Þúfnapólitíkin

Það er gaman að sjá Eygló loks á þingi. Það var rangindum beitt þegar flokksklíkan hafði af henni þriðja sætið í prófkjörinu og verður eflaust áhugavert að fylgjast með störfum hennar.

Hér er ágæt frétt á visir.is sem lýsir fjandskapnum sem ríkti fyrir kosningar innan framsóknar í suðurkjördæmi fyrir kosningar 2007. Þar segir m.a.:

Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér.

Framsóknarmenn á Suðurlandi deildu hart í gær. Sumir vildu hækka upp listann, aðrir setja nýja manneskju inn í skarðið sem Hjálmar Árnason skildi eftir í þriðja sætinu. Tillaga kjörstjórnar um nýja manneskju, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, skrifstofustjóra þingflokksins, fékk meirihluta atkvæða. Eygló Harðardóttir sem lenti í fjórða sætinu í prófkjörinu er ekki sátt en unir niðurstöðunni. Hún fékk rúmlega 2100 atkvæði í prófkjörinu og þriðju flest atkvæði í fyrsta til þriðja sætið - en Helga Sigrún er uppalin á Suðurnesjum, og það réði úrslitum að mati Eyglóar.

Nú er spurning hvernig stemningin verður á milli kvennanna sem tókust á um þriðja sætið.


mbl.is Í draumi sérhvers manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Bjarni Harðarson fv. alþingismaður , Framsóknar, var hreinskilinn og talaði tæpitungulaust um innrivanda Framsóknar- í sjónvarpinu nú í kvöld. Það hefur svo sem allt verið vitað- völdin við kjötkatlana eru þungamiðjan . Þar koma helst við sögu valdsmennirnir í baklandi flokksins. Kosnum fulltrúum er síðan stýrt af því valdi. Væntanlega er það eins í Flokknum.  Og þegar tveir koma saman við kjötkatlana , Flokkurinn og Framsókn- þar er spilling...

Sævar Helgason, 25.11.2008 kl. 22:59

2 identicon

Þetta er eitt af þvi anægjulega þessa daganna. Maddaman er akveðin i þvi að eyða sjalfri ser.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Það kemur mér hins vegar á óvart hvað næmur Bjarni er á allt milli himins og jarðar í Framsóknarflokknum í ljósi þess að hann hefur einungis verið virkur í starfi flokksins í nokkra mánuði. Veit ekki betur en að hann hafi einungis setið eitt flokksþing - en mér gæti skjöplast - flokksþingið sem Jón Sigurðsson var kjörinn formaður flokksins. Bjarni studdi Siv.

Þá hefur hann setið tvo miðstjórnarfundi - þann fyrri stuttan þegar Guðni tók við formennskunni af Jóni í kjölfar kosninga - en það var án kosninga - og Valgerður kjörin varaformaður í stað Guðna.

Hinn síðari síðastliðið vor - þar sem Bjarni varð undir í Evrópumálunum - og líkaði illa.

En mér virðist af fréttum að einhverjar gloppur séu þó í næmni Bjarna - því hann nefnir nafn STARFSMANNS Framsóknarflokksins - sem er með vondu köllunum að mati Bjarna - en sá maður lét af störfum sem starfsmaður Framsóknarflokksins árið 1995!

Kannske hefur Bjarni verið svona lítið á flokksskrifstofunni!

En það er eftir sjá af svo skemmtilegum manni sem Bjarna. En frábært að fá hina eitilhörðu Framsóknarkonu úr eyjum - Eygló Harðardóttur á þing!

Hallur Magnússon, 26.11.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég fagna Eygló á þingi og er viss um að hún mun vinna vel fyrir þjóðina en Bjarni Harðarson hefur gerst sekur um þá mestu lágkúru sem nokkur getur gert sig sekan um með því að bera út óhróður um aðra og ætla í sumum tilvikum að nota aðstoðarmann sinn á þingi til þess hann þorir ekki að standa og berjast við þá sem hann vill berjast við er með dylgjur og óhróður nú eftir að hann hætti þingmennsku er hann féll á enginn bragði það er stórmagnlegt.

Varðandi Framsóknarflokkinn að hann eyði sér sjálfur þá getur það alveg verið að þannig fari, en mér sýnist annar eða aðrir flokkar vera að feta sig á sömu braut með því að hlusta ekki á kjósendur sýna. Eru vítin ekki til að varast þau. Hver skilur að það sé krafist að Seðlabankastjórnin og stjórarnir seigi af sér til að ná trúverðugleika á bankanum gilda ekki sömu rök fyrir ríkistjórnina ég bara spyr?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.11.2008 kl. 10:33

5 identicon

Hér er efni í lélegan fimm aura brandara um Harða framsóknarmenn.

Bjarni Harðar, Eygló Harðar og Helga Sigrún Harðar. Allt afkomendur harðra framsóknarmanna eflaust.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband