga um brýn samfélagsmál, réttlætismál, stærsta byggðamál þjóðarinnar, og mál sem hlotið hefur dóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Hér er ég að tala um stjórnun fiskveiða á Íslandi eins og Kristinn Pétursson.

ÞIÐ SKILIÐ ALLTAF AUÐU!

Árni Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband