Seðlabankastjóri nýtur fyllsta traust þrátt fyrir ófrægingarherferð fjölmiðla á hendur honum

Traust og vantraust í garð stjórnar Seðlabankans tekur á sig ýmsar myndir.

Í allri umræðu um stjórn peningamála, persónugerðan vanda og traust lykilaðila í stjórn efnahagsmála hvers til annars hefur auðvitað verið litið til reynslu annarra ríkja.

T.d. barst mér þetta ágæta bréf um frammistöðu Seðlabankans í Zimbabwe en hann nýtur að sjálfsögðu fyllsta traust hæstráðenda.

Seðlabankastjóri nýtur fyllsta traust þrátt fyrir ófrægingarherferð fjölmiðla á hendur honum

Mugabe var að endurskipa Dr. G. Gono seðlabankastjóra Zimbabwe næstu fimm árin, enda ber hann fullt traust til Dr. Gono. Síðasta opinbera verðbólgumæling í Simbabve er 231.150.888,87% (með tveimur aukastöfum).

Af þessu tilefni rifjast upp nokkrir punktar úr peningamálum zimbabveska seðlabankans sem komu út í apríl í fyrra, en þá mældist verðbólgan þar í landi 3.713,9% og greinilegt að ástandið olli bankastjórninni nokkrum áhyggjum. Þrátt fyrir að seðlabankastjórinn
benti á vandann tóku landsmenn tekið því fálega og he´ldu áfram að sækja í innfluttan varning og þjónustu. Seðlabankastjóri varar líka við því að sækja hagfræðikenningar og lausnir út fyrir landsteinana:

1.1 Further to my 31 January, 2007 Monetary Policy announcement, need has arisen for the Central Bank to fine-tune some aspects of our Monetary Policy management framework.
[...]
1.10 Three quarters of our problems today are of our own making as Zimbabweans because of:

Our insatiable appetite for everything external, from economic and technical advice to wine, food, cigarettes, milk and bottled imported water, among many other trinkets, which can not go on unchecked through progressive introspection.

Indeed, quite strangely, some would rather listen to external economic advisors than our very own sons and daughters with exposure and personal distinctions in these areas.

Some Zimbabweans have also elected to sell their souls in pursuit of foreign exchange, to the extent that damaging or weakening their own currency at home does not matter to them at all.

Þar höfum við það. Seinna á síðasta ári réðst þessi sami seðlabanki að rótum vandans og ákvað að auka framleiðni með því að fjárfesta í traktorum og kornskurðarvélum sem afhentar voru helstu bændum landsins, þ.e. Mugabe, fjármálaráðherranum, seðlabankastjóranum og fleiri slíkum verðlaunabændum. Samt jókst verðbólgan. Þá var
hagstofustjórinn rekinn um haustið, og enn jókst verðbólgan. Svo bönnuðu þeir verðhækkanir (óvíst hvort það var kallað frysting verðtryggingar eða hvað) og samt jókst verðbólgan, vöruskortur varð nánast alger og atvinnuleysi vel yfir 80%.

Það er samt gott að yfirvaldið ber fullt traust til seðlabankastjórans enda var Dr. Gono að birta skýrslu þann 20. nóvember þar sem hann rekur vandann til glæfrahegðunar fjárfesta á hlutabréfamarkaði og banka landsins þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi verið í
ófrægingarherferð gegn seðlabanka landsins og honum persónulega sem seðlabankastjóra:

Hér er útdráttur:

PRESS STATEMENT ON THE RAMPANT FRAUDLENT ACTIVITIES ON THE STOCK EXCHANGE, THE INSURANCE AND PENSION FUND INDUSTRIES AND THE BANKING SECTOR by Dr. G. Gono, governor, Reserve Bank of Zimbabwe 20 November, 2008
  
Fellow Zimbabweans, this Statement comes at a time when the ugly heads of indiscipline, corruption, fraudulent activities and underhand manipulation of our money and capital markets have reached epic proportions that are threatening to wipe the face of our economy.

As a Nation, it is high time that we put a stop to these vices, as the victims are the hard working workers [...]

For a long time now, it had become fashionable to apportion blame to the Reserve Bank as the soft target.

Media campaigns have been mobilized to vilify and condemn the Reserve Bank. Others have planned smear campaigns through fliers that argued that the Reserve Bank and Governor Gono in his personal capacity is to blame for the current hardships.

Indeed, others have spent hours, days, weeks and months investing on anti-Reserve Bank programmes meant to defeat everything that the Central Bank stands for.

In the midst of these wide-ranging attacks, the Central Bank remained focused and determined to dig deep and wide in identifying the root causes of the current difficulties and the suffering of the majority of Zimbabweans.

Meðal þess sem Dr. Gono afhjúpar er:

That some players in the banking sector had relapsed into the retrogressive mode of lax controls and risk management systems, leading to their officials engaging in corrupt activities;

Og aðgerðirnar eru ákveðnar:

The Reserve Bank shall not give unsecured accommodation to any bank coming for assistance. Any bank that fails to secure its intended accommodation will be allowed to go under. As Monetary Authorities, we have repeatedly said that we no longer have the appetite for curatorships.

Vonast er eftir skjótum árangri:

As Monetary Authorities, we are confident that through the restoration of discipline and zero tolerance against fraudulent trading and corruption in our financial markets, the current hardships to the public in respect of cash shortages and rampant price increases will be normalized in the not too distant future.

http://www.rbz.co.zw/pdfs/Press_Zse.pdf

 


mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú færð 10 fyrir þennan pistil :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Kjósandi

Þarna er ýmislegt kunnuglegt á ferðinni.

Við getum huggað okkur við það að verðbólgan er lægri hjá okkur þökk sé  hæstvirtum DO sem við tilbiðjum fyrir að halda verndarhendi yfir okkur svo bölvaðir útlendingarnir skaði okkur ekki.

Kjósandi, 28.11.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband